„Jóhanna Bjarnadóttir (Brimbergi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jóhanna Bjarnadóttir''' á Brimbergi, húsfreyja fæddist 16. mars 1874 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 5. mars 1957.<br> Faðir hennar var Bjarni bóndi í Ásó...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 16: | Lína 16: | ||
7. [[Bjarni Bjarnason (Hoffelli)|Bjarni Bjarnason]] útvegsbóndi, sjómaður á [[Hoffell]]i, f. 18. maí 1885, fórst 16. desember 1924.<br> | 7. [[Bjarni Bjarnason (Hoffelli)|Bjarni Bjarnason]] útvegsbóndi, sjómaður á [[Hoffell]]i, f. 18. maí 1885, fórst 16. desember 1924.<br> | ||
Móðursystir barnanna, systir Guðrúnar Anoddsdóttur, var Gróa Arnoddsdóttir móðir<br> | Móðursystir barnanna, systir Guðrúnar Anoddsdóttur, var Gróa Arnoddsdóttir móðir<br> | ||
8. | 8. Önnu Tómasdóttur húsfreyju í Selkoti, móður<br> | ||
a. [[Hjörleifur Sveinsson ( | a. [[Hjörleifur Sveinsson (eldri)|Hjörleifs Sveinssonar]] í | ||
[[Skálholt-eldra|Skálholti]],<br> | [[Skálholt-eldra|Skálholti]],<br> | ||
b. [[Tómas Sveinsson ( | b. [[Tómas Sveinsson (Selkoti)|Tómasar Sveinssonar]] á [[Faxastígur|Faxastíg 15]] og <br> | ||
c. [[Sigfús Sveinsson ( | c. [[Sigfús Sveinsson (Selkoti)|Sigfúsar Sveinssonar]] á | ||
[[Kirkjubæjarbraut|Kirkjubæjarbraut 8]]. | [[Kirkjubæjarbraut|Kirkjubæjarbraut 8]]. | ||
Núverandi breyting frá og með 10. janúar 2024 kl. 18:02
Jóhanna Bjarnadóttir á Brimbergi, húsfreyja fæddist 16. mars 1874 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 5. mars 1957.
Faðir hennar var Bjarni bóndi í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1870, f. 1. desember 1830, d. 11. júlí 1900, Jónsson bónda á Refsstöðum í Landbroti og Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 24. apríl 1797, d. 13. október 1839, Bjarnasonar bónda víða, en síðast og lengst í Mörk á Síðu, f. 1742 á Núpstað í Fljótshverfi, d. 10. september 1820, Jónssonar, og síðari konu Bjarna í Mörk, Bóelar húsfreyju, f. 1770, d. 22. september 1834, Jónsdóttur prests Brynjólfssonar.
Móðir Bjarna á Ásólfsskála og kona Jóns á Refsstöðum, (28. maí 1822), var Guðný húsfreyja, f. 17. október 1799, Árnadóttir bónda á Syðri-Steinsmýri, f. 1765 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d. 19. ágúst 1846 á Syðri-Steinsmýri, Halldórssonar, og konu Árna á Syðri-Steinsmýri, (1796), Elínar húsfreyju, f. 1776, d. 4. júlí 1846 á Syðri-Steinsmýri, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu á Brimbergi og kona Bjarna Jónssonar í Ásólfsskála var Guðrún húsfreyja, f. 30. apríl 1843, d. 9. nóvember 1901, Arnoddsdóttir bónda, lengst í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, f. 18. september 1796 í Drangshlíð þar, d. 29. mars 1883 í Seli í Landeyjum, Brandssonar bónda í Drangshlíð, f. 1743, d. 6. maí 1822, Einarssonar, og konu Brands, Margrétar húsfreyju, f. 1766, d. 19. febrúar 1853, Arnoddsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ásólfsskála og síðari kona, (14. júlí 1842), Arnodds Brandssonar var Jórunn húsfreyja í Hrútafellskoti, f. 1808 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Jónsdóttir bónda þar 1816, f. 1760, Jónssonar, og konu hans, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.
Börn Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Arnoddsdóttur í Eyjum voru:
1. Jórunn Bjarnadóttir bústýra í Hruna, f. 9. janúar 1864 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 7. maí 1945.
2. Elín Bjarnadóttir húsfreyja í Sigtúni, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.
3. Margrét Bjarnadóttir húsfreyja á Múla, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.
4. Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja á Brimbergi, f. 16. mars 1874, d. 5. mars 1957.
5. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Strönd, f. 13. janúar 1879, d. 17. nóvember 1954.
6. Jón Bjarnason verkamaður í Sigtúni, f. 2. maí 1881, d. 28. nóvember 1963.
7. Bjarni Bjarnason útvegsbóndi, sjómaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, fórst 16. desember 1924.
Móðursystir barnanna, systir Guðrúnar Anoddsdóttur, var Gróa Arnoddsdóttir móðir
8. Önnu Tómasdóttur húsfreyju í Selkoti, móður
a. Hjörleifs Sveinssonar í
Skálholti,
b. Tómasar Sveinssonar á Faxastíg 15 og
c. Sigfúsar Sveinssonar á
Kirkjubæjarbraut 8.
Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona i Varmahlíð 1890 og til giftingar með Ólafi 1928, fluttist til Eyja sama ár.
Þau Ólafur bjuggu á Brimbergi og áttu þar síðast heimili.
Þau voru barnlaus.
Maður Jóhönnu, (15. maí 1928), var Ólafur Símonarson verkamaður á Brimbergi, f. 18. september 1872 á Steinum u. Eyjafjöllum, d. 7. júlí 1953.
Þau voru barnlaus, en Ólafur átti tvo syni í Eyjum:
1. Guðni Sigurþór Ólafsson, f. 25. apríl 1899 í Steinum, d. 12. ágúst 1981.
2. Árni Ólafsson fiskimatsmaður í Túni, f. 5. september 1898 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 22. september 1959.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.