„Jónína Sigrún Helgadóttir (Steinum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jónína ''Sigrún'' Helgadóttir''' frá Steinum fæddist 19. apríl 1908 og lést 17. apríl 1980.<br> Foreldrar hennar voru [[Helgi Jónsson (Steinum)|Helgi Jónsso...)
 
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 23. nóvember 2015 kl. 22:15

Jónína Sigrún Helgadóttir frá Steinum fæddist 19. apríl 1908 og lést 17. apríl 1980.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson smiður og útgerðarmaður í Steinum, f. 1. júní 1858, d. 5. nóvember 1932, og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1867, d. 26. febrúar 1924.

Börn Helga og Þórunnar í Steinum voru:
1. Þorsteinn Helgason, f. 9. apríl 1891, d. 3. janúar 1918.
2. Jónína Guðrún Helgadóttir ráðskona í Steinum 1930, f. 27. júní 1894, d. 17. maí 1983. Barnsfaðir hennar var Eyjólfur Bjarni Ottesen verslunarmaður í Dalbæ, f. 22. október 1891, d. 17. febrúar 1957.
3. Guðmundur Helgason útgerðarmaður, síðar veggfóðrari, f. 3. febrúar 1898, d. 13. maí 1983. Kona hans, skildu, var Ingveldur Þórarinsdóttir.
4. Una Magnúsína Helgadóttir húsfreyja í Miðgarði, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990. Maður hennar var Ólafur Ísleifsson.
5. Jónína Sigrún Helgadóttir húsfreyja, f. 19. mars 1908, d. 17. apríl 1980. Maður hennar var Ingólfur Guðmundsson matreiðslumaður, f. 12. febrúar 1910, d. 10. október 1987.

Jónína Sigrún var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona hjá þeim í Steinum 1920. Móðir hennar lést 1924 og Sigrún var með föður sínum í Steinum 1930, var verkakona í Fagurlyst 1940.
Þau Ingólfur giftur sig 1941 og bjuggu í Steinum með Helgu Þórunni 1945.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1948, eignuðust Guðmundu Öldu 1952.
Sigrún bjó síðast í Stórholti 29.
Hún lést 1980.

Maður hennar, ( 5. janúar 1941 ), var Ingólfur Guðmundsson frá Lómatjörn í Eyjafirði, þá kennari í Garði, f. 12. febrúar 1910, síðast á Álftanesi, d. 10. október 1987.
Börn þeirra voru:
1. Helga Þórunn Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1941 í Steinum, síðar í Grindavík og Reykjanesbæ.
2. Guðmunda Alda Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1952, síðar á Álftanesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.