„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Alþýðukveðskapur í Vestmannaeyjum I.“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(5 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 2: Lína 2:
<big><big><center>Alþýðukveðskapur.</center></big></big>
<big><big><center>Alþýðukveðskapur.</center></big></big>
<br>
<br>
Í fyrra heftinu af Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum var getið tveggja hagyrðinga, sem uppi voru í Vestmannaeyjum á 19. öld, þeirra [[Ólafur Magnússon í Nýborg|Ólafs Magnússonar]] og [[Guðrún Pálsdóttir yngri|Guðrúnar Pálsdóttur]], og prentaðar nokkrar vísur eftir þau. Hér verður getið nokkurra vísna eftir aðra, sem um sömu mundir köstuðu fram stökum við ýmis tækifæri.<br>
Í fyrra heftinu af Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum var getið tveggja hagyrðinga, sem uppi voru í Vestmannaeyjum á 19. öld, þeirra [[Ólafur Magnússon í Nýborg|Ólafs Magnússonar]] og [[Guðrún Pálsdóttir (yngri)|Guðrúnar Pálsdóttur]], og prentaðar nokkrar vísur eftir þau. Hér verður getið nokkurra vísna eftir aðra, sem um sömu mundir köstuðu fram stökum við ýmis tækifæri.<br>
[[Gísli Engilbertsson]] verzlunarstjóri var allvel hagmæltur maður, en mun lítið hafa fengizt við ljóðagjörð fyrri en á elliárum sínum. Gísli fékkst mikið við útveg. Einhverju sinni var veiðarfærum stolið úr kró hans. Þá festi hann þessa vísu á króargaflinn:
[[Gísli Engilbertsson]] verzlunarstjóri var allvel hagmæltur maður, en mun lítið hafa fengizt við ljóðagjörð fyrri en á elliárum sínum. Gísli fékkst mikið við útveg. Einhverju sinni var veiðarfærum stolið úr kró hans. Þá festi hann þessa vísu á króargaflinn:


Lína 17: Lína 17:
::::og læsti högum fyrir sauð.
::::og læsti högum fyrir sauð.


Þær höfðu báðar verið hagmæltar, [[Þorgerður Gísladóttir]] í [[Garðar|Görðum]] og [[Ásdís Jónsdóttir]] í [[Stakkagerði]], kona [[Árni Diðriksson|Árna Diðrikssonar]], og voru þær góðar vinkonur. Einhverju sinni kom Þorgerður að Stakkagerði og sagði í gamni við Ásdísi:
Þær höfðu báðar verið hagmæltar, [[Þorgerður Gísladóttir]] í [[Garðar|Görðum]] og [[Ásdís Jónsdóttir (Stakkagerði)|Ásdís Jónsdóttir]] í [[Stakkagerði]], kona [[Árni Diðriksson|Árna Diðrikssonar]], og voru þær góðar vinkonur. Einhverju sinni kom Þorgerður að Stakkagerði og sagði í gamni við Ásdísi:


::::Hérna er Árna þjófavirki, <br>
::::Hérna er Árna þjófavirki, <br>
Lína 43: Lína 43:
::::segja lýðir yndis stund.
::::segja lýðir yndis stund.


Með þessum vísum endaði Jón bréf til [[Ólöf Ólafsdóttir í Dölum|Ólafar]], móður [[Una Jónsdóttir |Unu]] dóttur hans.<br>
Með þessum vísum endaði Jón bréf til [[Ólöf Ólafsdóttir (Dölum)|Ólafar]], móður [[Una Jónsdóttir|Unu]] dóttur hans.<br>


::::Ætíð mun ég þenkja um þig,<br>
::::Ætíð mun ég þenkja um þig,<br>
Lína 55: Lína 55:
::::í lífi bæði og dauða.
::::í lífi bæði og dauða.


[[Magnús Kristjánsson mormóni]] átti í nokkrum brösum við [[Michael Marius Ludvig Aagaard|Aagaard sýslumann]], vegna þess að [[Loftur Jónsson í Þorlaugargerði|Loftur mormónabiskup]] hafði gefið þau saman, hann og [[Þuríður Sigurðardóttir mormóni|Þuríði]] konu hans, en sýslumanni hafði ekki þótt sú athöfnin fara fram að lögum. Um þær mundir orti hann þessa vísu um sýslumann:
[[Magnús Kristjánsson mormóni]] átti í nokkrum brösum við [[Michael Marius Ludvig Aagaard|Aagaard sýslumann]], vegna þess að  
[[Loftur Jónsson (Þorlaugargerði)|Loftur mormónabiskup]] hafði gefið þau saman, hann og [[Þuríður Sigurðardóttir mormóni|Þuríði]] konu hans, en sýslumanni hafði ekki þótt sú athöfnin fara fram að lögum. Um þær mundir orti hann þessa vísu um sýslumann:


::::Yfirvaldið sjóli sendi, <br>
::::Yfirvaldið sjóli sendi, <br>
Lína 93: Lína 94:
::::öldu kastar ljóni.
::::öldu kastar ljóni.


[[Þorkell Ólafsson vinnumaður á Ofanleiti|Þorkell Ólafsson]] var um langt skeið vinnumaður á [[Ofanleiti]] hjá séra [[Stefán Thordersen|Stefáni Thordarsen]], og í [[Hlíðarhús]]i hjá [[Gísli Stefánsson (kaupmaður)|Gísla Stefánsyni]]. Hann var ættaður úr Landeyjum. Þorkell var síyrkjandi. Hér að framan er hásetaröð eftir hann. Eitt sinn skömmu fyrir jól sendi séra Stefán hann niður í búðir til þess að sækja brennivín á kút. Er hann kom úr förinni, sagði hann:
[[Þorkell Ólafsson (Ofanleiti)|Þorkell Ólafsson]] var um langt skeið vinnumaður á [[Ofanleiti]] hjá séra [[Stefán Thordersen|Stefáni Thordarsen]], og í [[Hlíðarhús]]i hjá [[Gísli Stefánsson (kaupmaður)|Gísla Stefánsyni]]. Hann var ættaður úr Landeyjum. Þorkell var síyrkjandi. Hér að framan er hásetaröð eftir hann. Eitt sinn skömmu fyrir jól sendi séra Stefán hann niður í búðir til þess að sækja brennivín á kút. Er hann kom úr förinni, sagði hann:


::::Ég æddi út í ærið fjúk, <br>
::::Ég æddi út í ærið fjúk, <br>

Núverandi breyting frá og með 15. september 2013 kl. 11:38


Alþýðukveðskapur.


Í fyrra heftinu af Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum var getið tveggja hagyrðinga, sem uppi voru í Vestmannaeyjum á 19. öld, þeirra Ólafs Magnússonar og Guðrúnar Pálsdóttur, og prentaðar nokkrar vísur eftir þau. Hér verður getið nokkurra vísna eftir aðra, sem um sömu mundir köstuðu fram stökum við ýmis tækifæri.
Gísli Engilbertsson verzlunarstjóri var allvel hagmæltur maður, en mun lítið hafa fengizt við ljóðagjörð fyrri en á elliárum sínum. Gísli fékkst mikið við útveg. Einhverju sinni var veiðarfærum stolið úr kró hans. Þá festi hann þessa vísu á króargaflinn:

Skilir þú ei vamma vin
veiðarfæri mínu,
niður muntu í náhvals gin,
nær þá kölski sínu.

Brá svo við, að veiðarfærin voru aftur komin á sinn stað daginn eftir. Þessi vísa er einnig eftir hann:

Góa er horfin gæðasnauð,
gefið hefur lítið brauð,
lokað hafsins leyndum auð
og læsti högum fyrir sauð.

Þær höfðu báðar verið hagmæltar, Þorgerður Gísladóttir í Görðum og Ásdís Jónsdóttir í Stakkagerði, kona Árna Diðrikssonar, og voru þær góðar vinkonur. Einhverju sinni kom Þorgerður að Stakkagerði og sagði í gamni við Ásdísi:

Hérna er Árna þjófavirki,
hér býr inni gamall Tyrki,
sem unir sér við auð og seim.

Ásdís bætti þegar við:

Margur auðinn elskar kargan
er því ver, það hendir margan,
brátt er snauður brott úr heim.

Jón Magnússon steinhöggvari orti nokkuð. Hann var ættaður úr Landeyjum og var um langt skeið vinnumaður hjá Þorsteini Jónssyni í Nýjabæ. Jón var í hákarlalegum á jögtum, sem Þorsteinn átti í, og var honum í einni legunni lagt á herðar, að annast eldamennskuna. Þá kastaði hann fram þessari vísu:

Núna fékk ég náðar svar,
nú varð mjósi glaður
í káetunni krýndur var
kokka lista-hraður.

Jón var grannur maður vexti og kallaði sig því mjósa. Þessi vísa er einnig eftir hann:

Að ríða þýðum hófa hund
höndla blíða seima hrund,
sigla um víða sjávar grund
segja lýðir yndis stund.

Með þessum vísum endaði Jón bréf til Ólafar, móður Unu dóttur hans.

Ætíð mun ég þenkja um þig,
þó að strjálni fundir.
Guð einn veit hvað mæðir mig
margoft nú um stundir.
Fáðu gæði farsældar
frí við mæðu nauða,
lifðu í næði lukkunnar
í lífi bæði og dauða.

Magnús Kristjánsson mormóni átti í nokkrum brösum við Aagaard sýslumann, vegna þess að Loftur mormónabiskup hafði gefið þau saman, hann og Þuríði konu hans, en sýslumanni hafði ekki þótt sú athöfnin fara fram að lögum. Um þær mundir orti hann þessa vísu um sýslumann:

Yfirvaldið sjóli sendi,
svo að laga þrætur endi,
aulaprik finnst ekki slíkt,
stjórn hann sína ei veit að vanda,
vitlaus jafnt til munns og handa.
Fé er jafnan fóstra líkt.

Þessu svaraði Jón Magnússon þannig:

Magnús Kristjáns mögur
margoft yrkir bögur,
en þó segja sögur,
að sumt hans vísni smíði
fái ei lof hjá lýði,
en kölska her, kölska her, sem háðung ber,
hrósar slíkri prýði.

Eftirfarandi vísur eru úr vorvísum eftir Jón:

Sumarið færir fögnuð þann,
foldin grær og lifnar,
allt hvað hræra anda kann
endurnærir vorsælan.
Skýja mekkir skjótt án bið
skvetta þéttum dropum,
grænar brekkur brosa við,
blómin drekka sólskinið.

Ókunnugt er um höfund að þessari vísu:

Stóra mastrið stend ég við
storminn fast í góni,
aflið rastar út á hlið
öldu kastar ljóni.

Þorkell Ólafsson var um langt skeið vinnumaður á Ofanleiti hjá séra Stefáni Thordarsen, og í Hlíðarhúsi hjá Gísla Stefánsyni. Hann var ættaður úr Landeyjum. Þorkell var síyrkjandi. Hér að framan er hásetaröð eftir hann. Eitt sinn skömmu fyrir jól sendi séra Stefán hann niður í búðir til þess að sækja brennivín á kút. Er hann kom úr förinni, sagði hann:

Ég æddi út í ærið fjúk,
ekki var sú reisan mjúk,
staurkvöldið þá steðjar að,
Stefán var að tala um það.

Gísli Stefánsson hafði eina af Kirkjubæjarjörðum og lét hann Þorkel slá túnið. Um það kvað hann:

Á Kirkjubæ er klárt að slá,
kveð ég að fornum vana,
starfi lengi stóð því á
stráunum að bana.

Þá verða hér til gamans tekin nokkur sýnishorn af „kveðskap“ tveggja manna. Þetta er eftir Gísla pú:

Ég er að þæfa, nudda og núa
sokka þína, Guðlaugur,
en þú ert að skæla, ýla og æla
út um hlöðin blóðugur,
svo sem betur fer.
Jón er farinn inn í Dal,
að leita að hyrnu sinni.
Það færi betur að hann fyndi hana þar,
því þá þarf hann ekki að fara annað,
svo sem betur fer.

Þetta er eftir Sigga bonn:

Til hákarla í Vestmannaeyjum
fara þeir norðangaddi í.
Hálf kaldir koma þeir að landi,
upp á ölhúsið skunda þeir.
Sína sjóblauta vettlinga,
verða þeir setja upp skítuga.
Móðurlaus ég er um stund,
í móður stað þú gengur mér,
vitna má ég það um þig,
þó þú viljir drepa mig.
Bryde er kominn býst ég við,
bragnar mega sjá hann,
með báða syni sína og sig,
sitt hús prýða lætur hér.
Margt hefur skeð við norðurhús
fagrar tunglskinsnætur
dansað bæði og drukkið vín,
glaðir hafa þeir notið sín.
Borðsálmurinn sunginn seint,
samt með nýju lagi hreint,
raddir tvær þar hljóma hátt,
boðsfólk situr og hlýðir á.