„Markús Jónsson (Ármótum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 39: Lína 39:
I. Kona Markúsar, (28. desember 1941), var [[Auður Ágústsdóttir (Varmahlíð)|Auður Ágútsdóttir]] frá [[Varmahlíð]], húsfreyja, f. 24. júní 1922 í [[Sjólyst]], d. 6. júlí 1963.<br>
I. Kona Markúsar, (28. desember 1941), var [[Auður Ágústsdóttir (Varmahlíð)|Auður Ágútsdóttir]] frá [[Varmahlíð]], húsfreyja, f. 24. júní 1922 í [[Sjólyst]], d. 6. júlí 1963.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Þórunn Markúsdóttir (Ármótum)|Jóna ''Þórunn'' Markúsdóttir]] húsfreyja, f. 3. mars 1941 á Ármótum. Maður hennar [[Björgvin Magnússon (hafnsögumaður)|Björgvin Magnússon]].  <br>
1. [[Þórunn Markúsdóttir (Ármótum)|Jóna ''Þórunn'' Markúsdóttir]] húsfreyja, f. 3. mars 1941 á Ármótum. Maður hennar [[Björgvin Magnússon (yfirhafnsögumaður)|Björgvin Magnússon]].  <br>
2. [[Eiríka Pálína Markúsdóttir]] húsfreyja, f. 19. júní 1942 á Ármótum. Maður hennar [[Eiríkur Gíslason (verkstjóri)|Eiríkur Gíslason]], látinn.<br>
2. [[Eiríka Pálína Markúsdóttir]] húsfreyja, f. 19. júní 1942 á Ármótum. Maður hennar [[Eiríkur Gíslason (verkstjóri)|Eiríkur Gíslason]], látinn.<br>
3. Ágúst Ármann Markússon sjómaður, f. 26. júlí 1943 á Ármótum, lést af slysförum 10. júlí 1959.<br>
3. Ágúst Ármann Markússon sjómaður, f. 26. júlí 1943 á Ármótum, lést af slysförum 10. júlí 1959.<br>

Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2024 kl. 14:44

Markús

Markús Jónsson fæddist 3. apríl 1920 og lést 27. apríl 1998.
Foreldrar hans voru Jón Gíslason og Þórunn Markúsdóttir.
Fyrri kona hans var Auður Ágústsdóttir, f. 24. júní 1922, d. 6. júlí 1963. Síðari kona hans var Anna Friðbjarnardóttir. Þau bjuggu að Skólavegi 14, en fluttu til Reykjavíkur árið 1987 og bjuggu þar síðustu árin.

Markús var skipstjóri en vann hjá Olís síðustu starfsárin.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Markús:

Markús ég meina snaran
meiðinn Jóns býsna veiðinn.
Þórunnar gniðs á grunni
gætir í formanns sæti,
dýnur þó duggu píni
dökku í hrinu rökkri.
Ármóts ég piltinn pára,
prýðis skipstjórann lýða.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Garður.is.
  • Blik, skólaskýrslur.

Frekari umfjöllun

Markús Jónsson frá Ármótum, skipstjóri, útgerðarmaður, umboðsmaður Olís fæddist 3. apríl 1920 og lést 27. apríl 1998 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Jón Gíslason útgerðarmaður, verkstjóri, verkamaður, þá í Sandprýði, síðar á Ármótum (Ármóti), f. 4. janúar 1888, d. 20. febrúar 1970, og kona hans Þórunn Markúsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1892, d. 1. júní 1921.

Börn Þórunnar og Jóns:
1. Markús Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, starfsmaður Olíuverslunar Íslands, síðast í Reykjavík, f. 3. apríl 1920, d. 27. apríl 1998.
2. Þórarinn Gísli Jónsson skrifstofumaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. maí 1921, d. 24. apríl 1987.

Markús var með foreldrum sínum skamma stund, því að móðir hans lést, er hann var á öðru ári aldurs síns. Hann var síðan með föður sínum og Helgu ömmu sinni og síðar Vilmundu Einarsdóttur frænku sinni.
Markús lauk vélstjóraprófi og skipstjóraprófi.
Hann var skipstjóri á Þórunni VE 28.
Þau Auður giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Ármótum.
Auður lést 1963.
Þau Anna giftu sig, bjuggu á Urðavegi 33, fluttu til Reykjavíkur 1987 og bjuggu þar síðan. Markús var stjúpfaðir Kjartans og Gísla, sona Önnu.
Markús dvaldi síðast á Hrafnistu í Reykjavík.
Markús lést 1998 og Anna 2017

I. Kona Markúsar, (28. desember 1941), var Auður Ágútsdóttir frá Varmahlíð, húsfreyja, f. 24. júní 1922 í Sjólyst, d. 6. júlí 1963.
Börn þeirra:
1. Jóna Þórunn Markúsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1941 á Ármótum. Maður hennar Björgvin Magnússon.
2. Eiríka Pálína Markúsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1942 á Ármótum. Maður hennar Eiríkur Gíslason, látinn.
3. Ágúst Ármann Markússon sjómaður, f. 26. júlí 1943 á Ármótum, lést af slysförum 10. júlí 1959.

II. Síðari kona Markúsar, (31. júlí 1965), var Anna Margrét Friðbjarnardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1921, d. 27. september 2017.
Fósturdóttir Markúsar og Önnu, dóttir Jóhanns Braga bróður Önnu, er
4. Anna Margrét Bragadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 30. janúar 1965. Maður hennar Birgir Jóhannesson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir