Eiríkur Gíslason (verkstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eiríkur Gíslason sjómaður, verkstjóri, starfsmaður Fiskimarkaðs Suðurnesja fæddist 13. júní 1941 í Hafnarfirði og lést 13. september 1995 á heimili sínu í Keflavík.
Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson kaupmaður, f. 14. nóvember 1876, d. 20. desember 1962, og Guðlaug Eiríksdóttir, f. 12. febrúar 1895, d. 19. júní 1977.

Eiríkur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Flensborgarskólanum.
Eiríkur varð sjómaður ungur, var bæði á bátum og togurum. Síðan varð hann verkstjóri við fiskvinnslu, að síðustu vann hann hjá Fiskmarkaði Suðurnesja.
Þau Eiríka Pálína giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap í Hafnarfirði, en bjuggu einnig í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Þau skildu.
Eiríkur lést 1995.

I. Kona Eiríks, (14. nóvember 1961, skildu), er Eiríka Pálína Markúsdóttir frá Ármótum, húsfreyja, f. 19. júní 1942.
Börn þeirra:
1. Ágúst Ármann Eiríksson vélstjóri í Eyjum, f. 6. mars 1961. Kona hans María Traustadóttir.
2. Guðlaug Ásgerður Eiríksdóttir fóstra í Þorlákshöfn, f. 23. mars 1962. Maður hennar Magnús Þór Haraldsson.
3. Gísli Eiríksson bryti á Akranesi, f. 29. september 1963, d. 20. júní 2023. Fyrrum kona hans Erla Ólafsdóttir. Kona hans Þórunn Jónsdóttir.
4. Markús Auðun Eiríksson sjómaður í Keflavík, f. 27. nóvember 1964. Barnsmóðir hans Þóra Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.