Björgvin Magnússon (yfirhafnsögumaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Björgvin Magnússon sjómaður, yfirhafnsögumaður fæddist 19. september 1938 á Flateyri við Önundarfjörð.
Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson frá Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð, N.-Múl., kaupfélagsstjóri, síðar síldarverksmiðjustjóri á Húsavík og Raufarhöfn, f. 6. febrúar 1897, d. 16. október 1947, og kona hans Jónína Geirmundsdóttir frá Hóli í Hjaltastaðarþinghá, húsfreyja, kaupmaður, f. 10. október 1901, d. 19. maí 1962.

Björgvin var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Björgvin var níu ára. Hann var með móður sinni.
Hann gekk í skóla á Eiðum, lauk gagnfræðaprófi á Laugum í S.-Þing., lauk námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1960.
Björgvin hóf sjómennsku 17 ára, flutti til Eyja 1958, var á Þórunni VE, síðan á Gjafari í 9 ár. Hann var skipstjóri á Bjarnarey VE skamma stund 1969, síðan á ymsum bátum. Þeir Jón Berg Halldórsson keyptu Reyni VE 120, síðan fór Jón Berg út úr útgerðinni, en Haukur Gíslason vélstjóri kom í stað hans. Hann var skipstjóri á Reyni 1973 til 1981. Þá varð Björgvin verkstjóri hjá FIVE, síðan matsmaður í Vinnslustöðinni. Hann varð yfirhafnsögumaður 1987 og gegndi því starfi til 2007.
Þau Þórunn giftu sig 1961, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu að Ármótum við Skólaveg 14, síðar við Strembugötu 24.

I. Kona Björgvins, (í júlí 1961), er Jóna Þórunn Markúsdóttir frá Ármótum, húsfreyja, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 3. mars 1941.
Börn þeirra:
1. Auður Björgvinsdóttir prentsmiður, skrifstofumaður, f. 4. nóvember 1960. Maður hennar Brynjólfur Bragason.
2. Markús Björgvinsson, vélstjóri, f. 4. nóvember 1960. Kona hans Laufey Konný Guðjónsdóttir.
3. Drengur, f. 27. desember 1962, d. 25. mars 1963.
4. Jón Magnús Björgvinsson, húsasmíðameistari, f. 14. febrúar 1966. Barnsmóðir hans Hulda Jónsdóttir.
5. Björgvin Þór Björgvinsson sjómaður, f. 14. nóvember 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Björgvin.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.