„Jóhann Jónsson (forstöðumaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Jóhann Jónsson (Austurvegi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 2. júní 2024 kl. 14:41

Jóhann Jónsson frá Austurvegi 3 fæddist þar 9. desember 1956.
Foreldrar hans voru Jón Guðleifur Ólafsson frá Garðstöðum, vélstjóri, bifreiðastjóri, yfirfiskimatsmaður, f. 20. september 1916, d. 16. febrúar 1985, og kona hans Anna Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja, f. 13. maí 1919, d. 18. desember 2010.

Börn Önnu og Jóns Guðleifs:
1. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, útgerðarmaður, síðar launafulltrúi á Sjúkrahúsinu, f. 6. september 1941 í Laufási.
2. Ólafur Jónsson skrifstofumaður, f. 23. júní 1948 í Laufási.
3. Þorsteinn Jónsson skipasmiður, síðar veitingamaður, f. 19. maí 1951 í Laufási, d. 9. apríl 2010.
4. Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Lifrarsamlagsins, síðar umboðsmaður og forstöðumaður, f. 9. desember 1956 á Austurvegi 3.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var verkstjóri, vann hjá Pökkunarverksmiðjunni, vann hjá Lifrarsamlaginu, keypti það og rak uns það brann, var smiður um skeið, þá umboðsmaður Olís í 5 ár, þá forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar.
Þau Bergljót Birna giftu sig 1979, eignuðust tvö börn. Þau búa á Austurvegi 2.br>

I. Kona Jóhanns, (15. september 1979), er Bergljót Birna Blöndal, húsfreyja, f. 11. júlí 1958 í Hfirði. Foreldrar hennar Björn Lárusson Blöndal, f. 16. apríl 1931, d. 25. desember 1979, og Þórhalla Helga Þórhallsdóttir, f. 12. maí 1933, d. 12. maí 2024.
Börn þeirra:
1. Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir, með próf í spænsku frá Spáni, framhaldsskólakennari í Eyjum, f. 2. maí 1979. Maður hennar Hallgrímur Steinsson.
2. Hildur Jóhannsdóttir, skrifstofumaður, f. 26. júní 1984. Maður hennar Sindri Haraldsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Jóhann og Bergljót.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.