„Hrafn Óskar Oddsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 150px|thumb|''Hrafn Óskar Oddsson. '''Hrafn Óskar Oddsson''' frá Neskaupstað, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 2. nóvember 1945.<br> Foreldrar hans voru Oddur Sigurjónsson skólastjóri, f. 23. júlí 1911, d. 26. mars 1983, og kona hans Magnea Sigríður Bergvinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 26. febrúar 1917, d. 1. október 2001. Börn Magneu og Odds:<br> 1. Rósa Ing...) |
m (Verndaði „Hrafn Óskar Oddsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 11. mars 2024 kl. 10:48
Hrafn Óskar Oddsson frá Neskaupstað, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 2. nóvember 1945.
Foreldrar hans voru Oddur Sigurjónsson skólastjóri, f. 23. júlí 1911, d. 26. mars 1983, og kona hans Magnea Sigríður Bergvinsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 26. febrúar 1917, d. 1. október 2001.
Börn Magneu og Odds:
1. Rósa Ingibjörg Oddsdóttir stöðvarstjóri Póstsins í Kópavogi, f. 10. febrúar 1940. Barnsfaðir Guðmundur Bjarnason. Sambúðarmaður hennar Sigurður Sigvaldason.
2. Jóhann Bergvin Oddsson skipstjóri í Eyjum, f. 22. apríl 1943, d. 22. september 2018. Kona hans María Friðriksdóttir.
3. Guðmundur Magnús Oddsson skólastjóri í Kópavogi. Kona hans Sóley Stefánsdóttir, f. 22. apríl 1943.
4. Hrafn Óskar Oddsson skipstjóri í Eyjum, f. 2. nóvember 1945. Sambúðarkona hans Friðrikka Svavarsdóttir.
5. Svanbjörg Oddsdóttir kennari, f. 5. október 1951. Maður hennar Sævaldur Elíasson.
6. Lea Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, ljósmóðir, f. 27. september 1955. Barnsfaðir hennar Ingi Rúnar Eðvaldsson.
Hrafn lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Rvk 1968.
Hann var sjómaður frá 15 ára aldri , fyrst á Norðfirði á togurum, en lengst á vélbátum, var m.a. stýrimaður á Glófaxa VE 300, var eitt ár skipstjóri á Blátindi VE.
Þau Friðrikka giftu sig 2007, eignuðust eitt barn og Friðrikka átti tvö börn áður. Þau bjuggu á Bessahruni 18 og síðast við Áshamar 19.
Friðrikka lést 2020.
I. Kona Hrafns Óskars, (13, desember 2007), var Friðrikka Svavarsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla og á öldrunarheimili, f. 3. maí 1945, d. 5. október 2020.
Barn þeirra:
1. Lind Hrafnsdóttir húsfreyja, eigandi Leturstofunnar, útgefandi Tígull.is, f. 5. apríl 1982. Maður hennar Jón Örvar van der Linden.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.