„Reynir Guðsteinsson (skólastjóri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(17 millibreytingar ekki sýndar frá 6 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Reynir | [[Mynd:Reynir Guðsteins.jpeg|thumb|250px|Reynir]] | ||
'''Guðbjörn ''Reynir'' Guðsteinsson''' er fæddur 10. maí 1933, sonur [[Guðsteinn Þorbjörnsson|Guðsteins Ingvars Þorbjörnssonar]], f. 6. sept. 1910 og [[Margrét Guðmundsdóttir (Bjarkarlundi)|Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur]], f. 20. júní 1909. . Reynir lauk landsprófi frá Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1953 og Almennu kennara- og söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957, BA prófi í uppeldis- og sálarfræði frá Háskóla Íslands 1983, og prófi í Barna- og unglingaráðgjöf frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1996. Kenndi við Hlíðardalsskóla 1957 til 1958, var skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík 1958 til 1962, skólastjóri Barnaskóla S.D.A í Vestmannaeyjum 1962 til 1966 og skólastjóri [[Barnaskóli Vestmannaeyja|Barnaskólans í Vestmannaeyjum]] frá 1966 til 1979 (Var í námsleyfi 1978-79). Var kennari við Snælandsskóla í Kópavogi frá 1979, yfirkennari við þann skóla 1980 og skólastjóri frá 1984. Reynir átti stóran þátt í að skipuleggja skólastarf barnanna á meginlandinu meðan á eldgosinu stóð 1973 og koma skólastarfinu í samt horf að loknu gosi. Reynir fór á eftirlaun haustið 2000, en vann eftir það til ársins 2012 fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra barna í grunnskólum Kópavogs. | |||
[[ | Reynir var mjög virkur í félagsstarfi í Vestmannaeyjum, í starfi safnaðar [[Aðventsöfnuðurinn|aðventista]], íþróttahreyfingunni, hjá Alþýðuflokkunum og hjá söngfélögum. Hann var formaður [[Knattspyrnufélagið Týr|Knattspyrnufélagsins Týs]], formaður [[Samkór Vestmannaeyja|Samkórs Vestmannaeyja]], formaður stjórnar [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúss Vestmannaeyja]] 1966-1978, var formaður barnaverndarnefndar, bæjarfulltrúi 1970 til 1978 og forseti bæjarstjórnar 1977 til 1978. Hann var einnig formaður undirbúningsnefndar fyrir stofnun Framhaldsskóla í Vestmannaeyjum á sínum tíma, var formaður Stjórnar Verkamannabústaða í Vestmananeyjum eftir gosið 1973, og umboðsmaður Brunabótafélags Íslands í Vestmannaeyjum frá 1973-1978. Eftir að hann flutti til „meginlandsins“ var hann m.a. formaður Kennarafélags KSK (Kópavogs, Seltjarnarsness, Kjósarsýslu) um árabil, sat í stjórn Kennarasambands Íslands 1982 til 1984, var í stjórn Rauðakrossdeildar Kópavogs frá 2000 til 2008 og á sama tíma fulltrúi Rauða kross Íslands í stjórn Fjölsmiðjunnar, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk. | ||
Reynir varð meðlimur í Karlakór Reykjavíkur 1958 þar til hann flutti til Eyja 1962. Tók svo aftur upp þráðinn, þegar hann fluttist til Reykjavíkur 1978. Hann hefur verið í stjórn kórsins, var formaður ritnefndar að sögu Karlakórs Reykjavíkur „Hraustur menn“ sem kom út á 75 ára afmæli kórsins 2001. Hann er einn af heiðursfélögum Karlakórs Reykjavíkur og starfar þar enn. | |||
Ritstörf: Saga Aðventsafnaðarins í Vestmannaeyjum, „Blik“ 1965, „Fimm daga skólavika“ í ritinu Heimili og skóli 1970, „Skóli í skugga eldgoss“ Háskóli Íslands 1983, „Skólaþroski og námsárangur“ BA-ritgerð, Háskóli Íslands 1983, „Stofnbúnaður skóla“, ásamt Guðjóni Ólafssyni, og ýmsar greinar um uppeldis- skóla- og félagsmál. Þýdd eða frumort ljóð við ýmis lög sem birst hafa m.a. í „Söngvasveigur“ og „Sálmar og lofsöngvar“ - Auk þess þýddir textar á geisladiskum með Karlakór Reykjavíkur og í nótnasafni hans. Út hafa komið eftirtaldar nótnabækur, sem Reynir safnaði efni í og tölvusetti: „Sálmar og ættjarðarlög fyrir karlakór“ Útgef. Karlakór Reykjavíkur 1992, „Árni Hólm, tónsmíðar“ útgefin í Bandaríkjunum 2000, „Söngheimar Salómons Heiðar“ útgefin í Bandaríkjunum 2016. | |||
Reynir var kvæntur [[María Júlía Helgadóttir|Maríu Júlíu Helgadóttur]] frá Ísafirði og eru börn þeirra: [[Björk Reynisdóttir (hjúkrunarfræðingur)|María ''Björk'']], f. 28. apríl 1956, [[Helgi Ingvar Reynisson|Helgi Ingvar]], f. 30. des. 1958, [[Guðmundur Víðir Reynisson|Guðmundur Víðir]], f. 24. apríl 1967 og [[Margrét Ósk Reynisdóttir|Margrét Ósk]], f. 9. júní 1972. Þau bjuggu á Illugagötu 71 frá 1965 til goss. Eftir gos bjuggu þau til að byrja með í Barnaskólanum en keyptu síðan Sóleyjargötu 1 og bjuggu þar til ársins 1978 er þau fluttu í Kópavog. Reynir og María skildu 1992. Seinni eiginkona hans frá 1.júní 1998 er Helga Guðmundsdóttir frá Ytri-Njarðvík, fædd 17. apríl 1946. Þau búa í Hafnarfirði. | |||
== Myndir == | |||
<gallery> | |||
Mynd:Sundlaugin009.jpg | |||
Mynd:Sundlaugin010.jpg | |||
Mynd:Blik 1980 202.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 7036.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 16774.jpg | |||
Mynd:Mynd-Mynd-KG-mannamyndir 17708.jpg | |||
</gallery> | |||
{{Heimildir| | |||
* Sigurgeir Jónsson, meginheimildir. | |||
* Gísli Hjartarson, viðtal við Víði Reynisson, tekið í febrúar 2006. Aðgengilegt á [http://www.xtreme.is/fosterinn/?p%3D101%26i%3D7080 www.fosterinn.net] | |||
}} | |||
[[Flokkur:Kennarar]] | [[Flokkur:Kennarar]] | ||
[[Flokkur:Skólastjórar]] | |||
[[Flokkur:Týrarar]] | |||
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]] | |||
[[Flokkur:Íbúar við Illugagötu]] | |||
[[Flokkur:Íbúar við Sóleyjargötu]] |
Núverandi breyting frá og með 30. ágúst 2023 kl. 11:27
Guðbjörn Reynir Guðsteinsson er fæddur 10. maí 1933, sonur Guðsteins Ingvars Þorbjörnssonar, f. 6. sept. 1910 og Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, f. 20. júní 1909. . Reynir lauk landsprófi frá Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1953 og Almennu kennara- og söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957, BA prófi í uppeldis- og sálarfræði frá Háskóla Íslands 1983, og prófi í Barna- og unglingaráðgjöf frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1996. Kenndi við Hlíðardalsskóla 1957 til 1958, var skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík 1958 til 1962, skólastjóri Barnaskóla S.D.A í Vestmannaeyjum 1962 til 1966 og skólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum frá 1966 til 1979 (Var í námsleyfi 1978-79). Var kennari við Snælandsskóla í Kópavogi frá 1979, yfirkennari við þann skóla 1980 og skólastjóri frá 1984. Reynir átti stóran þátt í að skipuleggja skólastarf barnanna á meginlandinu meðan á eldgosinu stóð 1973 og koma skólastarfinu í samt horf að loknu gosi. Reynir fór á eftirlaun haustið 2000, en vann eftir það til ársins 2012 fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra barna í grunnskólum Kópavogs.
Reynir var mjög virkur í félagsstarfi í Vestmannaeyjum, í starfi safnaðar aðventista, íþróttahreyfingunni, hjá Alþýðuflokkunum og hjá söngfélögum. Hann var formaður Knattspyrnufélagsins Týs, formaður Samkórs Vestmannaeyja, formaður stjórnar Sjúkrahúss Vestmannaeyja 1966-1978, var formaður barnaverndarnefndar, bæjarfulltrúi 1970 til 1978 og forseti bæjarstjórnar 1977 til 1978. Hann var einnig formaður undirbúningsnefndar fyrir stofnun Framhaldsskóla í Vestmannaeyjum á sínum tíma, var formaður Stjórnar Verkamannabústaða í Vestmananeyjum eftir gosið 1973, og umboðsmaður Brunabótafélags Íslands í Vestmannaeyjum frá 1973-1978. Eftir að hann flutti til „meginlandsins“ var hann m.a. formaður Kennarafélags KSK (Kópavogs, Seltjarnarsness, Kjósarsýslu) um árabil, sat í stjórn Kennarasambands Íslands 1982 til 1984, var í stjórn Rauðakrossdeildar Kópavogs frá 2000 til 2008 og á sama tíma fulltrúi Rauða kross Íslands í stjórn Fjölsmiðjunnar, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk.
Reynir varð meðlimur í Karlakór Reykjavíkur 1958 þar til hann flutti til Eyja 1962. Tók svo aftur upp þráðinn, þegar hann fluttist til Reykjavíkur 1978. Hann hefur verið í stjórn kórsins, var formaður ritnefndar að sögu Karlakórs Reykjavíkur „Hraustur menn“ sem kom út á 75 ára afmæli kórsins 2001. Hann er einn af heiðursfélögum Karlakórs Reykjavíkur og starfar þar enn.
Ritstörf: Saga Aðventsafnaðarins í Vestmannaeyjum, „Blik“ 1965, „Fimm daga skólavika“ í ritinu Heimili og skóli 1970, „Skóli í skugga eldgoss“ Háskóli Íslands 1983, „Skólaþroski og námsárangur“ BA-ritgerð, Háskóli Íslands 1983, „Stofnbúnaður skóla“, ásamt Guðjóni Ólafssyni, og ýmsar greinar um uppeldis- skóla- og félagsmál. Þýdd eða frumort ljóð við ýmis lög sem birst hafa m.a. í „Söngvasveigur“ og „Sálmar og lofsöngvar“ - Auk þess þýddir textar á geisladiskum með Karlakór Reykjavíkur og í nótnasafni hans. Út hafa komið eftirtaldar nótnabækur, sem Reynir safnaði efni í og tölvusetti: „Sálmar og ættjarðarlög fyrir karlakór“ Útgef. Karlakór Reykjavíkur 1992, „Árni Hólm, tónsmíðar“ útgefin í Bandaríkjunum 2000, „Söngheimar Salómons Heiðar“ útgefin í Bandaríkjunum 2016.
Reynir var kvæntur Maríu Júlíu Helgadóttur frá Ísafirði og eru börn þeirra: María Björk, f. 28. apríl 1956, Helgi Ingvar, f. 30. des. 1958, Guðmundur Víðir, f. 24. apríl 1967 og Margrét Ósk, f. 9. júní 1972. Þau bjuggu á Illugagötu 71 frá 1965 til goss. Eftir gos bjuggu þau til að byrja með í Barnaskólanum en keyptu síðan Sóleyjargötu 1 og bjuggu þar til ársins 1978 er þau fluttu í Kópavog. Reynir og María skildu 1992. Seinni eiginkona hans frá 1.júní 1998 er Helga Guðmundsdóttir frá Ytri-Njarðvík, fædd 17. apríl 1946. Þau búa í Hafnarfirði.
Myndir
Heimildir
- Sigurgeir Jónsson, meginheimildir.
- Gísli Hjartarson, viðtal við Víði Reynisson, tekið í febrúar 2006. Aðgengilegt á www.fosterinn.net