Björk Reynisdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
María Björk Reynisdóttir.

María Björk Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 28. apríl 1956.
Foreldrar hennar Reynir Guðsteinsson skólastjóri, f. 10. maí 1933, og kona hans María Júlía Helgadóttir húsfreyja, starfsmaður Kópavogshælis, f. 25. júní 1935.

Börn Maríu Júlíu og Reynis:
1. María Björk Reynisdóttir, f. 28. apríl 1956.
2. Helgi Ingvar Reynisson, f. 30. desember 1958.
3. Guðmundur Víðir Reynisson, f. 24. apríl 1967.
4. Margrét Ósk Reynisdóttir, f. 9. júní 1972.

Björk var með foreldrum sínum.
Hún lauk 6. bekk 1976, hjúkrunarprófum í H.S.Í. í september 1979.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Hultafors, heilsuhæli í Svíþjóð sumarið 1980, hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi veturna 1980 og 1981, hjúkrunarfræðingur í 4 mánuði í Hultafors 1981, á Sjúkrahúsi Akraness ágúst 1981 til mars 1982, Kristneshæli mars til júlí 1982, Heilsuhæli N.L.F.Í. í Hveragerði júní 1984 til apríl 1985, í Kumbaravogi apríl 1985 til júní 1986. Hún var hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð, dvalarheimili aldraðra að Reykhólum í Barð. frá mars 1988. (Þannig 1989).
Þau Ólafur giftu sig 1983, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Maríu Bjarkar, (12. júní 1983), er Ólafur Vestmann Þóroddsson frá Bekansstöðum í Skilmannahreppi, Borg, garðyrkjumaður, f. 7. september 1954. Foreldrar hans Þóroddur Oddgeirsson sjómaður, bóndi, hreppstjóri, f. 5. október 1908, d. 4. apríl 1968, og kona hans Valgerður Einarsdóttir Vestmann húsfreyja, f. 4. nóvember 1916 á Gimli í Kanada, d. 1. apríl 2009.
Börn þeirra:
1. Ingvi Hrafns Ólafsson, f. 4. apríl 1984.
2. Anna María Ólafsdóttir, f. 29. september 1985.
3. Helga Rut Ólafsdóttir, f. 15. september 1988.
4. Sandra Björk Ólafsdóttir, f. 16. maí 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 8. apríl 2009. Minning Valgerðar Vestmann.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.