„Gísli Gíslason (Héðinshöfða)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 12: Lína 12:
Kona Gísla, (1972), var [[Ásdís Guðmundsdóttir (Héðinshöfða)|Ásdís Guðmundsdóttir]] húsfreyja, f. 10. ágúst 1913, d. 9. október 1995.<br>
Kona Gísla, (1972), var [[Ásdís Guðmundsdóttir (Héðinshöfða)|Ásdís Guðmundsdóttir]] húsfreyja, f. 10. ágúst 1913, d. 9. október 1995.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Unnur Gísladóttir (Héðinshöfða)|Unnur Gísladóttir]] húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík, f. 10. ágúst 1934 í Reykjavík.<br>
1. [[Unnur Gísladóttir (Héðinshöfða)|Unnur Gísladóttir]] húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík, f. 10. ágúst 1934 í Reykjavík. Maður hennar Haukur Berg Bervinsson.<br>
2. [[Haukur Gíslason (Héðinshöfða)|Haukur Gíslason]] vélstjóri í Eyjum, f. 29. október 1935 á Stóru-Heiði, d. 2. mars 1980.<br>   
2. [[Haukur Gíslason (Héðinshöfða)|Haukur Gíslason]] vélstjóri í Eyjum, f. 29. október 1935 á Stóru-Heiði, d. 2. mars 1980.<br>   
3. [[Garðar Gíslason (Héðinshöfða)|Garðar Gíslason]] skósmiður í Kópavogi, f. 3. mars 1937 á Stóru-Heiði.<br>
3. [[Garðar Gíslason (Héðinshöfða)|Garðar Gíslason]] skósmiður í Kópavogi, f. 3. mars 1937 á Stóru-Heiði.<br>

Núverandi breyting frá og með 18. júní 2023 kl. 17:52

Gísli Gíslason.

Gísli Gíslason skipasmiður í Héðinshöfða fæddist 13. nóvember 1902 í Stekkum í Flóa og lést 24. desember 1972.
Foreldrar hans voru Gísli Ólafsson bóndi, f. 12. júní 1855, d. 24. nóvember 1926, og kona hans Sigríður Filippusdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1865, d. 15. ágúst 1956.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku. Hann var vinnumaður í Eyðisandvík í Flóa 1920, sjómaður í Reykjavík 1930.
Hann var vinnumaður á Stekkum, er Ásdís réðst þangað vinnukona.
Ásdís eignaðist Unni í Reykjavík 1934 og þau Gísli voru komin á Stóru-Heiði 1935 og voru þar enn 1939, í Birtingarholti 1940.
Þau bjuggu í Héðinshöfða 1941 og síðan.
Gísli lést þar 1972. Ásdís fluttist í Hafnarfjörð við Gos, en sneri til Eyja ári síðar. Hún lést í Héðinshöfða 1995.

Kona Gísla, (1972), var Ásdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1913, d. 9. október 1995.
Börn þeirra:
1. Unnur Gísladóttir húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík, f. 10. ágúst 1934 í Reykjavík. Maður hennar Haukur Berg Bervinsson.
2. Haukur Gíslason vélstjóri í Eyjum, f. 29. október 1935 á Stóru-Heiði, d. 2. mars 1980.
3. Garðar Gíslason skósmiður í Kópavogi, f. 3. mars 1937 á Stóru-Heiði.
4. Guðrún Gísladóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1938 á Stóru-Heiði.
5. Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1938 á Stóru-Heiði.
6. Gísli Gíslason bóndi á Geldingalæk á Rangárvöllum, f. 15. mars 1940 í Birtingarholti.
7. Þóra Gísladóttir, f. 6. ágúst 1941 í Héðinshöfða, d. 1. mars 1944.
8. Guðmundur Gíslason sjómaður, f. 2. nóvember 1942 í Héðinshöfða, d. 5. nóvember 1968.
9. Halldóra Gísladóttir, f. 27. júlí 1944 í Héðinshöfða, hrapaði til bana úr Hánni 17. maí 1954.
10. Sigurlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1946 í Héðinshöfða, d. 9. nóvember 2022.
11. Stefán Gíslason, f. 21. október 1948 í Héðinshöfða, d. af slysförum 22. apríl 1966.
12. Ólafur Gíslason verkstjóri, f. 12. nóvember 1949 í Héðinshöfða.
13. Kristrún Gísladóttir húsfreyja, f. 2. mars 1952 í Héðinshöfða, d. 6. júlí 2020.
14. Halldóra Gísladóttir húsfreyja, kennari, f. 30. september 1955 í Héðinshöfða.
15. Þóra Gísladóttir húsfreyja, f. 5. mars 1957 í Héðinshöfða. í Héðinshöfða.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.