„Þorsteinn Jónsson (Laufási)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 8: Lína 8:
'''Þorsteinn Jónsson''' fæddist í Gularáshjáleigu í Austur Landeyjum 14. október 1880 og lést 25. mars 1965. Hann var sonur Jóns Einarssonar og Þórunnar Þorsteinsdóttur. Þau fluttu til Vestmannaeyja árið 1883. Þorsteinn átti bróður, [[Ísleifur Jónsson|Ísleif Jónsson]] að nafni, sem dó í [[Vilborgarstaðir#Suðurlandsskjálftinn 1896|suðurlandsskjálftanum 1896]] þar sem hann var í fýlatekju í Dufþekju.
'''Þorsteinn Jónsson''' fæddist í Gularáshjáleigu í Austur Landeyjum 14. október 1880 og lést 25. mars 1965. Hann var sonur Jóns Einarssonar og Þórunnar Þorsteinsdóttur. Þau fluttu til Vestmannaeyja árið 1883. Þorsteinn átti bróður, [[Ísleifur Jónsson|Ísleif Jónsson]] að nafni, sem dó í [[Vilborgarstaðir#Suðurlandsskjálftinn 1896|suðurlandsskjálftanum 1896]] þar sem hann var í fýlatekju í Dufþekju.


Þorsteinn var kvæntur [[Elínborg Gísladóttir|Elínborgu Gísladóttur]] og eignuðust þau 13 börn. Þau voru [[Þórhildur Þorsteinsdóttir|Þórhildur]] f. 1903, látin, [[Unnur Þorsteinsdóttir|Unnur]], f. 1904, látin, [[Gísli Þorsteinsson|Gísli]], f. 1906, látinn, [[Ásta Þorsteinsdóttir|Ásta]], f. 1908, látin, [[Jón Þorsteinsson (Laufási)|Jón]], f. 1910, látinn, [[Fjóla Þorsteinsdóttir|Fjóla]], f. 1912, [[Ebba Þorsteinsdóttir|Ebba]], f. 1916, látin, [[Anna Þorsteinsdóttir|Anna]], f. 1919, [[Bera Þorsteinsdóttir|Bera]], f. 1921, [[Jón Þorsteinsson (Laufási)|Jón]], f. 1923, [[Dagný Þorsteinsdóttir|Dagný]], f. 1926, [[Ebba Þorsteinsdóttir|Ebba]], f. 1927, látin og [[Ástþór Jónsson|Ástþór]], f. 1936, sonur Unnar, ólst upp hjá þeim.
Þorsteinn var kvæntur [[Elínborg Gísladóttir|Elínborgu Gísladóttur]] og eignuðust þau 13 börn. Þau voru [[Þórhildur Þorsteinsdóttir|Þórhildur]] f. 1903, látin, [[Unnur Þorsteinsdóttir (Bræðratungu)|Unnur]], f. 1904, látin, [[Gísli Þorsteinsson (Laufási)|Gísli]], f. 1906, látinn, [[Ásta Þorsteinsdóttir (Laufási)|Ásta]], f. 1908, látin, Jón, f. 1910, látinn, [[Fjóla Þorsteinsdóttir (Laufási)|Fjóla]], f. 1912, Ebba Þorsteinsdóttir, f. 1916, d. 1927, [[Anna Þorsteinsdóttir (Laufási)|Anna]], f. 1919, [[Bera Þorsteinsdóttir (Laufási)|Bera]], f. 1921, [[Jón Þorsteinsson (Laufási)|Jón]], f. 1923, [[Dagný Þorsteinsdóttir (Laufási)|Dagný]], f. 1926, [[Ebba Þorsteinsdóttir (Laufási)|Ebba]], f. 1927, látin og [[Ástþór Runólfsson (Laufási)|Ástþór]], f. 1936, sonur Unnar, ólst upp hjá þeim.
 
== Sjómaður ==  
== Sjómaður ==  
Þorsteinn hóf sjómennskuferil sinn um fermingu á opnu skipi með [[Hannes lóðs|Hannesi lóðs]] á [[Miðhús]]um. Hann varð svo formaður á teinæringnum [[Ísak, áraskip|Ísak]] árið 1900 og var með hann til ársins 1905.  
Þorsteinn hóf sjómennskuferil sinn um fermingu á opnu skipi með [[Hannes lóðs|Hannesi lóðs]] á [[Miðhús]]um. Hann varð svo formaður á teinæringnum [[Ísak, áraskip|Ísak]] árið 1900 og var með hann til ársins 1905.  

Núverandi breyting frá og með 17. apríl 2023 kl. 13:26

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Þorsteinn Jónsson


Þorsteinn Jónsson
Elínborg Gísladóttir og Þorsteinn Jónsson.
Börn Þorsteins: Ebba, Bera, Jón, Anna og Dagný

Þorsteinn Jónsson fæddist í Gularáshjáleigu í Austur Landeyjum 14. október 1880 og lést 25. mars 1965. Hann var sonur Jóns Einarssonar og Þórunnar Þorsteinsdóttur. Þau fluttu til Vestmannaeyja árið 1883. Þorsteinn átti bróður, Ísleif Jónsson að nafni, sem dó í suðurlandsskjálftanum 1896 þar sem hann var í fýlatekju í Dufþekju.

Þorsteinn var kvæntur Elínborgu Gísladóttur og eignuðust þau 13 börn. Þau voru Þórhildur f. 1903, látin, Unnur, f. 1904, látin, Gísli, f. 1906, látinn, Ásta, f. 1908, látin, Jón, f. 1910, látinn, Fjóla, f. 1912, Ebba Þorsteinsdóttir, f. 1916, d. 1927, Anna, f. 1919, Bera, f. 1921, Jón, f. 1923, Dagný, f. 1926, Ebba, f. 1927, látin og Ástþór, f. 1936, sonur Unnar, ólst upp hjá þeim.

Sjómaður

Þorsteinn hóf sjómennskuferil sinn um fermingu á opnu skipi með Hannesi lóðs á Miðhúsum. Hann varð svo formaður á teinæringnum Ísak árið 1900 og var með hann til ársins 1905.

Hann var ásamt öðrum fyrstur manna til þess að kaupa vélbát til Vestmannaeyja og markaði á þann hátt upphaf vélbátaaldar í Vestmannaeyjum. Báturinn sem Þorsteinn og félagar keyptu var nefndur Unnur og var Þorsteinn formaður. Hann eignaðist síðar tvo aðra báta með sama nafni og var formaður með þá til ársins 1948 og hafði þá verið formaður í samtals 48 ár.

Framfarasinni

Þorsteinn var mjög framfarasinnaður í útgerðarmálum og var meðal annars sá fyrsti til að gera tilraunir með veiðar í þorskanet. Hann var gerður að heiðursborgara Vestmannaeyjabæjar er hann varð sjötugur þann 14. október 1950.

Þorsteinn hafði mikinn áhuga á ritstörfum og eftir hann standa rit og greinar. Hann skrifaði tvær bækur; ævisögu sína, Formannsævi í Eyjum og einnig Aldahvörf í Eyjum sem er greinargóð lýsing á aldarfari í Eyjum í kjölfar upphafs vélbátaútgerðar.

Þorsteinn lést 84 ára gamall.

Myndir