„Hannes Helgason (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Magnea Andresdottir og Hannes Helgason.jpg|thumb|300px|''Magnea Kristbjörg Andrésdóttir og Hannes Helgason.]] | |||
'''Hannes Helgason''' frá [[Vesturhús]]um, vélstjóri, póstur, fæddist þar 13 mars 1941.<br> | '''Hannes Helgason''' frá [[Vesturhús]]um, vélstjóri, póstur, fæddist þar 13 mars 1941.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Helgi Benónýsson (Vesturhúsum)|Helgi Björgvin Benónýsson]] frá Háafelli í Skorradal, bóndi, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1900 í Bakkakoti í Skorradal, Borg., d. 19. ágúst 1985, og kona hans [[Nanna Magnúsdóttir (Vesturhúsum)|Nanna Magnúsdóttir]] frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 12. september 1905, d. 9. september 1975. | Foreldrar hans voru [[Helgi Benónýsson (Vesturhúsum)|Helgi Björgvin Benónýsson]] frá Háafelli í Skorradal, bóndi, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1900 í Bakkakoti í Skorradal, Borg., d. 19. ágúst 1985, og kona hans [[Nanna Magnúsdóttir (Vesturhúsum)|Nanna Magnúsdóttir]] frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 12. september 1905, d. 9. september 1975. |
Núverandi breyting frá og með 29. desember 2022 kl. 14:23
Hannes Helgason frá Vesturhúsum, vélstjóri, póstur, fæddist þar 13 mars 1941.
Foreldrar hans voru Helgi Björgvin Benónýsson frá Háafelli í Skorradal, bóndi, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1900 í Bakkakoti í Skorradal, Borg., d. 19. ágúst 1985, og kona hans Nanna Magnúsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 12. september 1905, d. 9. september 1975.
Börn Nönnu og Helga:
1. Jórunn Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1929 á Vesturhúsum.
2. Magnús Helgason, f. 10. desember 1930 á Vesturhúsum, d. 30. janúar 1931.
3. Magnús Eggert Helgason skipstjóri, málari í Reykjavík, f. 29. desember 1932 á Vesturhúsum.
4. Jóhannes Þorsteinn Helgason fiskimatsmaður, efnisvörður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1934 á Vesturhúsum.
5. Guðmunda Rósa Helgadóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 21. mars 1936 á Vesturhúsum.
6. Drengur, f. 22. janúar 1938 á Vesturhúsum, d. 25. janúar 1938.
7. Hannes Helgason vélstjóri, póstmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1941 á Vesturhúsum.
Hannes var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1958, lauk vélstjóraprófi í Eyjum.
Hannes vann í Fiskiðjunni, var háseti og vélstjóri á nokkrum bátum í Eyjum, var háseti á Hafdísi Ís 75, en þann bát gerði Helgi faðir hans út og var Magnús bróðir Hannesar skipstjóri þar. Þá var Hannes á Baldri, Ófeigi og Reyni.
Í Reykjavík gerðist Hannes póstur og vann við það í 30 ár.
Þau Magnea giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum í byrjun, en fluttu til Reykjavíkur 1962. Þau hafa búið m.a. í Skipasundi, á Hrísateig, í Efstasundi, á Írabakka, og í Rjúpufelli í 26 ár. Þau búa nú í Mörkinni við Suðurlandsbraut.
I. Kona Hannesar, (15. júní 1963), er Magnea Kristbjörg Andrésdóttir húsfreyja, póstur, f. 21. maí 1944 í Ásnesi.
Börn þeirra:
1. Andrés Reynir Hannesson starfsmaður Coca Cola, f. 19. febrúar 1962. Sambýliskona hans Hugrún Þórisdóttir.
2. Margrét Guðný Hannesdóttir póstur, læknaritari, f. 14. nóvember 1964. Maður hennar var Axel Emil Gunnlaugsson, látinn.
3. Helgi Hannesson þjónn, nuddari, f. 26. apríl 1974, d. 24. apríl 2011. Kona hans Ása Dröfn Björnsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnea og Hannes.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.