Magnea Kristbjörg Andrésdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnea Kristbjörg Andrésdóttir og Hannes Helgason.

Magnea Kristbjörg Andrésdóttir frá Hrísnesi, húsfreyja, póstur fæddist 21. maí 1944 í Ásnesi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Andrés Guðmundsson sjómaður, bifreiðastjóri, afgreiðslumaður frá Hrísnesi, f. 6. nóvember 1915, d. 1. janúar 1994, og kona hans Hjálmrún Guðnadóttir frá Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 12. október 1920, d. 7. maí 2000.

Börn Hjálmrúnar og Andrésar:
1. Magnea Kristbjörg Andrésdóttir húsfreyja, póstur, f. 21. maí 1944 í Ásnesi. Maður hennar Hannes Helgason.
2. Guðmunda Andrésdóttir húsfreyja, starfsmaður í brauðgerð, f. 26. desember 1945 í Ásnesi, d. 23. febrúar 2018. Maður hennar Guðmundur Konráðsson.
3. Guðjón Rúnar Andrésson bifreiðastjóri, f. 10. maí 1953 í Hrísnesi. Fyrrum kona hans Margrét Björgólfsdóttir. Kona hans Halldóra Sumarliðadóttir.

Magnea var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar þurfti að dvelja á Vífilsstöðum um skeið.
Hún vann við fiskiðnað í Eyjum og á Kirkjusandi í Reykjavík.
Magnea var síðan póstberi í Reykjavík í 30 ár.
Þau Hannes giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum í byrjun, en fluttu til Reykjavíkur 1962. Þau hafa búið m.a. í Skipasundi, á Hrísateig, í Efstasundi, á Írabakka, og í Rjúpufelli í 26 ár. Þau búa nú í Mörkinni við Suðurlandsbraut.

I. Maður Magneu Kristbjargar, (15. júní 1963), er Hannes Helgason frá Vesturhúsum, vélstjóri, póstur, f. þar 13 mars 1941.
Börn þeirra:
1. Andrés Reynir Hannesson starfsmaður Coca Cola, f. 19. febrúar 1962. Sambýliskona hans Hugrún Þórisdóttir.
2. Margrét Guðný Hannesdóttir póstur, læknaritari, f. 14. nóvember 1964. Maður hennar var Axel Emil Gunnlaugsson, látinn.
3. Helgi Hannesson þjónn, nuddari, f. 26. apríl 1974, d. 24. apríl 2011. Kona hans Ása Dröfn Björnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.