„Hjörtrós Alda Reimarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hjörtrós Alda Reimarsdóttir (Rósa)''' frá Heiðartúni, húsfreyja fæddist 8. september 1929 og lést 25. desember 1996.<br> Foreldrar hennar voru Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í A.-Landeyjum, pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 6. júní 1955, og kona hans Anna Magnea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík, húsfreyja, f. 5. febrúar 1887, d. 8. febrúar 1964. Börn Önnu:<br> 1. Guð...)
 
m (Verndaði „Hjörtrós Alda Reimarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 21. nóvember 2022 kl. 19:26

Hjörtrós Alda Reimarsdóttir (Rósa) frá Heiðartúni, húsfreyja fæddist 8. september 1929 og lést 25. desember 1996.
Foreldrar hennar voru Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í A.-Landeyjum, pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 6. júní 1955, og kona hans Anna Magnea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík, húsfreyja, f. 5. febrúar 1887, d. 8. febrúar 1964.

Börn Önnu:
1. Guðmundur Kristinsson, f. 15. janúar 1905, d. 19. febrúar 1973.
2. Ragnar Einar Einarsson verkamaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1907, d. 6. september 1987. Kona hans Gunnhildur Pálsdóttir.
Börn Önnu og Reimars:
3. Ólafía Þuríður Reimarsdóttir, bjó á Selfossi, f. 18. janúar 1910 í Nýja-Kastala í Stokkseyrarsókn, d. 4. janúar 1997.
4. Þórunn Gyðríður Reimarsdóttir, f. 24. júlí 1912 í Sandprýði, d. 2. janúar 1977. Maður hennar Marteinn Olsen.
5. Hjörtrós Reimarsdóttir, f. 20. október 1916 á Seljalandi, d. 14. apríl 1917.
6. Lúðvík Reimarsson verkamaður, f. 31. ágúst 1920 á Seljalandi, d. 22. janúar 2003. Kona hans Kristín Helga Sveinsdóttir.
7. Sigurður Reimarsson verkamaður, Brennukóngur, f. 2. júní 1928, d. 27. júní 2016.
8. Hjörtrós Alda Reimarsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1929, d. 25. desember 1986. Maður hennar Bergur Sigurpálsson.

Hjörtrós var með foreldrum sínum í æsku, en flutti til Reykjavíkur 1948.
Þau Bergur giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Hjörtrós Alda lést 1986 og Bergur 2011.

I. Maður Hjörtrósar Öldu, (31. desember 1958), var Bergur Sigurpálsson frá Ósi í Breiðdal, múrari, f. 1. júlí 1922, d. 19. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Sigurpáll Þorsteinsson bóndi, söðlasmiður á Ósi, síðan á Hóli, en síðast starfsmaður lyfjaverslunar í Reykjavík, f. 14. nóvember 1893 á Flögu í Breiðdal, d. 29. október 1982 í Reykjavík, og kona hans Rósa Jónsdóttir frá Eyjum í Breiðdal, húsfreyja, f. þar 15. ágúst 1888, d. 26. mars 1978 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Bjarni Reynir Bergsson í Reykjavík, f. 28. júní 1956.
2. Sigurpáll Bergsson húsasmiður í Garðabæ, f. 19. febrúar 1958. Kona hans Hjördís Harðardóttir.
3. Bergur Bergsson tæknifræðingur í Reykjavík, f. 19. september 1961. Sambúðarkona Sigrún Ólafsdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. janúar 1997. Minning.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.