Anna Einarsdóttir (Heiðartúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Magnea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík, húsfreyja fæddist 5. febrúar 1887 og lést 8. febrúar 1964.
Foreldrar hennar voru Einar Guðnason, f. 19. febrúar 1857, d. 30. nóvember 1886, og Ragnheiður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. september 1855, d. 12. maí 1930.

Anna fæddist efrtir lát föður síns. Hún var með móður sinni í Brennu í Reykjavíkursókn 1890, á Bergstaðastræti 12 1901, var hjú í Nýja-Kastala í Stokkseyrarsókn 1910.
Þau Reimar fluttu til Eyja 1912.
Hún eignaðist barn með Kristni Þórmundi Guðmundssyni 1905 og Einari Einarssyni 1907.
Þau Reimar giftu sig 1914, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Seljalandi við Hásteinsveg 10, í Fagranesi við Hásteinsveg 34 (Reimarshús) og í Heiðartúni.
Reimar lést 1955 og Anna 1964.

I. Barnsfaðir Önnu var Kristinn Þórmundur Guðmundsson, f. 28. mars 1882, d. 18. júlí 1915.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Kristinsson, f. 15. janúar 1905 í Brennu, d. 19. febrúar 1973.

II. Barnsfaðir Önnu var Einar Einarsson prentari, stýrimaður í Reykjavík, f. 5. júlí 1883, d. 28. október 1907, drukknaði.
Barn þeirra:
2. Ragnar Einar Einarsson verkamaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1907, d. 6. september 1987.

III. Maður Önnu var Reimar Hjartarson pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 6. júní 1955.
Börn þeirra:
3. Ólafía Þuríður Reimarsdóttir, bjó á Selfossi, f. 18. janúar 1910 í Nýja-Kastala í Stokkseyrarsókn, d. 4. janúar 1997.
4. Þórunn Gyðríður Reimarsdóttir, f. 24. júlí 1912 í Sandprýði, d. 2. janúar 1977.
5. Hjörtrós Reimarsdóttir, f. 20. október 1916 á Seljalandi, d. 14. apríl 1917.
6. Lúðvík Reimarsson verkamaður, f. 31. ágúst 1920 á Seljalandi, d. 22. janúar 2003.
7. Sigurður Reimarsson verkamaður, Brennukóngur, f. 2. júní 1928, d. 27. júní 2016.
8. Hjörtrós Alda Reimarsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1929, d. 25. desember 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.