„Ólafur Erlendsson (Giljum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ólafur Erlendsson (Giljum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 25: Lína 25:
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Sjómenn]]
[[Flokkur: Sjómenn]]
[[Flokkur: Kyndarar til sjós]]
[[Flokkur: Kyndarar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Vegbergi]]
[[Flokkur: Íbúar á Vegbergi]]
[[Flokkur: Íbúar við Skólaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Skólaveg]]

Núverandi breyting frá og með 6. október 2022 kl. 11:18

Ólafur Erlendsson frá Giljum í Hvolhreppi, Rang., kyndari háseti fæddist 25. mars 1897 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og drukknaði 8. febrúar 1925.
Foreldrar hans voru Erlendur Jónsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, trésmiður, f. 10. mars 1865, d. 9. október 1917, og kona hans Jóhanna Einarsdóttir frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 7. mars 1879, d. 26. mars 1959.

Börn Jóhönnu og Erlendar:
1. Ólafur Erlendsson sjómaður, kyndari, háseti, f. 25. mars 1897, fórst í Halaveðrinu 8. febrúar 1925.
2. Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja í Norðurgarði í Mýrdal og í Sælundi í Vík þar, f. 4. júní 1900, d. 6. janúar 1980. Maður hennar Jón Guðmundsson.
3. Haraldur Elías Erlendsson sjómaður, f. 11. janúar 1902, d. 4. nóvember 1958.
4. Jón Erlendsson sjómaður, veitingamaður, f. 16. apríl 1903, d. 30. maí 1980.
5. Erlendur Erlendsson trésmiður, veitingamaður á Röðli, f. 6. september 1906, d. 14. desember 1958.
6. Leifur Kristinn Erlendsson þjónn, f. 12. júlí 1908, d. 20. október 1995. Kona hans Jóhanna Sighvatsdóttir.
7. Þuríður Einarbjörg Erlendsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 8. febrúar 1914, d. 13. september 1983. Maður hennar Börge, danskrar ættar.
8. Einar Sigurður Erlendsson leigubifreiðastjóri, síðast í Hafnarfirði, f. 22. október 1915, d. 26. október 1995. Kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
9. Erlendur Jónsson Erlendsson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 5. október 1917, d. 4. júní 1996. Kona hans Sigríður Hannesdóttir.

Ólafur var með foreldrum sínum, á Arngeirsstöðum og á Giljum. Faðir hans lést 1917 og Jóhanna móðir hans fluttist til Eyja 1918 og hann fylgdi henni.
Hann var með heimili á Vegbergi, en kyndari á e.s. Austra frá Reykjavík 1920. Hann varð háseti á togaranum Field Marshal Robertson og fórst með honum í Halaveðrinu mikla 8. febrúar 1925, ókvæntur.


Heimildir

  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.