„Bergsteinn Theodór Þórarinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|256x256dp|''Bergsteinn Theódór Þórarinsson. '''Bergsteinn Theódór Þórarinsson (Kúti)''' sjómaður fæddist 1. nóvember 1933 í Hólmgarði og lést 12. ágúst 1991.<br> Foreldrar hans voru Þórarinn Magnússon Sigurður Thorlacius Magnússon frá Langa-Hvammi, sjómaður, f. 27. nóvember 1906, fórst í sjó 29. janúar 1940,...)
 
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 8. ágúst 2022 kl. 17:50

Bergsteinn Theódór Þórarinsson.

Bergsteinn Theódór Þórarinsson (Kúti) sjómaður fæddist 1. nóvember 1933 í Hólmgarði og lést 12. ágúst 1991.
Foreldrar hans voru Þórarinn Magnússon Sigurður Thorlacius Magnússon frá Langa-Hvammi, sjómaður, f. 27. nóvember 1906, fórst í sjó 29. janúar 1940, og kona hans Anna Halldórsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 28. október 1906 á Bryggju í Biskupstungum, d. 29. desember 1992.

Systir Bergsteins Theódórs var
1. Guðrún Ársæl Þórarinsdóttir, f. 15. janúar 1932 á Litlu-Grund, d. 15. febrúar 2021.

Bergsteinn Theódór (Kúti) var með foreldrum sínum á Stapa, en faðir hans fórst í sjó, er Kúti var á sjöunda árinu.
Hann var með móður sinni, varð sjómaður.
Bergsteinn Theódór slasaðist illa á togveiðum, missti handlegg. Hann eignaðist trillu undir það síðasta, sem hann nefndi eftir vini sínum, Sævari í Gröf.
Hann var ókvæntur, bjó síðast hjá móður sinni á Kanastöðum við Hásteinsveg 22.
Hann lést 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.