„Már Pálsson (Héðinshöfða)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Már Guðlaugur Pálsson''' frá Héðinshöfða við Hásteinsveg 36 fæddist 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði og lést 8. september 2005.<br> Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Héðinshöfða, f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir (Héðinshöfða)|Þuríðu...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Mar Palsson.jpg|thumb|200px|''Már Guðlaugur Pálsson.]] | |||
'''Már Guðlaugur Pálsson''' frá [[Héðinshöfði|Héðinshöfða við Hásteinsveg 36]] fæddist 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði og lést 8. september 2005.<br> | '''Már Guðlaugur Pálsson''' frá [[Héðinshöfði|Héðinshöfða við Hásteinsveg 36]] fæddist 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði og lést 8. september 2005.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Páll Jóhannes Guðmundsson (Héðinshöfða)|Páll Guðmundsson]] sjómaður, verkamaður í [[Héðinshöfði|Héðinshöfða]], f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans [[Þuríður Guðmundsdóttir (Héðinshöfða)|Þuríður Guðmundsdóttir]] húsfreyja, f. 17. nóvember 1907 í Tjarnarkoti í Flóa, d. 23. ágúst 1988.<br> | Foreldrar hans voru [[Páll Jóhannes Guðmundsson (Héðinshöfða)|Páll Guðmundsson]] sjómaður, verkamaður í [[Héðinshöfði|Héðinshöfða]], f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans [[Þuríður Guðmundsdóttir (Héðinshöfða)|Þuríður Guðmundsdóttir]] húsfreyja, f. 17. nóvember 1907 í Tjarnarkoti í Flóa, d. 23. ágúst 1988.<br> |
Núverandi breyting frá og með 27. maí 2022 kl. 19:43
Már Guðlaugur Pálsson frá Héðinshöfða við Hásteinsveg 36 fæddist 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði og lést 8. september 2005.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Héðinshöfða, f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1907 í Tjarnarkoti í Flóa, d. 23. ágúst 1988.
Börn Páls og Þuríðar hér:
1. Pétur Ólafur Pálsson, f. 3. nóvember 1927 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 6. apríl 2011.
2. Valdís Viktoría Pálsdóttir, f. 14. september 1929 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 3. janúar 2008.
3. Már Guðlaugur Pálsson, f. 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 8. september 2005.
4. Óskírður Pálsson, f. 11. júní 1932 í Fáskrúðsfirði, d. 26. október 1932.
5. Brynja Jónína Pálsdóttir, f. 26. desember 1935 á Þingeyri, d. 19. nóvember 2009.
6. Kristinn Viðar Pálsson, f. 4. nóvember 1938 á Þingeyri.
7. Einar Sævar Pálsson, f. 17. október 1941 í Héðinshöfða, d. 6. mars 1989.
8. Guðmundur Pálsson, f. 3. janúar 1943 í Héðinshöfða.
9. Snjólaug Pálsdóttir, f. 15. mars 1944 í Héðinshöfða.
10. Jóhanna Pálsdóttir, f. 5. mars 1946 í Héðinshöfða, d. 9. febrúar 2020.
Már var með foreldrum sínum.
Hann sótti námskeið í vélstjórn á vegum Vélskóla Íslands og stundaði sjómennsku.
Hann var sjómaður frá 17 ára aldri, var aðstoðarmatsveinn á ms. Helgafelli, síðar var hann háseti á Suðurey.
Már fór í útgerð með Hlöðveri Helgasyni frá Hamri við Skólaveg 33 og gerðu út Vin VE, en síðar var hann á Voninni, Sindra, Maggý, Kára, Andvara, Sæbjörgu VE, og Hringveri VE. Hann flutti sig yfir á Engey RE og síðar á Akurey RE, þá á Kóp.
Már og bræður hans, Einar og Guðmundur, og Henrý mágur þeirra gerðu út Draupni VE 551. Bræðurnir keyptu síðan bát frá Stykkishólmi og nefndu Draupni VE 550 og seldu hann 1990.
Þeir Guðmundur gerðu síðar út plastbát í nokkur ár og nefndu enn Draupni.
Árið 1988 voru Má veitt heiðursverðlaun fyrir störf sín í þágu sjávarútvegsins.
Már var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslensk skip. Jón Björnsson. Iðunn 1990.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 17. september 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.