„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>MINNING LÁTINNA</big></big><br> '''Einar J. Gíslason'''<br> '''F. 31. janúar 1923 - D. 14. maí 1998'''<br> Einar Jóhannes Gíslason var fæddur á Arnarhóli í V...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda)
Lína 1: Lína 1:
<big><big>MINNING LÁTINNA</big></big><br>
<big><big>'''MINNING LÁTINNA'''</big></big><br>
 
[[Mynd:Einar J. Gíslason Sdbl. 1999.jpg|thumb|265x265dp]]


'''Einar J. Gíslason'''<br>
'''Einar J. Gíslason'''<br>
Lína 16: Lína 16:
Með þessum minningarorðum heiðrar Sjómannadagsráð Vestmannaeyja minningu Einars J. Gíslasonar og sendir Sigurlínu og börnum þeirra dýpstu samúðarkveðjur.<br>
Með þessum minningarorðum heiðrar Sjómannadagsráð Vestmannaeyja minningu Einars J. Gíslasonar og sendir Sigurlínu og börnum þeirra dýpstu samúðarkveðjur.<br>
[[Friðrik Ásmundsson]]
[[Friðrik Ásmundsson]]
 
[[Mynd:Einar Sigurjónsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|262x262dp]]


[[Einar Sigurjónsson]]<br>
[[Einar Sigurjónsson]]<br>
Lína 33: Lína 33:
Að leiðarlokum sendi ég fyrir mína hönd og Ísfélagsins eftirlifandi eiginkonu, Hrefnu, og ættingjum Einars innilegar samúðarkveðjur og bið þeim guðs blessunar.<br>
Að leiðarlokum sendi ég fyrir mína hönd og Ísfélagsins eftirlifandi eiginkonu, Hrefnu, og ættingjum Einars innilegar samúðarkveðjur og bið þeim guðs blessunar.<br>
[[Sigurður Einarsson]]
[[Sigurður Einarsson]]
 
[[Mynd:Eyjólfur Pálsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|260x260dp]]


[[Eyjólfur Pálsson]]<br>
[[Eyjólfur Pálsson]]<br>
Lína 51: Lína 51:
Eyjólfur Pálsson var jarðsettur í Eyrarbakkakirkjugarði 6. nóvember 1998.<br>
Eyjólfur Pálsson var jarðsettur í Eyrarbakkakirkjugarði 6. nóvember 1998.<br>
[[Jón Bondó Pálsson]]<br>
[[Jón Bondó Pálsson]]<br>
 
[[Mynd:Sveinn Mathíasson Sdbl. 1999.jpg|thumb|259x259dp]]


[[Sveinn Matthíasson]]<br>
[[Sveinn Matthíasson]]<br>
Lína 67: Lína 67:
Nú þegar ég kveð afa í bili vil ég biðja Guð um að veíta ömmu og öllum þeim sem sakna afa svo sárt, styrk í sorginni.<br>
Nú þegar ég kveð afa í bili vil ég biðja Guð um að veíta ömmu og öllum þeim sem sakna afa svo sárt, styrk í sorginni.<br>
[[Sveinn Matthíasson]]<br>
[[Sveinn Matthíasson]]<br>
 
[[Mynd:Fannar Óskarsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|261x261dp]]


[[Fannar Óskarsson]]<br>
[[Fannar Óskarsson]]<br>
Lína 80: Lína 80:
Ég vil að leiðarlokum senda innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Fannars og bið þeim Guðs blessunar í framtíðinni.<br>
Ég vil að leiðarlokum senda innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Fannars og bið þeim Guðs blessunar í framtíðinni.<br>
[[Sigurður Einarsson]]<br>
[[Sigurður Einarsson]]<br>
 
[[Mynd:Finnbogi Finnbogason Sdbl. 1999.jpg|thumb|260x260dp|Finnbogi Finnbogason Sdbl. 1999]]


[[Finnbogi Finnbogason]]<br>
[[Finnbogi Finnbogason]]<br>
Lína 145: Lína 145:
[[Benedikt Sæmundsson]],<br>
[[Benedikt Sæmundsson]],<br>
''vélstjóri frá Fagrafelli i Vestmannaeyjum, hefur verið búsettur á Akureyri sl. 50 ár.''
''vélstjóri frá Fagrafelli i Vestmannaeyjum, hefur verið búsettur á Akureyri sl. 50 ár.''
 
[[Mynd:Þórarinn Ögmundur Eiríksson Sdbl. 1999.jpg|thumb|260x260dp]]


[[Þórarinn Ögmundur Eiríksson]]<br>
[[Þórarinn Ögmundur Eiríksson]]<br>
Lína 160: Lína 160:
F.h. Hafnarkarla <br>
F.h. Hafnarkarla <br>
[[Björgvin Magnússon]]
[[Björgvin Magnússon]]
 
[[Mynd:Már Lárusson Sdbl. 1999.jpg|thumb|260x260dp]]


[[Már Lárusson]]<br>
[[Már Lárusson]]<br>
Lína 178: Lína 178:
Már Lárusson var jarðsettur í Fossvogskirkjugarði 2. nóvember 1998.<br>
Már Lárusson var jarðsettur í Fossvogskirkjugarði 2. nóvember 1998.<br>
[[Páll Brynjarsson]]<br>
[[Páll Brynjarsson]]<br>
 
[[Mynd:Þórður Þórðarson Sdbl. 1999.jpg|thumb|261x261dp]]


[[Þórður Þórðarson]]<br>
[[Þórður Þórðarson]]<br>
Lína 191: Lína 191:
Við vitum, að þér mun vegna vel í þeirri ferð sem nú er hafin og trúum að þú hafir verið burt kallaður til að taka að þér einhver mikilvæg verkefni, á æðri stöðum en við vitum deili á. Söknuður okkar sem eftir dveljum er sár. Okkur finnst að miklu lengur hefðir þú mátt lifa hér og starfa en Hann sem öllu er ofar veit betur. Við getum aðeins lotið höfði í auðmýkt fyrir vilja hans og ákvörðunum. Að síðustu viljum við þakka þér samfylgdina. Megi algóður Guð vísa þér leiðina, hjálpa þér og styrkja. Blessuð sé minning um góðan dreng og félaga. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur.<br>
Við vitum, að þér mun vegna vel í þeirri ferð sem nú er hafin og trúum að þú hafir verið burt kallaður til að taka að þér einhver mikilvæg verkefni, á æðri stöðum en við vitum deili á. Söknuður okkar sem eftir dveljum er sár. Okkur finnst að miklu lengur hefðir þú mátt lifa hér og starfa en Hann sem öllu er ofar veit betur. Við getum aðeins lotið höfði í auðmýkt fyrir vilja hans og ákvörðunum. Að síðustu viljum við þakka þér samfylgdina. Megi algóður Guð vísa þér leiðina, hjálpa þér og styrkja. Blessuð sé minning um góðan dreng og félaga. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur.<br>
'''Áhöfnin á Antares VE 18'''<br>
'''Áhöfnin á Antares VE 18'''<br>
 
[[Mynd:Páll Jónsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|263x263dp]][


[[Páll Jónsson]]<br>
[[Páll Jónsson]]<br>
'''F. 9. nóvember 1903 - D. 4. janúar 1999'''<br>
'''F. 9. nóvember 1903 - D. 4. janúar 1999'''<br>
Einn kletturinn í mannhafinu er nú fallinn frá, tindur sem bæði var hár og traustur. Hann var eins og íslensk náttúra, stór, ósérhlífinn og harðleikinn. Um ævina þekkti hann ekki til veikinda, en gekk af hreysti, fjallbrattur til allra verka. Páll Jónsson fæddist að Efriholtum undir Vestur Eyjafjöllum, sonur hjónanna Jóns Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur.<br>
Einn kletturinn í mannhafinu er nú fallinn frá, tindur sem bæði var hár og traustur. Hann var eins og íslensk náttúra, stór, ósérhlífinn og harðleikinn. Um ævina þekkti hann ekki til veikinda, en gekk [[Páaf hreysti, fjallbrattur til allra verka. Páll Jónsson fæddist að Efriholtum undir Vestur Eyjafjöllum, sonur hjónanna Jóns Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur.<br>
 
Þegar Páll var tíu ára að aldri [[Páll Jónsson]]<br>
Þegar Páll var tíu ára að aldri flutti fjölskyldan að Ísólfsskála þar sem mótunarárin gripu hann þéttum tökum. Hann var fjórði af þrettán systkinum og eru tvær systur hans á lífi. Fjórtán ára gamall fór hann tvær vertíðir á árabát fyrir austan. Árið 1921 kom hann fyrst til Eyja og var fjórar vertíðir í aðgerð hjá Ólafi Ísleifssyni. Árið 1926 byrjaði Páll að róa á Gissuri hvíta og var þar um borð í 17 vertíðir samfellt með Alexander Gíslasyni frá Landamótum og alls 21 vertíð með Alla.<br>
'''F. 9. nóvember 1903 - D. 4. janúar 1999'''<br>
Einn kletturinn í mannhafinu er nú fallinn frá, tindur sem bæði var hár og traustur. Hann var eins og íslensk náttúra, stór, ósérhlífinn og harðleikinn. Um ævina þekkti hann ekki til veikinda, en gekk Páll af hreysti, fjallbrattur til allra verka. Páll Jónsson fæddist að Efriholtum undir Vestur Eyjafjöllum, sonur hjónanna Jóns Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur.<br>
flutti fjölskyldan að Ísólfsskála þar sem mótunarárin gripu hann þéttum tökum. Hann var fjórði af þrettán systkinum og eru tvær systur hans á lífi. Fjórtán ára gamall fór hann tvær vertíðir á árabát fyrir austan. Árið 1921 kom hann fyrst til Eyja og var fjórar vertíðir í aðgerð hjá Ólafi Ísleifssyni. Árið 1926 byrjaði Páll að róa á Gissuri hvíta og var þar um borð í 17 vertíðir samfellt með Alexander Gíslasyni frá Landamótum og alls 21 vertíð með Alla.<br>
Árið 1948 reri hann á Gísla Johnsen, 1949 á Hilmi, 1950 með Steina á Kirkjulandi og 1952 á Jötni. Sú var síðasta vertíð hans til sjós. Hóf hann síðan störf í Fiskiðjunni og starfaði þar fram yfir áttrætt.
Árið 1948 reri hann á Gísla Johnsen, 1949 á Hilmi, 1950 með Steina á Kirkjulandi og 1952 á Jötni. Sú var síðasta vertíð hans til sjós. Hóf hann síðan störf í Fiskiðjunni og starfaði þar fram yfir áttrætt.
Þann 10. júní 1939 gekk Páll að eiga konu sína Sólveigu Pétursdóttur frá Lambafelli undir Austur-Eyjafjöllum. Árið 1940 fluttu þau hjón til Vestmannaeyja og hófu búskap að Hvítingavegi 3 en fluttu síðar að Vesturvegi 3. Árið 1950 fluttu þau að Hólagötu 12 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Þau eignuðust 2 börn, Steinunni, fædda 1940, gifta Arnfinni Friðrikssyni og eiga þau 2 börn, Sólveigu Þóru og Friðrik Pál. Barnabörn Steinunnar og Arnfinns eru Finnur Freyr, Steinunn Hödd og Lísa María. Sigurjón fæddan 1946, kvæntan Wilaiwan Saithong og eiga þau saman Sólveigu Ýr. Fyrir átti hann Magnús Pál og Jóhann Örn, en hún Kraisorn.<br>
Þann 10. júní 1939 gekk Páll að eiga konu sína Sólveigu Pétursdóttur frá Lambafelli undir Austur-Eyjafjöllum. Árið 1940 fluttu þau hjón til Vestmannaeyja og hófu búskap að Hvítingavegi 3 en fluttu síðar að Vesturvegi 3. Árið 1950 fluttu þau að Hólagötu 12 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Þau eignuðust 2 börn, Steinunni, fædda 1940, gifta Arnfinni Friðrikssyni og eiga þau 2 börn, Sólveigu Þóru og Friðrik Pál. Barnabörn Steinunnar og Arnfinns eru Finnur Freyr, Steinunn Hödd og Lísa María. Sigurjón fæddan 1946, kvæntan Wilaiwan Saithong og eiga þau saman Sólveigu Ýr. Fyrir átti hann Magnús Pál og Jóhann Örn, en hún Kraisorn.<br>
Lína 204: Lína 206:
Blessuð sé minning þín.<br>
Blessuð sé minning þín.<br>
'''Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir'''<br>
'''Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir'''<br>
 
[[Mynd:Markús Jónsson Sdbl 1999.jpg|thumb|261x261dp]]


[[Markús Jónsson]]<br>
[[Markús Jónsson]]<br>
Lína 215: Lína 217:
„Því hvað er það að deyja, annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" - Úr spámanninum<br>
„Því hvað er það að deyja, annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" - Úr spámanninum<br>
[[Björgvin Magnússon]]<br>
[[Björgvin Magnússon]]<br>
 
[[Mynd:Sveinbjörn Guðmundsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|258x258dp]]


[[Sveinbjörn Guðmundsson]]<br>
[[Sveinbjörn Guðmundsson]]<br>
Lína 233: Lína 235:
Seinna er ég fór að vinna á öðrum vinnustað og leiðir okkar skildu sem vinnufélaga, hefði mátt halda að leiðir okkar skildu í víðara samhengi, en svo varð ekki. Alltaf voru þau hjón samstillt um að vera okkur hjónunum og börnum okkar þeir vinir sem þau voru. Þó þau hjón flyttu ekki til Eyja eftir gos hefur sambandið aldrei rofnað þó svo að heimsóknirnar yrðu af skiljanlegum ástæðum strjálli. Ég gæti talið upp margt fleira til heiðurs Bjössa á Gjafar, en hér er mál að linni. Elsku Inga, við hjónin sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir allt sem þið hjónin hafið verið okkur. Bjössi minn, við hér á Smáragötunni söknum þín. Far í Guðs friði vinur.<br>
Seinna er ég fór að vinna á öðrum vinnustað og leiðir okkar skildu sem vinnufélaga, hefði mátt halda að leiðir okkar skildu í víðara samhengi, en svo varð ekki. Alltaf voru þau hjón samstillt um að vera okkur hjónunum og börnum okkar þeir vinir sem þau voru. Þó þau hjón flyttu ekki til Eyja eftir gos hefur sambandið aldrei rofnað þó svo að heimsóknirnar yrðu af skiljanlegum ástæðum strjálli. Ég gæti talið upp margt fleira til heiðurs Bjössa á Gjafar, en hér er mál að linni. Elsku Inga, við hjónin sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir allt sem þið hjónin hafið verið okkur. Bjössi minn, við hér á Smáragötunni söknum þín. Far í Guðs friði vinur.<br>
'''Steingrímur og Guðlaug'''<br>
'''Steingrímur og Guðlaug'''<br>
 
[[Mynd:Björgvin Guðmundsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|259x259dp]]


[[Björgvin Guðmundsson]]<br>
[[Björgvin Guðmundsson]]<br>
Lína 247: Lína 249:
Björgvin var mikið snyrtimenni og höfðingi heim að sækja. Honum var jafnan mjög annt um hag fjölskyldu sinnar. Eftir að hann varð að hætta störfum lagði hann rækt við sjálfan sig með því að iðka sund og með gönguferðum um borgina. Heilsu hans fór skyndilega að hraka á seinasta ári samhliða veikindum eiginkonunnar en hann reyndi eftir bestu getu að annast hana í veikindunum. Var ávallt mjög kært á milli þeirra hjóna og það fékk því mjög á Börgvin er lngibjörg lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október 1998 en hann lá þá sjálfur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Aðeins 5 mánuðum seinna kvaddi Björgvin þetta líf, en hann lést á Landsspítalanum 9. mars 1999 og var jarðsunginn frá Landakirkju 19. mars. Um leið og ég þakka þeim hjónum samfylgdina bið ég góðan Guð að blessa minningu þeirra.<br>
Björgvin var mikið snyrtimenni og höfðingi heim að sækja. Honum var jafnan mjög annt um hag fjölskyldu sinnar. Eftir að hann varð að hætta störfum lagði hann rækt við sjálfan sig með því að iðka sund og með gönguferðum um borgina. Heilsu hans fór skyndilega að hraka á seinasta ári samhliða veikindum eiginkonunnar en hann reyndi eftir bestu getu að annast hana í veikindunum. Var ávallt mjög kært á milli þeirra hjóna og það fékk því mjög á Börgvin er lngibjörg lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október 1998 en hann lá þá sjálfur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Aðeins 5 mánuðum seinna kvaddi Björgvin þetta líf, en hann lést á Landsspítalanum 9. mars 1999 og var jarðsunginn frá Landakirkju 19. mars. Um leið og ég þakka þeim hjónum samfylgdina bið ég góðan Guð að blessa minningu þeirra.<br>
[[Gunnar Stefán Jónsson]]<br>
[[Gunnar Stefán Jónsson]]<br>
 
[[Mynd:Einar Hannesson Sdbl. 1999.jpg|thumb|261x261dp]]


[[Einar Hannesson]]<br>
[[Einar Hannesson]]<br>
Lína 260: Lína 262:
Blessuð sé minning hans.<br>
Blessuð sé minning hans.<br>
'''Hilmar Rós'''.<br>
'''Hilmar Rós'''.<br>
 
[[Mynd:Egon Georg Jensen Sdbl. 1999.jpg|thumb|260x260dp]]


[[Egon Georg Jensen]]<br>
[[Egon Georg Jensen]]<br>
Lína 276: Lína 278:
Ég kveð þig gamli vinur, og sendi börnum þínum og fjölskyldum þeirra dýptustu samúðarkveðjur.<br>
Ég kveð þig gamli vinur, og sendi börnum þínum og fjölskyldum þeirra dýptustu samúðarkveðjur.<br>
[[Sigurður Jónsson]]<br>
[[Sigurður Jónsson]]<br>
 
[[Mynd:Eyþór Þórðarson Sdbl. 1999.jpg|thumb|261x261dp]]


[[Eyþór Þórðarson]]<br>
[[Eyþór Þórðarson]]<br>
Lína 289: Lína 291:
Eyþór lést 16. október sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Að leiðarlokum þakka ég gjöful kynni og fel ástvini hans í Drottins hendur<br>
Eyþór lést 16. október sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Að leiðarlokum þakka ég gjöful kynni og fel ástvini hans í Drottins hendur<br>
'''Jóhann Friðfinnsson'''<br>
'''Jóhann Friðfinnsson'''<br>
 
[[Mynd:Jóhann Frímann Hannesson Sdbl. 1999.jpg|thumb|258x258dp]]


[[Jóhann Frímann Hannesson]]<br>
[[Jóhann Frímann Hannesson]]<br>
Lína 295: Lína 297:
Jóhann Frímann Hannesson var fæddur 18. maí 1924 að Eiríksstöðum í Svarfárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Ungur fluttist hann til Blönduóss með foreldrum sínum þeim Svövu Þorsteinsdóttur og Hannesi Ólafssyni. Þar ólst hann upp við leik og störf. Veturinn 1942-43 var á Kvennaskólanum á Blönduósi ung Vestmannaeyjasnót, Freyja Kristófersdóttir, sem hann felldi hug til og giftu þau sig fyrsta vetrardag 1945. Þau eignuðust þrjú börn Önnu gifta Ragnari Þór Baldvinssyni, Rúnar og Hlyn sem er giftur Karen lngimarsdóttur. Árið 1945 réri hann sína fyrstu vertíð frá Eyjum. Síðan fluttu þau til Blöndóss og bjuggu þar í rúmt ár en vegna atvinnuleysis fluttu þau aftur til Eyja og bjuggu að Brekastíg 26 hjá foreldrum Freyju. Jóhann stundaði sjómennsku óslitið til 1960 á vetrarvertíðum og sumarsíldveiðum. Mörg ár var hann í sjómannadagsráði og var formaður þess um tíma. Upp úr 1960 fluttust þau til Reykjavíkur og hóf hann þá störf hjá Vegagerð Ríkisins þar sem hann vann allt til starfsloka. Undi hann hag sínum vel þar, en alltaf var sjórinn ofarlega í huga hans og ekki leið sú helgi að hann keyrði ekki á bryggjuna og skoðaði lífið þar. Hann lést 19. des. 1977 eftir heilsubrest til margra ára.<br>
Jóhann Frímann Hannesson var fæddur 18. maí 1924 að Eiríksstöðum í Svarfárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Ungur fluttist hann til Blönduóss með foreldrum sínum þeim Svövu Þorsteinsdóttur og Hannesi Ólafssyni. Þar ólst hann upp við leik og störf. Veturinn 1942-43 var á Kvennaskólanum á Blönduósi ung Vestmannaeyjasnót, Freyja Kristófersdóttir, sem hann felldi hug til og giftu þau sig fyrsta vetrardag 1945. Þau eignuðust þrjú börn Önnu gifta Ragnari Þór Baldvinssyni, Rúnar og Hlyn sem er giftur Karen lngimarsdóttur. Árið 1945 réri hann sína fyrstu vertíð frá Eyjum. Síðan fluttu þau til Blöndóss og bjuggu þar í rúmt ár en vegna atvinnuleysis fluttu þau aftur til Eyja og bjuggu að Brekastíg 26 hjá foreldrum Freyju. Jóhann stundaði sjómennsku óslitið til 1960 á vetrarvertíðum og sumarsíldveiðum. Mörg ár var hann í sjómannadagsráði og var formaður þess um tíma. Upp úr 1960 fluttust þau til Reykjavíkur og hóf hann þá störf hjá Vegagerð Ríkisins þar sem hann vann allt til starfsloka. Undi hann hag sínum vel þar, en alltaf var sjórinn ofarlega í huga hans og ekki leið sú helgi að hann keyrði ekki á bryggjuna og skoðaði lífið þar. Hann lést 19. des. 1977 eftir heilsubrest til margra ára.<br>
[[Ragnar Þór Baldvinsson]]<br>
[[Ragnar Þór Baldvinsson]]<br>
 
[[Mynd:Ragnar Jóhannsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|256x256dp]]


[[Ragnar Jóhannsson]]<br>
[[Ragnar Jóhannsson]]<br>
Lína 331: Lína 333:
Ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og kalla þig afa. Takk fyrir allt elsku afi.<br>
Ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og kalla þig afa. Takk fyrir allt elsku afi.<br>
'''Hjördís Kristín og Ármann Ragnar.'''<br>
'''Hjördís Kristín og Ármann Ragnar.'''<br>
 
[[Mynd:Ólafur Tryggvi Finnbogason Sdbl. 1999.jpg|thumb|258x258dp]]


[[Ólafur Tryggvi Finnbogason]]<br>
[[Ólafur Tryggvi Finnbogason]]<br>
Lína 346: Lína 348:
Héðan úr Eyjum eru eiginkonu hans, stjúpbörnum og systkinum sendar dýpstu samúðarkveðjur.<br>
Héðan úr Eyjum eru eiginkonu hans, stjúpbörnum og systkinum sendar dýpstu samúðarkveðjur.<br>
[[Friðrik Ásmundsson]]<br>
[[Friðrik Ásmundsson]]<br>
 
[[Mynd:Ólafur Jónsson Sdbl. 1999.jpg|thumb|265x265dp]]


[[Ólafur Jónsson]]<br>
[[Ólafur Jónsson]]<br>
Lína 369: Lína 371:
Kæra Gréta og Guðmundur, lngunn Hofdís og fjölskyldur. Fyrir hönd gamalla starfsfélaga og fjölskyldu minnar vottum við ykkur innilega samúðar. Við eigum minningu um góðan dreng.<br>
Kæra Gréta og Guðmundur, lngunn Hofdís og fjölskyldur. Fyrir hönd gamalla starfsfélaga og fjölskyldu minnar vottum við ykkur innilega samúðar. Við eigum minningu um góðan dreng.<br>
[[Kristján G. Eggertsson]]<br>
[[Kristján G. Eggertsson]]<br>
 
[[Mynd:Algeng sjón fyrir 50 árum Sdbl. 1999.jpg|miðja|thumb|Algeng sjón fyrir 50 árum. Strákar búnir að stela sér jullu og eru að leggja í 'ann.]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 10. desember 2021 kl. 16:25

MINNING LÁTINNA

Einar J. Gíslason
F. 31. janúar 1923 - D. 14. maí 1998
Einar Jóhannes Gíslason var fæddur á Arnarhóli í Vestmannaeyjum 31. janúar 1923 og hann lést í Reykjavík 14. maí 1998.
Foreldrar hans voru Guðný Einarsdóttir og Gísli Jónsson skipstjóri og útvegsbóndi á Arnarhóli. Systkini hans voru Guðný Svava, Salóme, Óskar Magnús, Hafsteinn Eyberg og Kristín Þyrí. Öll eru þau nú látin nema Guðný Svava.
Fyrri eiginkona Einars var Guðný Sigurmundsdóttir. Hún lést 5. október 1963. Börn þeirra eru: Guðrún Margrét, Guðni og Sigurmundur Gísli. Seinni kona Einars er Sigurlína Jóhannsdóttir og eignuðust þau dótturina Guðnýju.

Strax að loknum barnaskóla hóf Einar störf á Símstöðinni sem sendill. Síðar aflaði hann sér vélstjórnarréttinda og varð vélstjóri í Ísfélaginu í nokkur ár. Hann starfaði á sjónum í 17 ár lengst með bróður sínum Óskari skipstjóra á Gæfunni, sem þeir áttu alllengi saman. Hann var vélskoðunar- og gúmmíbátaskoðunarmaður Siglingamálastofnunar í 17 ár, og jafnframt verkstjóri á grafskipinu Vestmannaey. Forstöðumaður Betelsafnaðarins í Vestmanaeyjum í 22 ár og Fíladelfíu í Reykjavík í 20 ár. Hann tók skírn í Betelsöfnuðinn 26. nóvember 1939.
Á hverjum sjómannadegi frá 1957 til 1993 í 37 skipti flutti Einar minninganæðu við minnismerkið á lóð Landakirkju um drukknaða, hrapaða og þá sem farist hafa í flugslysum frá sjómannadegi til sjómannadags.

Í hugum margra er þetta minnisverðasta stund sjómannadagsins. Starf hans sem sjómanns og forstöðumanns trúarsafnaða, ásamt bjargfastri trú á fagnaðarerindið, auðveldaði honum að ná til áheyrenda á helgri stund. Þar var sjómannsstarfið í föstum tengslum við boðskap Biblíunnar. Að fróðra manna sögn var þekking Einars á henni einstök, og þegar við bættist snilldarræðumennska, hár og skýr rómur þannig að undirtók í nálægum björgum, var ekki nema von að vel til tækist. Einar sá einnig um verðlaunaafhendingar á Stakkagerðistúninu fyrir unnin afrek og um heiðranir aldraðra sjómanna. Hann sá einnig um að heiðra aflakónga á kvöldskemmtun sjómannadagsráðs hverju sinni.
Af þessu sést að Einar var mikilvægur starfsmaður sjómannadagsins í mörg ár, og öllum minnisstæður frá þessum tíma.
Með þessum minningarorðum heiðrar Sjómannadagsráð Vestmannaeyja minningu Einars J. Gíslasonar og sendir Sigurlínu og börnum þeirra dýpstu samúðarkveðjur.
Friðrik Ásmundsson

Einar Sigurjónsson
F. 7. janúar 1920 - D. 14. október 1998
Einar var Vestmannaeyingur, fæddur þar og uppalinn og bjó þar alla sína ævi. Hann hóf ungur störf við sjómennsku og var lengi vélstjóri á bátum frá Eyjum. Hann hafði sérstakan áhuga á vélum og öllu sem viðkom vélbúnaði, hugsaði mikið um þau mál og hafði á þeim yfirgripsmikla þekkingu enda var hann vélstjóramenntaður og lauk líka minna fiskimannsprófi og tók einn vetur við Íþróttaskólann í Haukadal. Einar hóf snemma þátttöku í útgerð og eignaðist með öðrum vélbátinn Sigurfara VE. Hann stóð fyrir saltfiskverkun af bátnum og jafnframt vann hann við Þurrkhúsið hér í Vestmannaeyjum.
En starfa Einars hér í Vestmannaeyjum verður fyrst og fremst minnst fyrir afskipti hans af málefnum Ísfélags Vestmannaeyja hf.. sem hefur áratugum saman verið eitt af lykilfyrirtækjum í atvinnulífi Eyjamanna.

Einar tók sæti í stjórn Ísfélagsins árið 1956 og varð þá jafnframt framkvæmdastjóri þess. Árin þar á undan hafði starfsemin verið í lægð en hún breyttist verulega með Einari og félögum hans. Þeir rifu félagið upp, útveguðu nýjar vélar, bættu húsakost og juku framleiðsluna verulega. Í höndum Einars varð Ísfélagið fljótlega eitthvert best rekna frystihús á landinu.
Einar var vakinn og sofinn yfir velferð Ísfélagsins, hvað betur mætti fara í rekstrinum og hvað hægt væri að bæta. Það var hvorki hávaði né læti í Einari en hann fylgdi hlutunum eftir af skynsemi og þekkingu á aðstæðum og þær lausnir, sem hann kom með, voru raunhæfar og skiluðu árangri. Einar var forstjóri Ísfélagsins í rúmlega 30 ár og lét af störfum árið 1987. Eins og alltaf í sjávarútvegi, hafa skipst á skín og skúrir en þegar litið er yfir þetta 30 ára tímabil í 95 ára sögu Ísfélagsins, má segja að það sé það farsælasta í sögu þess.
Einar sat í stjórnum nokkurra fyrirtækja tengdum sjávarútvegi, lengst þó í stjórn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna.

Einar verður öllum eftirminnilegur sem kynntust honum. Hann var fróður, vildi kynna sér hlutina vel og tók ekkert gefið, sem við hann var sagt heldur vildi mynda sér skoðanir á því sjálfur. Hann var duglegur og vildi þeim mönnum vel sem unnu hjá ísfélaginu og hag þeirra sem bestan. Eftirlifandi eiginkona Einars er Hrefna Sigurðardóttir, f. 20. júlí 1916 á Siglufirði. Þau gengu í hjónaband 18. desember 1943. Einar og Hrefna eignuðust tvo drengi, Óskar f. 7, febrúar 1945, kvæntan Kötlu Magnúsdóttur, en frá fyrra hjónabandi á hann dæturnar, lngu, Hrefnu og Ástu Jónu og dreng, f. 13. maí 1955. d. 15. maí sama ár.
Að leiðarlokum sendi ég fyrir mína hönd og Ísfélagsins eftirlifandi eiginkonu, Hrefnu, og ættingjum Einars innilegar samúðarkveðjur og bið þeim guðs blessunar.
Sigurður Einarsson

Eyjólfur Pálsson
F. 20. maí 1932 - D. 29. nóvember 1998
Bróðir minn, Eyjólfur Pálsson, var fæddur í Vestmannaeyjum 10. maí 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. október 1998. Foreldrar Eyjólfs voru hjónin Fanný Guðjónsdóttir frá Oddstöðum í Vestmannaeyjum, fædd 4. mars 1906, dáin 26. nóvember 1994, og Páll Eyjólfsson frá Merkinesi í Höfnum. fæddur 22. september 1901 og dáinn 4. apríl 1996.

Eyjólfur gekk í Barnaskólann og Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Eftir það fór hann í Menntaskólann að Laugarvatni. Það kom snemma í ljós að Eyjólfur var góður námsmaður sem lagði mikla rækt við nám sitt. Ég minnist þess ekki að Eyjólfur hafi á námsárum sínum farið niður á bryggju eða á fjörurölt eftir að skóladegi var lokið eins og títt var hjá okkur mörgum Eyjapeyjum í þá daga. Hann fór heldur beint heim og settist niður með námsbækurnar, enda var sama hvað Eyjólfur tók sér fyrir hendur, hann gerði allt með mikilli vandvirkni og samviskusemi.
Á námsárunum var Eyjólfur duglegur við að afla sér tekna. Í hvert sinn sem hann kom heim í frí frá skólanum var hann kominn í vinnu. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að hann hafi kostað framhaldsnám sitt að mestu leyti sjalfur með því að stunda sjómennsku og aðra vinnu, sem bauðst, með skólagöngu sinni, sem má segja að hann hafi tekið í áföngum. Hann fór fyrst á síld á gagnfræðaskólaárum sínum á mb. Mugg með Einari Jóhannessyni. Þá fór hann á síldveiðar á mb. Má með Júlla á Skjaldbreið, mb. Gullveigu með Kidda á Skjaldbreið, á Erling II með Sighvati í Ási og Hafbjörgu með Gæsa Guðjóns. Þá var hann á vetrarvertíðum á mb. Lunda með Þorgeiri frá Sælundi, bv. Elliðaey með Halldóri Guðmundssyni og á Hannesi lóðs nýbyggðum frá Svíþjóð með Jóhanni Pálssyni, fyrstu vertíðina sem hann var gerður út. Eyjólfur þótti mjög duglegur og vandvirkur að hverju sem hann gekk. Ég man að mér þótti oft um nákvæmni hans þegar ég var að aðstoða hann heima fyrir.

Hinn 13. desember árið 1958 kvæntist Eyjólfur Ástu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs Þórðarsonar í Suðurgarði, Vestmannaeyjum.
Ásta og Eyjólfur eignuðust þrjú börn: 1) Ingibjörg, kennari á Akureyri, hún á þrjá syni; 2) Páll, tónlistarmaður í Reykjavík; 3) Stefán Ólafur matsveinn í Danmörku.
Eftir að Eyjólfur lauk stúdentsprófi hóf hann BA-nám við Háskóla Íslands. Hann gerði hlé á námi sínu og hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Síðar varð hann skólastjóri við sama skóla. Veturinn 1969-1970 lauk hann BA-náminu við Háskólann. Þegar Sjúkrahús Vestmannaeyja tók í notkun nýja byggingu árið 1974 var hann ráðinn framkvæmdastjóri við þá stofnun. Þá var Eyjólfur oft stundakennari við Iðnskólann og Vélskólann í Eyjum. Hann starfaði mikið fyrir Rauðakrossdeildina í Eyjum, bæði sem gjaldkeri og formaður. Hann var kjörinn endurskoðandi til margra ára fyrir Rauðakross Íslands. Einnig var hann ráðinn sem endurskoðandi fyrir Sparisjóð Vestmannaeyja. Ég veit mætavel að Eyjólfur var misvel liðinn í þeim störfum sem hann gegndi. Hann þótti mjög strangur yfirmaður sem ég veit að hann þurfti oft á tíðum að vera. Í kennslunni vildi hann veg nemenda sinna sem bestan og þeim nemendum sem á annað borð vildu læra, þótti hann góður kennari, öfugt við þá sem ekki höfðu áhuga fyrir náminu. Ég held að það starfsfólk Sjúkrahúss Vestmannaeyja sem vildi veg og vanda stofnunarinnar sem bestan, hafi kunnað að meta störf Eyjólfs að verðleikum.

Í fjármálum var Eyjólfur mjög heiðarlegur, hvort sem hann fór með almannafé eða sitt eigið. Í þeim efnum vildi hann hafa allt sitt á hreinu.
Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan bróður. Ég votta Ástu, börnunum, tengdabörnunum og barnabörnunum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning um góðan bróður.
Eyjólfur Pálsson var jarðsettur í Eyrarbakkakirkjugarði 6. nóvember 1998.
Jón Bondó Pálsson

Sveinn Matthíasson
F. 14. ágúst 1918 - D. 15. nóvember 1998
Sveinn Matthíasson fæddist í Vestmannaeyjum 14. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 15. nóvember sl. Sveinn starfaði lengst af til sjós sem matsveinn, fyrst hjá öðrum en síðan í eigin útgerð. Foreldrar hans voru hjónin Matthías Gíslason, f. 14.6. 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, fórst með Ara VE 235 24.1. 1930 og Þórunn Júlía Sveinsdóitir, f. 13.7. 1894 á Eyrarbakka, d. 20.5. 1962. Systkini Sveins: Ingólfur Símon f. 1916, skipstjóri og útgerðarmaður; Gísli f. 1925, d. 1933; Óskar f. 1921, d. 1992, skipstjóri og útgerðarmaður og Matthildur Þórunn f. 1926, d. 1986, húsfreyja í Vestmannaeyjum. Hálfsystkini Sveins eru: Gísli M. Sigmarsson f. 1939, skipstjóri og útgerðarmaður og Erla Sigmarsdóttir f. 1942. húsfreyja í Vestmannaeyjum.

Sveinn kvæntist ungur Emmu Jóhannsdóttur frá Brekku. Þau slitu samvistum. Sveinn kvæntist Maríu Pétursdóttur f. 8. nóvember 1923. Foreldrar hennar voru Pétur Pétursson á Gíslastöðum í Vallahreppi f. 1875 og kona hans Stefanía Una Stefánsdóttir f. 1882. Þau bjuggu í Garðshorni í Neskaupsstað. Börn Sveins og Maríu: Matthías, f. 1943, vélstjóri, eiginkona Kristjana Björnsdóttir; óskírt sveinbarn f. 1954 og lést í frumbemsku; Stefán Pétur f. 1948, skipstjóri og útgerðarmaður, eiginkona Henný Dröfn Ólafsdóttir; Sævar f. 1953, skipstjóri og útgerðarmaður, eiginkona Hólmfríður Björnsdóttir; Halldór f. 1956, lögregluþjónn, eiginkona Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir; Ómar f. 1959, verkamaður, eiginkona Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir. Fósturdóttir Sveins og Maríu er Þórunn Sveins Sveinsdóttir, f. 1960, sambýlismaður Peter Kov Andersen, búsett í Danmörku. Barnaböm Sveins og Maríu eru 16 og barnabarnabörn 10.

Mig langar til að minnast ástkærs afa míns með nokkrum orðum. Afi var einstakt ljúfmenni sem öllum líkaði vel við. Ég minnist svo vel æskuára minna þegar ég var hjá afa og ömmu niðri á Brimhólabraut 14. Alltaf var eitthvað að gerast í kringum þau og strákana þeirra og þótti mér sem litlum polla svo gaman að fá að vera nálægt þeim. Mestan hluta starfsævi sinnar vann afi sem matsveinn á bátum og togurum og í mötuneyti í landi. Síðustu 20 starfsár sín átti hann bát sem hét Haförn, með bróður sínum Ingólfi.
Afi leyfði mér stundum að koma með sér á sjóinn og nú á ég sjálfur bát sem heitir Haförn.
Hjónaband þeirra afa og ömmu var einstaklega gott. Þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð og það tóku allir eftir því hvað þau voru einstök. Afi var hraustmenni og mikill vinnuþjarkur allt sitt líf að undanskildum síðustu árunum þegar hann veiktist af hjartasjúkdómi og það var honum ekki auðvelt að þurfa að slaka á í vinnu. Eftir að hann varð að leggjast inn á spítala vegna veikinda kvartaði hann aldrei, það var bara ekki hans stíll, eins og ein hjúkrunarkonan á deildinni hans sagði við mig eftir að hann dó: „Af hverju þurfti uppáhaldssjúklingurinn okkar að deyja?"

Ég á eftir að sakna sárt heimsóknanna þegar amma kom með afa niður á bryggju til mín að leyfa honum að fylgjast með og geta smellt á hann kossi eins og ég gerði alltaf þegar þau komu í heimsókn.
Nú þegar ég kveð afa í bili vil ég biðja Guð um að veíta ömmu og öllum þeim sem sakna afa svo sárt, styrk í sorginni.
Sveinn Matthíasson

Fannar Óskarsson
F. 21. júní 1939 - D. 28. maí 1998
Í dag verður gerð frá Landakirkju útför Fannars Óskarssonar. Sl. föstudag barst sú harmafregn um Ísfélagið að Fannar Óskarsson hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Fannar hafði starfað hjá Ísfélaginu meira og minna í tæp 20 ár og var sá starfsmaður, sem hafði einna lengsta starfsreynslu í fyrirtækinu. Hann hafði sinnt ýmsum störfum á vegum fyrirtækisins á liðnum árum en aðallega var hann í móttöku á fiski, starfaði sem lyftaramaður og var sérstaklega lipur sem slíkur, hugsaði vel um lyftarana og sinnti hverjum þeim störfum sem þurfti á hverjum tíma af samviskusemi.
Fannar var góður starfsmaður, vildi að hagur fyrirtækisins, sem hann vann hjá, væri sem bestur á hverjum tíma.
Fannar stundaði sjóinn í mörg ár og þótti mjög góður sjómaður og var eftirsóttur í skipsrúm.
Störf manna eins og Fannars, sem hafa starfað við sjávarútveg, oft með mikilli vinnu og fórnfýsi, hafa aukið og bætt hag þjóðarinnar.
Fannar var geysilega áhugasamur um íþróttir, sérstaklega var honum annt um velgengi Í.B.V. í fótboltanum og fylgdist hann með öllum heimaleikjum liðsins og gladdist innilega með þeim þegar vel gekk.

Fannar var góður félagi samstarfsmanna sinna. Hann var kátur og glaðsinna, þægilegur í umgengni og kom sér mjög vel á vinnustað bæði við yfirmenn sína og félaga og er mikill söknuður í hópi samstarfsmanna við skyndilegt brottfall hans.
Ég vil að leiðarlokum senda innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Fannars og bið þeim Guðs blessunar í framtíðinni.
Sigurður Einarsson

Finnbogi Finnbogason Sdbl. 1999

Finnbogi Finnbogason
F. 11. maí 1891 - D. 3. mars 1979
Finnbogi var fæddur í Pétursborg, Vestmannaeyjum. Foreldrar: Finnbogi Björnsson, skipstjóri og bóndi, f. 1.1.1856. d. 16.4.1943 og Rósa Eyjólfsdóttir. f. á Vopnafirði 10.12.1857. d. 12.11.1905 Kona: Sesselja Einarsdóttir. f. 11.3.1891 að Hliði á Álftanesi, d. 14.10.1964. Börn: Rósa Jórunn. f. 27.9.1914, húsmóðir, (ekkja), Kristinn Árni, f. 6.11.1916, skipstjóri, Ásta Guðfinna, f. 21.2.1927, húsmóðir, Finnboga Gréta, f. 31.3.1929, húsmóðir, tveir synir dóu skömmu eftir fæðingu.

Byrjaði ungur að stunda sjóinn frá Vestmannaeyjum. Hóf skipstjórn á m/b Láru 1916 2 vertíðir, m/b Þór 5 vertíðir og er meðeigandi. Síðan með m/b Ara og m/b Tindinn. Eignast 1929 hlut í nýjum 23 tonna báti m/b Veigu og er hann skipstjóri á honum til 1942 er hann hætti á sjónum vegna lasleika. Hann sótti sjóinn mjög fast og var með afbrigðum aflasæll, stundum aflahæstur. Með þeim fyrstu er fóru að stunda netaveiðar á Þjórsárhrauni og Selvogsbanka frá Vestmannaeyjum. Á sumrin við síldveiðar fyrir Norðurlandi. Starfaði hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja í ca. aldarfjórðung. Heiðraður af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja 1969. D. 3.4.1979

Minning
Þú varst ekta Eyjamaður
allt þitt líf og starf var þar
fórst á sjóinn, ferðahraður,
formanns bragur á þér var.
Um það var víst alltaf friður
að þú gengir þesssa slóð
selta hafs og sjávamiður
samofið í hold og blóð.

Mikil reisn var ávallt yfir
öllum þínum formannsbrag
í huga mínum lengi lifir
ljósið um þann gæfu dag
er ég kom, þá ungur maður,
á þin fund, með bágan hag,
víst ég man, hve varð eg glaður,
því, vel þú tókst mér, þennan dag.

Fiskimaður frægur varstu
fáir komust lengra þar
ævinlega af öðrum barstu
aflasæld þín frábær var.
Þinna frænda stofninn sterki
stóð í fremstu röð, á sjó
örugg stjórn, þitt aðalsmerki,
einbeitt skap og festa nóg.

Fast þú jafnan sóttir sjóinn
er sýndist öðrum ekki fært
þó úlfinn væri Austurflóinn
þú áttir reynslu og hafðir lært
að fara á þau fiskimiðin
sem fær þá vom eftir átt.
Við Eyjar þekktir ótal sviðin
þó alda og stormur syngju hátt.

Man eg, er við eitt sinn fórum
einskipa í veður gný,
norðan gaddi og garði stórum
grimmd og harka í veðri því.
Í austur sigldir og upp að sandi,
ágætt veður þarna var
nógur fiskur nálægt landi
nærri fylltum bátinn þar.

Finnbogi, minn forni vinur,
fæ eg aldrei þakkað þér
þú varst hafsins hrausti hlynur
hjálpaðir og kenndir mér
Eyjunum eg aldrei gleymi
oft minn hugur þangað fer.
Finnumst svo í fegri heimi
friður Drottins sé með þér.

Benedikt Sæmundsson,
vélstjóri frá Fagrafelli i Vestmannaeyjum, hefur verið búsettur á Akureyri sl. 50 ár.

Þórarinn Ögmundur Eiríksson
F. 3. desember 1924 - D. 22. janúar 1999
Þórarinn Ögmundur Eiríksson var fæddur í Dvergarsteini Vestmannaeyjum 3. desember 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Vm. 22. janúar 1999. Foreldrar hans voru Júlía Sigurðardóttir, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979 frá Syðstugrund, Eyjafjöllum og Eiríkur Ögmundsson, f. 14. júní 1884, d. 4. janúar 1963, frá Svínahólum í Lóni. Þórarinn var næstyngstur átta systkina. Þau eru sammæðra: Óskar, f. 1911, Sigurbjörn, f. 1911. d. 1979. Alsystkini Þórarins eru: Sigurfinna, f. 1915, d. 1997, Gunnar, f. 1916. d. 1994. Guðmundur, f. 1919. d. 1940, Margrét, f. 1921 og Laufey, f. 1926, d. 1992.

Hinn 31. desember 1949 kvæntist Þórarinn Guðbjörgu Benoníu Jónsdóttur, f. 21. júlí 1928, d. 8. febrúar 1997, frá Búrfelli í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust þrjár dætur. Þær eru: l) Kristín Halldóra, sjúkraliði, f. 20. júní 1949. Hún á þrjú börn: Karitas, Elísabet Írisi og Benóný. 2) Erna Hafdís, bankastarfsmaður. f. 8. apríl 1956. Hún á eina dóttur, Þórönnu. 3) Ólöf Jóna, bankastarfsmaður, f. 1. febrúar 1958, gift Hjörleifi Jenssyni, f. 7. ágúst 1955. Þau eiga tvo syni, Þórarin og Jens Guðmund. Okkur starfsmenn Vestmannaeyjahafnar langar til að minnast vinnufélaga okkar, Þórarins Ögmundar Eiríkssonar. Hann hafði glímt við erfiðan sjúkdóm, sem hann tókst á við af æðruleysi og kjarki. Hann byrjaði sjómennsku ungur eins og títt var um unga menn þá, var m.a. á Voninni VE-113 með Guðmundi í Holti og Elliðaey að mestu frá 1947-1953. Hann þótti harðduglegur togarasjómaður og vel liðinn af öllum. Síðan var hann á Björg VE og fleiri bátum. 1957 kaupir hann svo Búrfell VE-18 með tengdaföður sínum og mági. En stutt varð um útgerð þá, því báturinn strandaði 11. janúar 1958. En þeir voru ekki af baki dottnir því sama ár eða 4. september 1958 kaupa þeir Sæfaxa VE-25 sem átti eftir að verða þeim mikil happafleyta. Var hann oft kenndur við bátinn og kallaður Lalli á Sæfaxa. Þessi bátur var gerður út í yfir 30 ár. Var Lalli eiginlega alltaf með Sæfaxa. Hann var farsæll skipstjóri og fiskaði vel, enda hugmaður og miðaglöggur svo eftir var tekið. Þurfti ekki tæki eða tól til að toga á erfiðum bleyðum. Fór eftir miðum, var með þetta allt í kollinum.

Mig langar til að segja smá sögu er Lalli sagði okkur, sem lýsir vel húmor og léttleika sem var honum svo eiginlegur. Hann var að koma úr róðri og var að sigla í gegnum Faxasund. Ungur strákur var við stýrið. Um leið og hann snarar sér inn í stýrishúsið segir hann: ,,Þá erum við búnir að fara 10.323 ferðir í gegnum Faxasund." Strákurinn horfir á hann í forundran. „Hefurðu talið allar ferðirnar?" „Já" segir Lalli grafalvarlegur og stekkur ekki bros. Þeir horfa síðan hvor á annan og Lalli byrjar að brosa. Síðan skellihlógu þeir báðir. „Ég vissi að þú værir að narra mig, en þó var ég ekki alveg viss," segir strákurinn.
Á góðri stundu var Lalli hrókur alls fagnaðar. Smályftingur í öxlum og roði í kinnum. Þá fórst þú á kostum, Lalli minn. Þá var fjör og þá var gaman. Lalli missti sína góðu konu fyrir tveimur árum og fannst mér hann aldrei verða samur eftir það. Eins og strengur hefði brostið. En hann átti góða að. Dætur hans hugsuðu um hann af stakri alúð og elskusemi svo til fyrirmyndar var.
Jæja, Lalli minn, nú er mál að linni. Við hafnarkarlar þökkum þér samfylgdina af heilum hug. Og megir þú sigla seglum þöndum inn í ókunn lönd - það var þinn stíll.
Við sendum hugheilar samúðarkveðjur til barna, barnabarna og annarra ættingja.
F.h. Hafnarkarla
Björgvin Magnússon

Már Lárusson
F. 10. febrúar 1936 - D. 25. október 1998
Vinur minn og skáfrændi, Már Lárusson, eða Malli, eins og við vinir hans og ættingjar kölluðum hann alltaf, fæddist á Fáskrúðsfirði 10. febrúar 1936. Hann lést á Landsspítalanum 25. október 1998. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, fædd 17. apríl 1912 á Fáskrúðsfirði, dáin 14. mars 1994 í Vestmannaeyjum og Lárus Haraldur Guðmundsson, fæddur 28. apríl 1909 í Reykjavík, dáinn 17. nóvember 1975 í Reykjavík, kennari og verkamaður á Raufarhöfn og síðar kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum.
Hinn 28. desember árið 1958 kvæntist Malli móðursystur minni, Guðlaugu Pálsdóttur, eða Lullu, eins og við kölluðum hana, dóttur hjónanna Fannýjar Guðjónsdóttur frá Oddstöðum í Vestmannaeyjum og Páls Eyjólfssonar fyrrverandi forstjóra Sjúkrasamlags Vestmannaeyja.

Malli og Lulla eignuðust fjórar dætur: 1) Sigríður Fanný, verslunarmaður á Siglufirði, hún á tvö börn; 2) Harpa. skrifstofumaður í Reykjavík, hún á tvö börn: 3) Ólöf, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, hún á tvo syni. 4) Íris, nemi búsett á Helgafelli í Fellahreppi. Hún á eina dóttur. Malli ólst upp á Fáskrúðsfirði til fjögurra ára aldurs, en fluttist þaðan til Raufarhafnar með foreldrum sínum þar sem hann var uppvaxtarár sín. Hann gekk í Héraðsskólann á Laugarvatni. Malli lærði beykiiðn og starfaði sem slíkur á Raufarhöfn til 19 ára aldurs, en þá flutti hann til Vestmannaeyja. Hann var til sjós næstu 15 árin, m.a. á mb. Fiskakletti frá Hafnarfirði, á mb. Þórunni með Markúsi á Ármóti, á mb. Lundanum með Sigga Vídó sem stýrimaður og háseti, á Ingiber Ólafssyni þar sem hann var skipstjóri, á mb. Gjafari með Rafni Kristjánssyni og mb. Kristbjörgu með Svenna í Skálholti. Malli lærði til vélstjóra og stýrimanns á Vestmannaeyjaárum sínum.

Árið 1970 fór Malli í land og starfaði næstu þrjú árin sem verkstjóri í frystihúsinu Eyjabergi í Vestmannaeyjum. Eftir eldgosið í Heimaey árið 1973 flutti hann til Neskaupstaðar ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann starfaði sem yfirverkstjóri hjá frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. um 16 ára skeið. Malli starfaði síðan í rúmlega tvö ár í verslun SÚN í Neskaupstað. Þau Lulla fluttu til Reykjavíkur árið 1991. Malli var félagi í Verkstjórafélagi Austurlands. Einnig var hann félagi í Rotaryklúbbi Norðfjarðar og Alþýðubandalagsfélaginu í Neskaupsstað og formaður tveggja síðasttöldu félaganna um skeið. Á námsárum mínum starfaði ég í nokkur sumur hjá Malla í frystihúsi Síldarvinnslunnar. Hann var mjög strangur stjórnandi, enda þurfti hann að vera það, því í mörg horn var að líta hjá stjórnendum þessa stóra fyrirtækis. Mér fannst oft og tíðum ótrúlegt hvað Malli komst yfir marga þætti í starfi sínu í einu, en hann átti ákaflega gott með að fá fólk til að vinna með sér. Hann hafði líka úrvals starfsfólk. Ég fann að þótt Malli væri svo strangur stjórnandi sem raun bar vitni og gustaði um hann á stundum, var starfsfólki hans yfirleitt mjög hlýtt til hans og veit ég að það var gagnkvæmt.
Malli var ákaflega sterkur persónuleiki. Hann hafði mikla frásagnarhæfileika svo unun var á að hlýða. Við vinir hans höfðum stundum í flimtingum að miðað við þann fjölda báta sem hann væri búinn að vera á í tiltekinn tíma, ætti hann að vera amk. 120 ára gamall.

Árið 1991 þegar Malli og Lulla höfðu tekið þá ákvörðun að flytja til Reykjavíkur, fékk Malli heilablóðfall, sem batt enda á starfsferil hans. Síðustu æviárin bjó hann í Reykjavík.
Ég kveð góðan vin með söknuði, þökk og virðingu. Víst er að Malli setti svip á mannlífið, hvar sem hann kom. Lullu, dætrunum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minninguna um góðan dreng.
Már Lárusson var jarðsettur í Fossvogskirkjugarði 2. nóvember 1998.
Páll Brynjarsson

Þórður Þórðarson
F. 2. nóvember 1943 - D. 27. júní 1998
Þegar andlát starfsfélaga og góðs vinar ber að höndum með sviplegum hætti er eins og erill dagsins nemi staðar um stund. Svo óvænt kemur kallið að við áttum okkur ekki á því alveg strax þar til okkur skilst að þannig er fallvaltleiki jarðlífsins. Við fyllumst harmi og hugleiðum samskipti okkar við hinn látna í einrúmi. Þannig varð okkur við, þegar við fréttum andlát góðs vinar og félaga, Þórðar Þórðarsonar.
Horfinn er nú góður vinur og félagi. Við fyrrverandi skipsfélagar hans á Guðmundi munum hann ávallt sem traustan og hjálpsaman félaga.

Þórður stundaði sjómennsku í Vestmannaeyjum í mörg ár sem vélstjóri. Ekki hlaut hann mikla menntun til þeirra starfa í vélskóla en fáir hefðu þó staðið honum á sporði. Hann var það sem í daglegu tali er kallað þúsundþjalasmiður. Það verður mikill sjónarsviptir að honum í Eyjaflotanum. Aldrei minnumst við þess þegar eitthvað á bjátaði að honum hafi nokkurn tíma fallist hendur. Hann réðst á vandamáiið af þeim krafti sem honum var eðlislægur og málinu kippt í lag hið snarasta. Sjálfur lýsti hann sér þannig að hann væri ofstopamaður í öllu sem hann tæki sér fyrir hendur. Hann vildi aldrei henda nokkrum sköpuðum hlut enda kom það fyrir oftar en ekki að hægt var að redda túr þegar Tóti fór inn á lagerinn sinn og gróf upp eitthvert gamalt stykki sem hægt var að nota.
Nú á síðustu árum hellti hann sér út í frímerkjasöfnun og það var gert af sama kraftinum og allt annað. Átti hann orðið margar möppur af slíku.

Þórður var sagnabrunnur hinn mesti enda vel lesinn og viðförull og þegar hann tók til við að segja sögur, setti alla hljóða af eftirvæntingu og komst þá ekki neitt annað að en að hlýða á þau gullkorn. Við vitum, að þér mun vegna vel í þeirri ferð sem nú er hafin og trúum að þú hafir verið burt kallaður til að taka að þér einhver mikilvæg verkefni, á æðri stöðum en við vitum deili á. Söknuður okkar sem eftir dveljum er sár. Okkur finnst að miklu lengur hefðir þú mátt lifa hér og starfa en Hann sem öllu er ofar veit betur. Við getum aðeins lotið höfði í auðmýkt fyrir vilja hans og ákvörðunum. Að síðustu viljum við þakka þér samfylgdina. Megi algóður Guð vísa þér leiðina, hjálpa þér og styrkja. Blessuð sé minning um góðan dreng og félaga. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Áhöfnin á Antares VE 18

[

Páll Jónsson
F. 9. nóvember 1903 - D. 4. janúar 1999
Einn kletturinn í mannhafinu er nú fallinn frá, tindur sem bæði var hár og traustur. Hann var eins og íslensk náttúra, stór, ósérhlífinn og harðleikinn. Um ævina þekkti hann ekki til veikinda, en gekk [[Páaf hreysti, fjallbrattur til allra verka. Páll Jónsson fæddist að Efriholtum undir Vestur Eyjafjöllum, sonur hjónanna Jóns Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur.
Þegar Páll var tíu ára að aldri Páll Jónsson
F. 9. nóvember 1903 - D. 4. janúar 1999
Einn kletturinn í mannhafinu er nú fallinn frá, tindur sem bæði var hár og traustur. Hann var eins og íslensk náttúra, stór, ósérhlífinn og harðleikinn. Um ævina þekkti hann ekki til veikinda, en gekk Páll af hreysti, fjallbrattur til allra verka. Páll Jónsson fæddist að Efriholtum undir Vestur Eyjafjöllum, sonur hjónanna Jóns Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur.
flutti fjölskyldan að Ísólfsskála þar sem mótunarárin gripu hann þéttum tökum. Hann var fjórði af þrettán systkinum og eru tvær systur hans á lífi. Fjórtán ára gamall fór hann tvær vertíðir á árabát fyrir austan. Árið 1921 kom hann fyrst til Eyja og var fjórar vertíðir í aðgerð hjá Ólafi Ísleifssyni. Árið 1926 byrjaði Páll að róa á Gissuri hvíta og var þar um borð í 17 vertíðir samfellt með Alexander Gíslasyni frá Landamótum og alls 21 vertíð með Alla.
Árið 1948 reri hann á Gísla Johnsen, 1949 á Hilmi, 1950 með Steina á Kirkjulandi og 1952 á Jötni. Sú var síðasta vertíð hans til sjós. Hóf hann síðan störf í Fiskiðjunni og starfaði þar fram yfir áttrætt. Þann 10. júní 1939 gekk Páll að eiga konu sína Sólveigu Pétursdóttur frá Lambafelli undir Austur-Eyjafjöllum. Árið 1940 fluttu þau hjón til Vestmannaeyja og hófu búskap að Hvítingavegi 3 en fluttu síðar að Vesturvegi 3. Árið 1950 fluttu þau að Hólagötu 12 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Þau eignuðust 2 börn, Steinunni, fædda 1940, gifta Arnfinni Friðrikssyni og eiga þau 2 börn, Sólveigu Þóru og Friðrik Pál. Barnabörn Steinunnar og Arnfinns eru Finnur Freyr, Steinunn Hödd og Lísa María. Sigurjón fæddan 1946, kvæntan Wilaiwan Saithong og eiga þau saman Sólveigu Ýr. Fyrir átti hann Magnús Pál og Jóhann Örn, en hún Kraisorn.

Páll var kirkjurækinn maður, sem hafði allt í röð og reglu í lífinu, skilvís og traustur. Hann var virkur í Félagi eldri borgara og einn af stofnendum þess. Á kveðjustund þakka ég afa framlag hans til okkar, atlæti, nálægð og fyrirmynd.
Blessuð sé minning þín.
Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir

Markús Jónsson
F. 3. apríl 1920 - D. 27 apríl 1998
Mér er það ljúft og skylt að minnast tengdaföður míns, Markúsar Jónssonar frá Ármóti. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar við fjórir ungir menn frá sjávarþorpi norður í landi réðum okkur á vertíð til Eyja. Þegar við sigldum inn Leiðina á Esjuni varð okkur starsýnt á þessa miklu hamraveggi og fannst tilkomumikil sjón. Þetta var í janúar 1958. Þegar lagst var að bryggju var margt um manninn, því vertíð var að hefjast og mikil stemmning yfir öllu. Á móti okkur á bryggjunni tók Markús. Hann fór með okkur beint heim til sín þar sem við þáðum góðgerðir. Markús var þá skipstjóri á Þórunni VE 28 og gerði hana út með bróður sínum Þórarni og föður sínum Jóni Gíslasyni. Markús var sjómaður góður, fiskaði ágætlega og var hraustmenni hið mesta.

Markús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Auður Agústsdóttir frá Varmahlíð. Börn þeirra: Jóna Þórunn, elst og undirritaður er kvæntur, síðan Eiríka Pálína og yngstur var Ágúst Ármann. Markús fór ekki ekki varhluta af andstreymi lífsins, missti son sinn í hörmulegu slysi aðeins 16 ára gamlan, efnispilt. Síðan fjórum árum seinna missti hann sína góðu konu úr ólæknandi sjúkdómi. Þá var lífið erfitt, Markús minn, en þú tókst á við þetta af kjarki og bjartsýni - lífið heldur áfram og öll él birtir upp um síðir. Þú varst svo lánsamur og við líka, að þú kynntist eftirlifandi konu þinni, Önnu Friðbjamardóttur frá Siglufirði, mikilli myndar- og dugnaðarkonu, sem þá var umboðsmaður Olíuverslunar Íslands, B.P., hér í Eyjum og orðin ekkja. Hún á þrjá syni Atla, Gísla og Kjartan. Einnig ólu þau upp Önnu Margréti sem þau tóku í fóstur. Markús reyndist þeim öllum sérstaklega vel. Markús og Anna giftu sig 1965 og eftir það vann Markús með konu sinni við Olíuverslunina. Fyrir mig er margs að minnast frá langri viðkynningu sem aldrei bar skugga á. Markús var sögumaður góður, sagði lifandi og skemmtilega frá, stundum smá ýkjusögur en meiddu engan. Hann var afskaplega barngóður og hændust öll börn að honum. Hann var ólatur við að hjálpa strákunum mínum við skellinöðrur og bílaviðgerðir, enda mjög laginn við allar vélar og fljótur að tileinka sér nýjungar, t.d. fékk hann sér snemma tölvu. Aldrei hef ég kynnst manni sem var jafn greiðvikinn og hjálpsamur og Markús. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir því, eða tæki ekki eftir því svo sjálfsagt þótti honum að greiða götu annarra.

Heimili Önnu og Markúsar var mikið rausnar- og myndarheimili. Börnin mín tala enn þá um jólaboðin sem voru alveg sérstök og báru húsbændum glöggt vitni, því þeir höfðu til að bera einstaka gestrisni og rausnarskap sem þeim var í blóð borin. Fyrir nokkrum árum fékk Markús heilablóðfall og má segja að hann hafi aldrei náð sér eftir það. Síðasta eina og hálfa árið þurfti hann á sérfræðilegri umönnun að halda og dvaldist á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Þar undi hann sér vel enda vel um hann hugsað af frábæru starfsfóiki. Ég þakka samfylgdina og allar góðu minningarnar,
„Því hvað er það að deyja, annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" - Úr spámanninum
Björgvin Magnússon

Sveinbjörn Guðmundsson
F. 29. júní 1921 - D. 5. júlí 1998
Sveinbjörn Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu 29. júní 1921. Hann lést á Sunnuhlíð 5. júlí sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson bóndi og Anna Jónsdóttir bæði ættuð úr Húnavatnssýslu. Árið 1923 fluttu foreldrar hans til Vestmannaeyja. Sveinbjörn átti einn bróður, Marinó f. 18. ágúst 1913. d. 10. okt. 1977. Hálfsystur átti hann samfeðra, Guðrýði matráðskonu á Sjúkrahúsi Vm. f. 2. maí 1897. d. 6. júlí 1992.
Hinn 24. des. 1952 kvæntist Sigurbjörn eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur, ættaðri frá Flatey á Skjálfanda. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en þau ættleiddu ungan dreng sem fékk nafnið Guðmundur Sveinbjörnsson, f. 21. des. 1953 en dó í blóma lífsins aðeins 38 ára gamall 26. júlí 1991.

Starfssvið Sveinbjörns var sjómennska frá 15 ára aldri og fram yfir sextugt, fyrst háseti m.a. á m.b. Helga Helgasyni nafnfrægu aflaskipi. Einnig sigldi hann á skipum Helga Benediktssonar til Englands á stríðsárunum og fækkar þeim hetjunum sem lifðu þá skelfingartíma.
Útför Sveinbjörns fór fram frá Kópavogskirkju 10. júlí sl.

Einhver okkar besti vinur, Bjössi á Gjafar er látinn 77 ára að aldri. Fallinn er í valinn einhver mesti gæðadrengur sem ég hef verið samskipa í þau rúm 40 ár sem ég hef stundað sjómennsku. Bjössa á Gjafar kynntist ég 1960 er ég réði mig sem annan vélstjóra á Gjafar. Ég var að vísu búinn að vera 3 ár til sjós og kominn með vélstjórnarréttindi. Bjössi var góður leiðbeinandi, ákveðinn í að allt ætti að vera í lagi og aldrei fékk græninginn skammir heldur föðurlega tilsögn sem mér hefur nýst ávallt síðan. Bjössi var góður félagi, alltaf gat hann séð björtu hliðarnar á hinum ýmsu tilbrigðum sjómennskunnar. Einnig var hann sérstakt snyrtimenni og var það umtalað í flotanum að aldrei væri vélarúmið í Gjafar þannig að ekki væri hægt að fara þar niður í sparifötunum. Aldrei í þau sex ár sem við unnum saman man ég eftir að eitthvað sem þarfnaðist lagfæringar væri geymt til morguns.
Ef ég man rétt var það 1956 sem hann ásamt mágum sínum Rafni Kristjánssyni skipstjóra og Sigurði Kristjánssyni matsveini keyptu 50 tonna stalbát frá Hollandi og var honum gefið nafnið Gjafar VE 300. Alls áttu þeir mágar þrjá báta með þessu nafni. Allir voru þeir mágar samstíga um að halda þessum skipum vel við og reka þau af myndarskap enda voru aflabrögðin með ólíkindum.
Árið 1972 andaðist Rafn Kristjánsson langt um aldur fram og hætta þeir mágar þá útgerð. Eftir það var Bjössi vélstjóri hjá öðrum þar til hann hætti sjómennsku.

Þegar eldgos varð í Vestmannaeyjum settist Bjössi og fjölskylda að í Kópavogi og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau Bjössi og Inga voru þekkt fyrir gestrisni og höfðingsskap. Þegar ég eignaðist konu og síðan lítinn son vorum við hjónin oft og iðulega heimagangar hjá þeim hjónum. Ef heyrðist eitthvert uml í þeim stutta hlupu þau bæði til að sinna barninu.
Seinna er ég fór að vinna á öðrum vinnustað og leiðir okkar skildu sem vinnufélaga, hefði mátt halda að leiðir okkar skildu í víðara samhengi, en svo varð ekki. Alltaf voru þau hjón samstillt um að vera okkur hjónunum og börnum okkar þeir vinir sem þau voru. Þó þau hjón flyttu ekki til Eyja eftir gos hefur sambandið aldrei rofnað þó svo að heimsóknirnar yrðu af skiljanlegum ástæðum strjálli. Ég gæti talið upp margt fleira til heiðurs Bjössa á Gjafar, en hér er mál að linni. Elsku Inga, við hjónin sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir allt sem þið hjónin hafið verið okkur. Bjössi minn, við hér á Smáragötunni söknum þín. Far í Guðs friði vinur.
Steingrímur og Guðlaug

Björgvin Guðmundsson
F. 15. maí 1915 - D. 9. mars. 1999
Björgvin Guðmundsson var fæddur á Streiti í Breiðdal sonur hjónanna Bjargar Höskuldsdóttur og Guðmundar Péturssonar bónda, vitavarðar og landpósts á Streiti í Breiðdal. Börn þeirra hjóna urðu alls sjö.
Ungur að árum kom Björgvin til Eyja og dvaldi hjá föðursystur sinni Björgu Pétursdóttur er bjó að Fífilgötu 5 og síðar að Heimagötu 20. Björgvin hugði á sjómennsku og gerði hana að ævistarfi meginhluta starfsævinnar. Hann tók minna mótorvélstjórapróf árið 1937 hér í Eyjum og síðar, eða árið 1941 námskeið á vegum Stýrimannaskólans. Hann var á ýmsum bátum t.d. Garðari VE og Sjöfn VE. Síðar gerðist hann skipstjóri og útgerðarmaður á Ársæli VE 8. sem hann átti með mági sínum Ármanni Ó. Guðmundssyni í Steinum. Það voru mikið til sömu menn sem réru með honum ár eftir ár, sem segir okkur að Björgvin hafi verið traustur og vel liðinn skipstjórnandi, sem átti gott með að umgangast menn sína. Margir þeirra vertíðarmanna sem komu til hans voru í fæði og húsnæði í Viðey og var þá oft þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu þar. Það var því ekki lítið starf fyrir skipstjórafrúna að þjónusta mannskapinn við þvotta og fæði. Þeir Björgvin og Ármann gerðu Ársæl VE 8 út í mörg ár en örlög þessa skips urðu eins og svo margra annarra skipa að verða þurrafúanum að bráð og urðu þeir félagar þá að hætta útgerð. Eftir þetta réri Björgvin í nokkur ár sem vélstjóri á Sæborgu VE með Sveini Valdimarssyni frá Varmadal og síðar á Suðurey VE 20 með Arnoddi Gunlaugssyni frá Gjabakka. Gosárið 1973 var hann einmitt á Suðurey og fluttu þeir fjölda fólks til lands í þeim miklu fólksflutningum sem þá áttu sér stað vegna eldgossins á Heimaey.

Þetta ár, 1973, verða þáttaskil í lífi Björgvins. Hann hættir sjómennsku eftir að hafa haft það starf að aðalstarfi í um 40 ár. Hann var nú fluttur til Reykjavíkur og hóf störf í kerskála álfélagsins í Straumsvík og vann þar allt til þess að hann varð að hætta störfum vegna aldurs. Þar sem annars staðar var hann vel liðinn af samstarfsmönnum sínum.
Björgvin kvæntist lngibjörgu Guðmundsdóttur frá Viðey 23. desember 1942. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Einarssonar og Pálínu Jónsdóttur sem byggðu Viðey. Þau Björgvin og Ingibjörg eignuðust tvö börn, Ragnheiði og Guðmund Óskar.
Þau hjón áttu flest búskaparar sín í Viðey eða til 1968 að þau festu kaup á húsinu Nýjabæjarbraut 1 og bjuggu þar fram að gosi 1973 að það hús fór undir hraun. Þá fluttu þau fyrst til Hafnarfjarðar en síðan til Reykjavíkur, þar sem þau voru búsett seinustu ár sín.

Björgvin var mikið snyrtimenni og höfðingi heim að sækja. Honum var jafnan mjög annt um hag fjölskyldu sinnar. Eftir að hann varð að hætta störfum lagði hann rækt við sjálfan sig með því að iðka sund og með gönguferðum um borgina. Heilsu hans fór skyndilega að hraka á seinasta ári samhliða veikindum eiginkonunnar en hann reyndi eftir bestu getu að annast hana í veikindunum. Var ávallt mjög kært á milli þeirra hjóna og það fékk því mjög á Börgvin er lngibjörg lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október 1998 en hann lá þá sjálfur á sjúkrahúsi í Reykjavík. Aðeins 5 mánuðum seinna kvaddi Björgvin þetta líf, en hann lést á Landsspítalanum 9. mars 1999 og var jarðsunginn frá Landakirkju 19. mars. Um leið og ég þakka þeim hjónum samfylgdina bið ég góðan Guð að blessa minningu þeirra.
Gunnar Stefán Jónsson

Einar Hannesson
F. 17. júní 1913 - D. 23. janúar 1999
Einn af þeim gömlu víkingum, sem kvöddu þennan heim frá síðasta sjómannadegi var Einar Hannesson, sem lengst af var kenndur við Brekku hér í bæ.
Einar fæddist hér í Vestmannaeyum 17. júní 1913. Foreldrar hans voru Hannes Hansson skipstjóri og útvegsbóndi á Hvoli og eiginkona hans Magnúsina Friðriksdóttir, Benónýssonar frá Gröf. Systkinin á Hvoli voru átta talsins og var Einar með þeim elstu í þeim hópi. Hann ólst upp í foreldrahúsum, fór snemma að taka til hendi og eins og þá var titt um unga menn, einkum þá, sem ólust upp á sjómannaheimilum, hneigðist hugur hans strax að sjónum og bátunum, og kom ekkert annað en sjómannsstartið til greina, og því tók hann vélstjórnarpróf 1934 og skipstjórnarpróf 1939. Hann varð síðan skipstjóri í nokkur ár, og var m.a. með Hafölduna, sem faðir hans átti, í þrjú ár og síðan með Gróttu, Má og fleiri báta, en stóran hlut af sjómannsferlinum, eða í 23 ár. var hann stýrimaður hjá Binna í Gröf. Hann var með Binna á togveiðum, þorskanetum og síldveiðum, en það segir sig sjálft að oft þurfti að taka til hendi, og að sólarhringurinn var oft of stuttur til þess að afgreiða allan þann afla sem Gullborgin hans Binna bar að landi á þessum tíma en mörg þessara ára voru þeir aflahæstir hér. Einar stóð fyrir sínu, enda af öllum talinn hörkusjómaður. Eftir að Einar hætti sjómennsku var hann um tíma verkstjóri hjá Vestmannaeyjabæ, síðan hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, en mörg síðustu starfsárin var hann löndunarstjóri hjá Fiskimjölsverksmiðjunni h/f.

Árið 1937 kvæntist Einar og var eiginkona hans Helga Jónsdóttir frá Engey hér í bæ. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru Örn Viðar fæddur 1936, Gísli Valur fæddur 1943, Sigríður Mjöll fædd 1947 og Sævar Ver fæddur 1950 en afabömin eru 12. Öll lifa börnin föður sinn, en Helga lést 1990. Leiðir okkar Einars lágu ekki reglulega saman, fyrr en ég fór að starfa með félagi eldri borgara hér í bæ, en Einar hafði þá verið í því félagi í nokkur ár, og var einn af máttarstólpum þess. Hann tók þátt í flestu því starfi er þar fór fram. Fljótlega eftir að ég kynntist Einari fann ég hvað í honum bjó og hvaða mann hann hafði að geyma, og ég held að óhætt sé að fullyrða að hann hafi verið mjög mörgum mannkostum búinn. Hann var einstaklega gjafmildur, hreinskilinn og hrekklaus maður, þá var hann trúmaður mikill og á seinni árum sérlega kirkjurækinn. Þá var hann söngmaður góður, hafði fallega rödd og kraftmikla og hafði ég ánægju af að taka undir sálmana með honum í kirkjunni okkar.

Þó að Einar væri 85 ára þegar hann lést sem vissulega er hár aldur, þá fannst mér þessi ljúflingur kveðja of fljott. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir það að fá að kynnast honum, og sérlega fyrir það að mega með sanni kalla hann einn af mínum bestu vinum.
Blessuð sé minning hans.
Hilmar Rós.

Egon Georg Jensen
F. 3. janúar 1916 - D. 6. mars 1998
Egon fæddist í Árhúsum í Danmörku 3. janúar 1916. Hann lést í Noregi 6. mars 1998.
Foreldrar hans voru hjónin, Viktoría og Carl Vendells Jensen. Egon var eitt af níu börnum þeirra hjóna. Hinn 31. desember 1961 kvæntist hann Ástu Theodórsdóttur frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau 6 börn þau eru: Una Viktoría, Leifur Theodór, Þuríður Ósk, Svandís, Skúli og Helga. Egon kom fyrst til Íslands skömmu eftir seinna stríð. Hann vann í upphafi landbúnaðarstörf á sveitabýlum eins og hann hafði gert i heimalandi sínu.
Eftir að Egon fluttist til Eyja, fór hann strax að stunda sjóinn. Hann var afbragðskokkur og eftirsóttur í það starf. Og að auki hörkuduglegur á dekki. Hann var glaðsinna og átti létt með að fá manskapinn til að hlæja.

Fyrsti báturinn, sem hann var á var Hilmir VE 282, 37 tonn að stærð. Skipstjóri var Sigurbjörn Sigfinnsson. Fengu þeir 900 tonn vetrarvertíðina 1958. Hann var svo með Sigurbirni á Ófeigi III. Sumarið 1962 á síld á Sídon. Eftir það réðst Egon til Grétars Þorgilssonar skipstjóra. Hjá Grétari var hann í mörg ár á Sindra, Ver og Gylfa. Eftir að Gylfi var seldur var hann á Arntý, Sæþóri Árna, Þóri og Illuga.

Egon byggði myndarlegt hús yfir fjölskyldu sína við Fjólugötu. Má segja að hann hafi reist húsið að mestu leyti einn, frá því að grafa og þar til flutt var inn.
Þegar leiðir þeirra Ástu skildu bjó hann hjá Magnúsi Sigurðssyni í Valhöll, dekkkokki af gamla skólanum. Eftir að Magnús veiktist, aðstoðaði Egon hann og hjúkraði þar til yfir lauk. Síðustu 5 árin bjó Egon í Noregi hjá Unu Viktoríu dóttur sinni og manni hennar við gott atlæti. Ég kveð þig gamli vinur, og sendi börnum þínum og fjölskyldum þeirra dýptustu samúðarkveðjur.
Sigurður Jónsson

Eyþór Þórðarson
F. 4. nóvember 1925 - D. 16. október 1998
Góður drengur er genginn. Eyþór Þórðarson fæddist á Sléttabóli við Skólaveg 4. nóv. 1925, einn 6 barna sæmdarhjónanna, Guðfinnu Stefánsdóttur og Þórðar Þórðarsonar, skipstjóra, sem fórst með m.b. Ófeigi slysadaginn mikla, 1. mars 1942. Hann fékk því ungur að kynnast sorginni við föðurmissinn, en það hefur því miður svo oft orðið hlutskipti sjómannsbarna. Guðfinna var ein af hetjum hversdagslífsins. Hún tókst á við erfiðleikana og kom myndarlegum barnahópi til manns. Eyþór fór ungur að vinna og draga björg í bú, var sérlega námsfús alla tíð, lærði vélvirkjun í vélsmiðjunni Magna og þaðan lá leiðin í Vélstjóraskóla Íslands. Sjómennsku stundaði Eyþór á unglingsárum m.a. á síldveiðum á Hrafnkeli goða hjá Júlíusi Sigurðssyni frá Skjaldbreið og var vélstjóri á b.v. Elliðaey hjá Ásmundi Friðrikssyni frá Löndum.

Hann fluttist ungur frá Eyjum og settist að á Suðurnesjum, í Ytri-Njarðvík og búnaðist vel með sínum ágæta lífsförunauti, Svanlaugu Jóhannsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt tveim dætrum þeirra. Þær eiga góða eiginmenn og fjölskyldur. Barnabörnin voru Eyþóri mjög kær. Eyþór var frumkvöðull að stofnun margra félagasamtaka er tengdust áhugamálum hans og starfsvettvangi. Var hann valinn til forustu í mörgum þessara félaga og hlaut margvíslega sæmd fyrir að verðleikum. Eyþór var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. des. 1995.

Eftir jarðeldana 1973 var Eyþór einn af stofnendum Vestmannaeyjafélags á Suðurnesjum. Hann lagði sig allan fram við að greiða götu Eyjafólksins, sem margt átti í miklum erfiðleikum. Öll sú sjálfboðaliðsvinna, sem þá var innt af hendi verður seint fullþökkuð. Alla tíð var hann einstaklega tryggur við Eyjar og hin síðari ár, er tómsundir gáfust, mætti hann jafnan, þegar haldið var upp á söguleg tímamót. Síðast sl. sumar er við minntumst aldarfjórðungsafmælis gosloka.
Eyþór hafði um áraraðir safnað öllu ritmáli, er til var um Eyjar, og útgefið hér. Ekki er kunnugt um annað eins safn í einkaeigu. Síðustu starfsárin eftir að flutt var til Reykjavíkur vann hann við Þjóðskjalasafnið. Þar var réttur maður á réttum stað, þótt hann hefði ekki prófgráðu í fræðum. Hann var einstakur fræðasjór og lærdómsríkt að ræða við hann um menn og málefni. Þekking hans á fólki og ættum var einstök.
Eyþór lést 16. október sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Að leiðarlokum þakka ég gjöful kynni og fel ástvini hans í Drottins hendur
Jóhann Friðfinnsson

Jóhann Frímann Hannesson
F. 18. maí 1924 - D. 19. des. 1997
Jóhann Frímann Hannesson var fæddur 18. maí 1924 að Eiríksstöðum í Svarfárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Ungur fluttist hann til Blönduóss með foreldrum sínum þeim Svövu Þorsteinsdóttur og Hannesi Ólafssyni. Þar ólst hann upp við leik og störf. Veturinn 1942-43 var á Kvennaskólanum á Blönduósi ung Vestmannaeyjasnót, Freyja Kristófersdóttir, sem hann felldi hug til og giftu þau sig fyrsta vetrardag 1945. Þau eignuðust þrjú börn Önnu gifta Ragnari Þór Baldvinssyni, Rúnar og Hlyn sem er giftur Karen lngimarsdóttur. Árið 1945 réri hann sína fyrstu vertíð frá Eyjum. Síðan fluttu þau til Blöndóss og bjuggu þar í rúmt ár en vegna atvinnuleysis fluttu þau aftur til Eyja og bjuggu að Brekastíg 26 hjá foreldrum Freyju. Jóhann stundaði sjómennsku óslitið til 1960 á vetrarvertíðum og sumarsíldveiðum. Mörg ár var hann í sjómannadagsráði og var formaður þess um tíma. Upp úr 1960 fluttust þau til Reykjavíkur og hóf hann þá störf hjá Vegagerð Ríkisins þar sem hann vann allt til starfsloka. Undi hann hag sínum vel þar, en alltaf var sjórinn ofarlega í huga hans og ekki leið sú helgi að hann keyrði ekki á bryggjuna og skoðaði lífið þar. Hann lést 19. des. 1977 eftir heilsubrest til margra ára.
Ragnar Þór Baldvinsson

Ragnar Jóhannsson
F. 5. feb. 1919 - D. 1. feb. 1999
Ragnar Jóhannsson var fæddur á Skálum á Langanesi 5. febrúar 1919. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson bóndi og María Friðriksdóttir. Ragnar var 5 yngsti af sautján systkinum. Ragnar kemur til Eyja fyrst á vertíð 1936 og var hér á vetrum en á Skálum á sumrin. Á Þórshöfn gerði hann út Tý. Árið 1955 flutti hann til Eyja og hefur búið hér síðan, lengi kenndur við Áshól. Hann réri 36, vertíðir í Eyjum og var lengst af með Lalla á Sæfaxa en einnig á öðrum bátum. Eftir að Raggi kom í land vann hann hjá bænum og var í öskunni með Óskari, Sigga Reim og fleiri ágætum mönnum. Hann kvæntist Rósu Sæmundsdóttur frá Draumbæ (f. 27.09. 1907 - D. 25. 10. 1984). Hófu þau búskap árið 1948 og eignuðust einn son Sæmund Rósvelt (F. 7. 3. 1949- D. 16. 3 1951). Eftir lát Rósu bjó hann á Hraunbúðum.
Elsku afi
Takk fyrir samfylgdina og að leyfa okkur að vera partur af lífi þínu. Við minnumst þín með gleði í hjarta og þökkum Guði fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við áttum saman og öll jólin sem þú varst hjá okkur.
Það er erfitt að skrifa til þín minningargrein því það er erfitt að átta sig á að þú hafir kvatt okkur hinstu kveðju.
Þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér hve veikur þú varst orðinn þá hringdi ég strax í mömmu og sagði henni að ég væri á leiðinni heim. Og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að koma og kveðja þig. Daginn sem þú lést og nokkra daga á eftir var ófært frá Eyjum og ég er viss um að þú hafir viljað hafa mig þar í nokkra daga. Og á afmæli þínu, 5. febrúar, þegar alltaf hafði verið brjálað veður tók það hamskiptum og það var rjómablíða þann dag. Takk fyrir að hugsa til okkar....
Elsku afi, ég ætla að kveðja þig með sálminum sem ég hef haldið mikið upp á síðan ég fermdist.

Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð

Nær en blærinn, blómið
barn á mínum armi
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð

Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?

Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.

Frostenson-Sbj. E.

Ég veit að það fer vel um þig uppi hjá Guði. Rósa og litli strákurinn þinn hafa tekið vel á móti þér. Ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og kalla þig afa. Takk fyrir allt elsku afi.
Hjördís Kristín og Ármann Ragnar.

Ólafur Tryggvi Finnbogason
F. 9. ágúst 1922 - D. 14. feb. 1999
Óli í Vallatúni, eins og hann var alltaf kallaður hér í Eyjum, fæddist þar 9. ágúst 1922 og lést í Reykjavík 14. febrúar s.l. Foreldrar hans voru Finnbogi Finnbogason skipstjóri og Sesselja Einarsdóttir. Systkini Ólafs eru Rósa, Árni, sem lengi var skipstjóri á norskum farskipum, Fjóla, Lilja, Ásta og Gréta.
Hann kvæntist Unni Jónsdóttur 2. febrúar 1967, og gekk þá sex börnum hennar í föðurstað. Ólafur hóf sjómennsku hjá pabba sínum á Veigu, ungur, sem beitumaður á línu og háseti á netum á vetrarvertíðum og síldveiðum á sumrin fyrir norðan. Hann var einnig á snurvoð á Skuldinni með Guðjóni í Hlíðardal. Sjómennska varð þó aðallega á farskipum, og lauk hann farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1946. Hann lauk síðar prófi frá Samvinnuskólanum. Iðnskóla Keflavíkur, og skipstjórnarprófi frá Skipstjóraskólanum í Farseund í Noregi.
Hann sigldi í mörg ár stýrimaður á norskum frakt- og olíuskipum víða um heim. Árin 1957 og 1958 var hann á Nýja Sjálandi.
Hann rak friðarhafnarskýlið hér í Eyjum í eitt ár og verslun í Reykjavík í þrjú ár.
Árið 1965 hætti hann siglingum erlendis og hóf störf sem stýrimaður á íslenskum farskipum. Frá ársbyrjun 1974 til 1990 var hann stýrimaður og skipstjóri á skipum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, þeim Freyfaxa og Skeiðfaxa.

Á Sjómannadaginn 1987 var Ólafur heiðraður af sjómannadagsráði fyrir störf sín á sjónum og í desember s.l. var hann sæmdur gullmerki Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands fyrir 50 ár á sjó. Óli í Vallatúni þótti einstaklega ljúfur og góður skipsfélagi. Hann var fróðleiksfús, mikill tungumálamaður og einlægur trúmaður. Hvenær sem hann gat því við komið í höfnum sótti hann kirkju, og las Biblíuna á ólíkum tungumálum.
Héðan úr Eyjum eru eiginkonu hans, stjúpbörnum og systkinum sendar dýpstu samúðarkveðjur.
Friðrik Ásmundsson

Ólafur Jónsson
F. 15. maí 1908 - D. 12. júlí 1998.
Ólafur Jónsson var fæddur í Lambhúskoti undir Vestur-Eyjafjöllum 15. maí 1908. Hann lést á dvalarheimili aldraðra. Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson, bóndi og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir.
Systkyni Ólafs voru sjö. Þegar Ólafur var sextán ár flutti fjölskylda hans til Vestmannaeyja. Eiginkona Ólafs var Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir og saumakona f . 18.9. 1913, d. 27. 1. 1969. frá Ey í Vestur-Landeyjum. Þau gengu í hjónaband 24. 11. 1934. Ólafur og Sigríður eignuðust þrjú börn.
1) Sigríður skrifstofumaður f. 29. 11. 1935. d. 27. 7. 1968. 2) Margrét húsmóðir f. 29. 7. 1939, gift Guðmundi Valdimarssyni vélstjóra og eiga þau fjögur börn. 3) Óli Þór skipa- og húsasmíðameistari f. 30. 3. 1942 , d. 2. 6. 1997, eftirlifandi kona hans er Ingunn Hofdís Bjarnadóttir verkakona og húsmóðir. Þau eignuðust þrjá syni. Sonur Sigríðar fyrir hjónaband var Sigurður Matthíasson f. 2. 2. 1932, d. í júlí 1934.

Ólafur Jónsson var í hópi fjölmargra Eyfellinga sem fluttu til Vestmannaeyja á fyrrihluta þessarar aldar. Eyjar þóttu bjóða möguleika á mikilli vinnu og góðri lífsafkomu.
Fyrstu árin eftir að Ólafur kom til Eyja stundaði hann almenna vinnu bæði til lands og sjávar. Var meðal annars vélstjóri á fiskibátum.
Upp úr 1940 fer Ólafur að starfa við skipasmíðar hjá Gunnari Marel Jónssyni og lýkur námi frá Iðnskóla Vestmannaeyja 1945. Á þessum árum voru skipasmíðar og viðgerðir skipa álitlegur atvinnuvegur. Slipparnir fjölmennir vinnustaðir og vertíðarbátar 60-80 talsins.

Það væri hægt að skrifa langa sögu um þá sem störfuðu í slippunum. Margir góðir hagyrðingar og sögumenn áttu þar samleið. Ekki veit ég hvort Ólafur setti saman vísu, en ég veit að hann kunni margar eftir vinnufélaga sína. Ólafur var sérstaklega minnugur og athugull maður.
Árið 1958 stofnsetti Ólafur fyrirtækið Skipaviðgerðir h/f ásamt félögum sínum Bárði Auðunssyni og Eggerti Ólafssyni. Allir voru þeir skipasmíðameistarar. Ólafur var verkstjóri og yfirsmiður. Fyrstu árin var aðalega unnið við viðgerðir skipa og báta, en einnig nokkuð við nýsmíðar. Hjá fyrirtækinu voru smíðuð 12 tréskip frá 15 til 160 rúmlesta.
Frá árinu 1963 var fyrirtækið til húsa að Strandvegi 80 og rak þar slipp í samvinnu við Skipasmíðastöð Vestmannaeyja.

Gosárið 1973 urðu miklar breytingar á lífi Eyjamanna. Skipaviðgerðir h/f hófu starfsemi í Kópavogi og smíðuðu þar einn 20 lesta bát. Að ári liðnu var starfsemin flutt aftur heim.
Árið 1978 seldi Ólafur sinn eignarhlut í Skipaviðgerðum h/f þá orðin 70 ára gamall.
Ólafur átti gott heimili að Skólavegi 23 „Nýhöfn". Fjölskyldan var honum afar kær. Ekki fór hann varhluta af mótlæti í lífinu, því hann missti dóttur sína Sigríði 1968 og eiginkonu sína Sigríði Sigurðardóttur ári síðar. Syni sínum Óla Þór fylgdi hann til grafar 1997.
Samstarf föður míns og Ólafs í fjölda ára var afar færsælt. Ólafur var hægur og orðvar maður, en skoðanir hans voru ákveðnar.
Kæra Gréta og Guðmundur, lngunn Hofdís og fjölskyldur. Fyrir hönd gamalla starfsfélaga og fjölskyldu minnar vottum við ykkur innilega samúðar. Við eigum minningu um góðan dreng.
Kristján G. Eggertsson

Algeng sjón fyrir 50 árum. Strákar búnir að stela sér jullu og eru að leggja í 'ann.