Jóhann Frímann Hannesson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhann Frímann Hannesson.

Jóhann Frímann Hannesson frá Eiríksstöðum í Svartárdal í A.-Hún, verkamaður, umsjónarmaður, skrifstofumaður fæddist þar 18. maí 1924 og lést 19. desember 1997.
Foreldrar hans voru Hannes Ólafsson bóndi á Eiríksstöðum, síðan verkamaður í Kistu á Blönduósi, f. 1. september 1890, d. 15. júní 1950, og kona hans Svava Þorsteinsdóttir frá Brautarholti á Blönduósi, húsfreyja, f. 7. júlí 1891, d. 28. janúar 1973.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Blönduóss.
Hann vann ýmis störf í æsku, lengst stundaði hann sjómennsku í Eyjum. Eftir flutning til Reykjavíkur vann Jóhann Frímann hjá Vegagerð Ríkisins, var þar m.a. umsjónarmaður og skrifstofumaður.
Hann sat í Sjómannadagsráði í mörg ár, var formaður þess um skeið.
Þau Freyja giftu sig 1945, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Bjarmahlíð við Brekastíg 26 í Eyjum. Þar fæddist Anna 1946. Þau fluttu til Blönduóss. Þar fæddist Rúnar Þorkell 1947. Þaðan fluttu þau aftur til Eyja, bjuggu í Bjarmahlíð við Brekastíg 26 1949. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur um 1960, bjuggu síðast á Vesturbergi 52.
Jóhann Frímann lést 1997.
Freyja dvelur á Grund í Reykjavík.

I. Kona Jóhanns Frímanns, (27. október 1945), er Freyja Kristín Kristófersdóttir frá Bjarmahlíð, húsfreyja, f. 21. september 1924 á Oddsstöðum.
Börn þeirra:
1. Anna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1946 í Bjarmahlíð við Brekastíg 26. Maður hennar Ragnar Þór Baldvinsson.
2. Rúnar Þorkell Jóhannsson bifvélavirki, f. 25. ágúst 1947 á Blönduósi, d. 18. júlí 2018. Barnsmóðir hans Ellý Pálsdóttir. Fyrrum kona hans Björg Guðmundsdóttir.
3. Hlynur Jóhannsson, rekur bílaleigu á Akureyri, f. 30. janúar 1968. Sambúðarkona hans Karen Ingimarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. janúar 1998.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.