Ólafur Tryggvi Finnbogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Tryggvi Finnbogason, Vallartúni, fæddist 9. ágúst 1922 og lést 14. febrúar 1999. Hann var sonur Finnboga Finnbogasonar skipstjóra og Sesselju Einarsdóttur. Kona hans var Unnur Jónsdóttir og gekk Ólafur sex börnum hennar í föðurstað.

Ólafur hóf sjómennsku hjá föður sínum ungur. Hann sigldi síðar í mörg ár sem stýrimaður á norskum frakt- og olíuskipum víða um heim, meðal annars á Nýja Sjálandi. Ólafur rak Skýlið um tíma og síðar rak hann verslun í Reykjavík í þrjú ár.

Á sjómannadaginn 1987 var Ólafur heiðraður af sjómannadagsráði fyrir störf sín á sjónum og í desember 1987 var hann sæmdur gullmerki Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands fyrir 50 ár á sjó.

Óli í Vallartúni var fróðleiksfús og mikill trúmaður. Hann sótti mjög í kirkju og las Biblíuna á ólíkum tungumálum.


Heimildir

  • Friðrik Ásmundsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 1999.