„Axel Sigurðsson (læknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Axel Finnur Sigurðsson. '''Axel Finnur Sigurðsson''' læknir fæddist 21. ágúst 1959 á Herjólfsgötu 9.<br> Foreldr...)
 
m (Verndaði „Axel Sigurðsson (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 30. október 2021 kl. 12:21

Axel Finnur Sigurðsson.

Axel Finnur Sigurðsson læknir fæddist 21. ágúst 1959 á Herjólfsgötu 9.
Foreldrar hans voru Sigurður Finnsson skólastjóri, f. 30. apríl 1921 í Borgarnesi, d. 31. ágúst 1962, og kona hans Linda Grüner Axelsdóttir frá Dagsbrún, húsfreyja, f. 9. mars 1921, d. 23. desember 2006.
Fósturfaðir Sigríðar var Þorsteinn Mikael Sigurðsson vélvirkjameistari, f. 24. mars 1922, d. 22. mars 1993.

Börn Lindu og Sigurðar:
1. Sigríður Sigurðardóttir kennari í Reykjavík, f. 2. mars 1945 í Dagsbrún. Fyrrum maður hennar Jónatan Þórmundsson. Maður hennar Magnús Marísson.
2. Svanhildur Sigurðardóttir leikskólakennari, skrifstofumaður, f. 13. mars 1950 á Herjólfsgötu 9. Maður hennar Gylfi Guðmundsson.
3. Axel Finnur Sigurðsson læknir, dr. med., f. 21. ágúst 1959 á Herjólfsgötu 9. Kona hans Elínborg Sigurðardóttir.

Axel var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hans lést er Axel var þriggja ára.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1978, lauk kandídatsprófi í læknisfræði í Háskóla Íslands 1984, stundaði doktorsnám í Gautaborgarháskóla í Svíþjóð frá janúar 1988-október 1993, varð dr. med. þaðan 15. október 1993, lauk sérfræðiprófi sænska hjartalæknafélagsins í september 1990.
Axel fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 4. október 1985 og í Svíþjóð 7. október 1988, sérfræðingsleyfi í hjartalækningum í Svíþjóð 14. september 1990 og í lyf- og hjartalækningum á Íslandi 4. maí 1992.
Axel var aðstoðarlæknir á námstíma í Svíþjóð og á Heilsugæslustöð Húsavíkur, og vann kandídatsskyldu sína á Landakotsspítala, Borgarspítala og Landspítala, vann í sérfræðinámi í Gautaborg í Svíþjóð og í British Columbia í Kanada.
Hann hefur verið sérfræðingur í lyf- og hjartasjúkdómum á Landspítalanum frá september 1996 og rekur stofu í Hjartamiðstöðinni frá 2008.
Kennslustörf:
Axel var lektor í lyflæknisfræði við Gautaborgarháskóla 1994-1995, stundakennari í lyfjafræði lyfsala í Háskóla Íslands frá 1997-2002 .
Félags- og trúnaðarstörf:
1. Í stjórn Félags ungra lækna og formaður fræðslunefndar félagsins 1985-1986.
2. Hann var gjaldkeri stjórnar Félags íslenskra lækna í Svíþjóð 1989-1990, formaður 1990-1991.
3. Þá var Axel ritari í stjórn Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna frá 1998-2001 og formaður frá 2001-2006.
Ritstörf:
1. Neurohormonal Activation in in patients with Acute Myocardial Infarction or Chronic Congestive Heart Failure, Göteborg 1993 (doktorsritgerð). <br 2. Greinar um eigin rannsóknarniðurstöður í innlendum og erlendum læknatímaritum.
3. Yfirlitsgreinar í erlendum læknatímaritum og kennslubókum.
Þau Elínborg giftu sig 1989, eignuðust tvö börn. Þau búa í Reykjavík.

I. Kona Axels Finns, (17. júní 1989), er Elínborg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 12. september 1960. Foreldrar hennar voru Sigurður Tómasson frá Sauðárkróki, stýrimaður, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. mars 1914, d. 9. ágúst 1978, og kona hans Herborg Guðmundsdóttir frá Höfða á Völlum, húsfreyja, f. 21. desember 1915, d. 18. október 2010.
Börn þeirra:
1. Tómas Andri Axelsson læknir, nemur þvagfæraskurðlækningar í Stokkhólmi, f. 3. nóvember 1988. Sambúðarkona hans Katla Þorvaldsdóttir.
2. Arnar Kári Axelsson lögfræðingur, nefndaritari hjá Alþingi, f. 28. ágúst 1990. Sambúðarkona hans Margrét Sveinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Axel.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.