Sigríður Sigurðardóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Sigurðardóttir.

Sigríður Sigurðardóttir kennari fæddist 2. mars 1945 í Dagsbrún.
Foreldrar hennar voru Sigurður Finnsson skólastjóri, f. 30. apríl 1921 í Borgarnesi, d. 31. ágúst 1962, og kona hans Linda Grüner Axelsdóttir frá Dagsbrún, húsfreyja, f. 9. mars 1921, d. 23. desember 2006.
Fósturfaðir Sigríðar var Þorsteinn Mikael Sigurðsson vélvirkjameistari, f. 24. mars 1922, d. 22. mars 1993.

Börn Lindu og Sigurðar:
1. Sigríður Sigurðardóttir kennari í Reykjavík, f. 2. mars 1945 í Dagsbrún. Fyrrum maður hennar Jónatan Þórmundsson. Maður hennar Magnús Marísson.
2. Svanhildur Sigurðardóttir leikskólakennari, skrifstofumaður, f. 13. mars 1950 á Herjólfsgötu 9. Maður hennar Gylfi Guðmundsson.
3. Axel Finnur Sigurðsson læknir, dr. med., f. 21. ágúst 1959 á Herjólfsgötu 9. Kona hans Elínborg Sigurðardóttir.

Sigríður var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var 17 ára.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1961, nam við Menntaskólann á Laugarvatni 1961-1963, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1965, lærði ensku og frönsku í Háskóla Íslands 1965-1966, lauk kennaraprófi 1967.
Sigríður kenndi í Langholtsskóla í Reykjavík 1967-1979 (leyfi 1974-1976), í Hvassaleitisskóla í Reykjavík frá 1985 til starfsloka 2008. Hún vann á sumrum 1966-1969 í skrifstofu Ríkisútgáfu námsbóka.
Þau Jónatan giftu sig 1968, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Magnús giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau búa í Reykjavík.

I. Fyrri maður Sigríðar, (28. september 1968, skildu), er Jónatan Þórmundsson prófessor, f. 19. desember 1937 í Stóra-Botni í Hvalfirði. Foreldrar hans voru Þórmundur Erlingsson bóndi, síðar birgðavörður í Reykjavík, f. 3. janúar 1904, d. 3. september 1998, og kona hans Oddný Gróa Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1915, d. 13. ágúst 2002.
Barn þeirra:
1. Sigurður Freyr Jónatansson tryggingastærðfræðingur, vinnur hjá Fjármálaeftirlitinu, f. 7. maí 1969. Kona hans Sigríður Hjördís Jörundsdóttir.

II. Síðari maður Sigríðar, (26. febrúar 1972), er Magnús Guðbjartur Breiðfjörð Marísson verslunarmaður, f. 20. júní 1947. Foreldrar hans Marís Kristinn Arason vaktmaður í Reykjavík, f. 25. maí 1908, d. 31. maí 1992, og kona hans Guðrún Anna Magdalena Guðbjartsdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1919, d. 7. júní 2008.
Börn þeirra:
2. Linda Mjöll Magnúsdóttir jogakennari, f. 5. september 1973. Fyrrum maður hennar Leon Knep.
3. Hildur Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, starfar á Keldum, f. 10. desember 1981. Maður hennar Fannar Ríkarðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.