Svanhildur Sigurðardóttir (Herjólfsgötu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Svanhildur Sigurðardóttir leikskólakennari, skrifstofumaður fæddist 13. mars 1950 á Herjólfsgötu 9.
Foreldrar hennar voru Sigurður Finnsson skólastjóri, f. 30. apríl 1921 í Borgarnesi, d. 31. ágúst 1962, og kona hans Linda Grüner Axelsdóttir frá Dagsbrún, húsfreyja, f. 9. mars 1921, d. 23. desember 2006.
Fósturfaðir Svanhildar var Þorsteinn Mikael Sigurðsson vélvirkjameistari, f. 24. mars 1922, d. 22. mars 1993.

Börn Lindu og Sigurðar:
1. Sigríður Sigurðardóttir kennari í Reykjavík, f. 2. mars 1945 í Dagsbrún. Fyrrum maður hennar Jónatan Þórmundsson. Maður hennar Magnús Marísson.
2. Svanhildur Sigurðardóttir leikskólakennari, skrifstofumaður, f. 13. mars 1950 á Herjólfsgötu 9. Maður hennar Gylfi Guðmundsson.
3. Axel Finnur Sigurðsson læknir, dr. med., f. 21. ágúst 1959 á Herjólfsgötu 9. Kona hans Elínborg Sigurðardóttir.

Svanhildur var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést er hún var á 13. ári.
Hún nam við Fósturskólann, varð leikskólakennari 1970, tók síðar verslunarpróf í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og varð stúdent af félagsfræðibraut þar 1984.
Svanhildur vann af og til á leikskóla, en starfaði lengst hjá Húsnæðisstofnun Ríkisins, (nú Íbúðalánasjóður).
Þau Gylfi giftu sig 1973, eignuðust tvö börn. Þau búa á Hellulandi 9 í Reykjavík.

I. Maður Svanhildar, (28. apríl 1973), er Gylfi Guðmundsson flugvélavirki, f. 11. júní 1943. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson frá Þiðriksvöllum í Strandasýslu, leigubifreiðastjóri, f. 19. október 1903, d. 13. október 1997, og kona hans Jóna Ingveldur Jónsdóttir frá Hárlaugsstöðum í Ásahreppi, Rang., húsfreyja, f. 3. febrúar 1908, d. 1. janúar 1997
Börn þeirra:
1. Íris Mjöll Gylfadóttir viðskiptafræðingur, MBA, vinnur í eigin fyrirtæki, f. 28. október 1973. Fyrrum maður hennar Njörður Snæhólm. Maður hennar Friðrik Larsen.
2. Erla Rós Gylfadóttir tölvunarfræðingur, vinnur hjá Reykjavíkurborg, f. 22. október 1978. Maður hennar Pétur Thor Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.