Linda Axelsdóttir (Dagsbrún)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Linda Axelsdóttir.

Linda Grüner Axelsdóttir frá Dagsbrún, húsfreyja fæddist þar 9. mars 1921 og lést 23. desember 2006.
Foreldrar hennar voru Axel Antonsson Bjarnasen kennari, vigtarmaður, f. 3. febrúar 1895 í Steinum, d. 25. september 1967 og kona hans Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir frá Garðsstöðum á Stokkseyri, f. 9. febrúar 1896, d. 22. maí 1961.

Linda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1942- 1943.
Linda vann afreiðslustörf í Versluninni Drífanda um sjö ára skeið.
Þau Sigurður giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Dagsbrún, síðan á Herjólfsgötu 9.
Sigurður lést 1962.
Þau Mikael hófu búskap 1963, bjuggu í Reykjavík. Hann lést 1993 og Linda 2006.

I. Maður Lindu, (23. september 1944), var Sigurður Eggert Finnsson kennari, skólastjóri, f. 30. apríl 1921, d. 31. ágúst 1962.
Börn þeirra:
1. Sigríður Sigurðardóttir kennari í Reykjavík, f. 2. mars 1945 í Dagsbrún. Fyrrum maður hennar Jónatan Þórmundsson. Maður hennar Magnús Marísson.
2. Svanhildur Sigurðardóttir leikskólakennari, skrifstofumaður, f. 13. mars 1950 á Herjólfsgötu 9. Maður hennar Gylfi Guðmundsson.
3. Axel Finnur Sigurðsson læknir, dr. med., f. 21. ágúst 1959 á Herjólfsgötu 9. Kona hans Elínborg Sigurðardóttir.

II. Sambýlismaður Lindu frá 1963 var Þorsteinn Mikael Sigurðsson vélvirkjameistari í Reykjavík, f. 24. mars 1922, d. 22. mars 1993. Foreldrar hans voru Sigurður Björgvin Jóhannsson bóndi á Selárbakka og í Rauðuvík í Árskógshreppi í Eyjaf., síðar sjómaður í Hrísey, f. 2. nóvember 1896, d. 8. september 1945, og kona hans Baldrún Laufey Árnadóttir húsfreyja, f. 28. maí 1897, d. 2. mars 1983. Þau voru barnlaus saman, en Mikael átti fjögur börn frá hjónabandi sínu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.