„Sveinn Sverrir Sveinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sveinn Sverrir Sveinsson. '''Sveinn Sverrir Sveinsson''' (Sverrir Sveinn í prestþj.bók) múrari, verkamaður fæddist 25. októb...)
 
m (Verndaði „Sveinn Sverrir Sveinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 16. október 2021 kl. 14:33

Sveinn Sverrir Sveinsson.

Sveinn Sverrir Sveinsson (Sverrir Sveinn í prestþj.bók) múrari, verkamaður fæddist 25. október 1924 í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og lést 13. maí 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Sveinn Sigurður Sveinsson sjómaður, verkamaður á Nesi í Norðfirði, f. 16. september 1900 á Norðfirði, d. 29. apríl 1941, og kona hans Anna Herborg Guðmundsdóttir frá Borgarfirði eystra húsfreyja, f. 7. október 1896, d. 11. október 1979.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Norðfjarðar á fyrsta ári sínu.
Hann flutti til Eyja 17 ára gamall.
Hann stundaði nám við Iðnskólann í Eyjum, lærði múraraiðn, tók sveinspróf og vann við þá iðn sína í fjölda ára. Auk þess stundaði hann sjómennsku á yngri árum, vann við fiskiðnað í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og var verkamaður hjá Rafveitunni, m.a. við uppbyggingu spennistöðva.
Eftir flutning í Kópavog vann hann í fyrstu hjá Viðlagasjóði, um skeið hjá Saltveri í Njarðvík, en síðar lengst hjá Kópavogsbæ.
Þau Sigríður Ragna giftu sig 1948, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu við Víðisveg 7C til Goss 1973, en fluttu þá til Reykjavíkur og síðan í Kópavog, bjuggu þar á Reynigrund 71.
Sveinn lést 2004 og Sigríður Ragna 2008.

I. Kona Sveins Sverris, (17. janúar 1948), var Sigríður Ragna Júlíusdóttir frá Stafholti, húsfreyja, saumakona, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
Börn þeirra:
1. Júlíus Athur Sveinsson verkamaður, f. 25. júní 1944. Kona hans Freydís Fannbergsdóttir, látin.
2. Sveinborg Sveinsdóttir, f. 4. janúar 1946, d. 7. apríl 1946.
3. Sveinborg Helga Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 13. júní 1948, d. 13. mars 2004. Maður hennar Finnbogi Jónsson, látinn.
4. Ragnar Sveinsson húsasmíðameistari í Mosfellsbæ, f. 9. júlí 1955. Kona hans Gunnhildur M. Sæmundsdóttir.
5. Sveinn Sigurður Sveinsson smiður í Reykjavík, f. 21. apríl 1957. Kona hans Margrét J. Bragadóttir.
6. Birgir Sveinsson húsasmiður í Reykjavík, f. 6. febrúar 1959. Kona hans Steinunn Ingibjörg Gísladóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 21. maí 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.