Sveinborg Sveinsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinborg Helga Sveinsdóttir.

Sveinborg Helga Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, félagsmálastjóri fæddist 13. júní 1948 og lést 13. mars 2004.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sverrir Sveinsson frá Norðfirði, múrari, verkamaður, f. 15. október 1924, d. 13. maí 2004, og kona hans Sigríður Ragna Júlíusdóttir frá Stafholti, húsfreyja, saumakona, kaupmaður, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.

Börn Sigríðar Rögnu og Sveins:
1. Júlíus Athur Sveinsson verkamaður, f. 25. júní 1944. Kona hans Freydís Fannbergsdóttir.
2. Sveinborg Sveinsdóttir, f. 4. janúar 1946, d. 7. apríl 1946.
3. Sveinborg Helga Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 13. júní 1948, d. 13. mars 2004. Maður hennar Finnbogi Jónsson, látinn.
4. Ragnar Sveinsson húsasmíðameistari í Mosfellsbæ, f. 9. júlí 1955. Kona hans Gunnhildur M. Sæmundsdóttir.
5. Sveinn Sigurður Sveinsson smiður í Reykjavík, f. 21. apríl 1957. Kona hans Margrét J. Bragadóttir.
6. Birgir Sveinsson húsasmiður í Reykjavík, f. 6. febrúar 1959. Kona hans Steinunn Ingibjörg Gísladóttir.

Sveinborg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfæðingur í Gagnfræðaskólanum 1965, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í október 1970, lauk framhaldsnámi í geðhjúkrun 1981.
Sveinborg vann við Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum 1970-1971, við geðdeild Borgarspítalans 1971-1972, við lyflæknisdeild Landspítalans 1972-1973, við sjúkrahúsið á Blönduósi sumarið 1973 og sumarið 1974, við krabbameinsdeild og langlegudeild Háskólasjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð 1975 og 1977-1978.
Sveinborg vann á geðdeild Landspítalans 1981-1982. Árin 1982 til 1986 starfaði hún í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, fyrst sem deildarstjóri á geðdeild og síðustu tvö árin sem fræðslustjóri FSA.
Árin 1987 til 1996 var Sveinborg félagsmálastjóri í Neskaupstað. Hluta af tímanum starfaði hún einnig að sömu málum á Eskifirði.
Sveinborg var formaður Félags hjúkrunarfræðinga á Norðurlandi 1984 til 1986, starfaði að stofnun og uppbyggingu kvennaathvarfs á Akureyri og var í stjórn Rauða kross Íslands 1998-2002.
Þau Finnbogi giftu sig 1971, eignuðust tvö börn.
Sveinborg lést 2004 og Finnbogi 2021.

I. Maður Sveinborgar, (27. febrúar 1971), var Finnbogi Jónsson kennari, verkfræðingur, rekstrarhagfræðingur, framkvæmdastjóri, forstjóri, f. 13. janúar 1950, d. 9. september 2021.
Börn þeirra:
1. Esther Finnbogadóttir viðskiptafræðingur, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, f. 30. nóvember 1969. Barnsfeður hennar Bjarni Karl Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Gestsson. Maður hennar Ólafur Georgsson.
2. Sigríður Ragna Finnbogadóttir fyrrum flugfreyja, starfsmaður fasteignasölu, f. 20. júlí 1976. Maður hennar Roberto Gonzalez Martinez.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 26. mars 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.