„Súsanna Halldórsdóttir (Sunna)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Súsanna Halldórsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
m (Viglundur færði Súsanna Halldórsdóttir á Súsanna Halldórsdóttir (Sunna)) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 19. maí 2021 kl. 17:24
Guðrún Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) húsfreyja, sölustjóri, skrifstofumaður fæddist 19. maí 1929 á Skólavegi 25 og lést 6. júlí 2009.
Foreldrar hennar voru Halldór Jón Einarsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 27. febrúar 1894, d. 11. október 1972, og kona hans Elín Sigurðardóttir frá Rauðafelli, húsfreyja, f. 11. maí 1899, d. 7. maí 1966.
Börn Elínar og Halldórs Jóns:
1. Sigríður Jakobína Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. október 1921 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1977. Maður hennar Ingibergur Sæmundsson.
2. Einar Halldórsson skrifstofustjóri, trillukarl, landsliðsmaður í knattspyrnu, f. 2. júní 1923, d. 7. júní 2007. Kona hans Sigrún Þuríður Bjarnadóttir
3. Guðrún Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) húsfreyja, sölustjóri, skrifstofumaður, f. 19. maí 1929, d. 6. júlí 2009. Fyrri maður hennar Jón Atli Jónsson. Síðari maður hennar Haukur Benediktsson Gröndal.
Súsanna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum, nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Súsanna vann verslunar- og skrifstofustörf, m.a. í Bókabúðinni Helgafell, í Bananasölunni og í Heyrnar- og talmeinastöðinni. Þau Jón Atli ráku Lakkrísgerðina Krumma nokkur misseri og þar sá Súsanna um söluna og bókhald.
Hún var um skeið gjaldkeri Kvenfélagsins Heimaeyjar og var sjálfboðaliði við þjónustu Eyjafólks í Hafnarbúðum við Gosið 1973.
Þau Jón Atli bjuggu saman frá 1952 uns hann lést 1975. Þau voru barnlaus.
Þau Haukur giftu sig 1978, en hann lést 1979. Þau voru barnlaus.
Súsanna lést 2009.
I. Maður Súsönnu, (1952), var Jón Atli Jónsson vélstjóri, f. 13. júní 1924, d. 19. mars 1975. Foreldrar hans voru Jón Júníusson, f. 20. nóvember 1895, d. 17. janúar 1967, og Jónína Jónsdóttir, f. 13. júní 1924, d. 19. mars 1975.
Þau voru barnlaus.
II. Maður Súsönnu, (1978), var Haukur Benediktsson Gröndal verslunarmaður, fulltrúi, framkvæmdastjóri, f. 3. febrúar 1912, d. 17. september 1979. Foreldrar hans voru Benedikt Gröndal Þorvaldsson, f. 9. ágúst 1870, d. 14. júlí 1938 og Sigríður Guðmundsdóttir Gröndal, f. 10. október 1885, d. 24. október 1960.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 20. júlí 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.