„Ritverk Árna Árnasonar/Svavar Þórarinsson (Suðurgarði)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Svavar Þórarinsson frá Suðurgarði.jpg|250px|thumb|''Svavar Þórarinsson.]] | |||
'''''<big>Kynning.</big>''''' | '''''<big>Kynning.</big>''''' | ||
Lína 9: | Lína 10: | ||
Svavar ólst upp í Suðurgarði hjá [[Ingibjörg Jónsdóttir (Suðurgarði)|Ingibjörgu Jónsdóttur]] húsfreyju og [[Jón Guðmundsson (Suðurgarði)|Jóni Guðmundssyni]] bónda.<br> | Svavar ólst upp í Suðurgarði hjá [[Ingibjörg Jónsdóttir (Suðurgarði)|Ingibjörgu Jónsdóttur]] húsfreyju og [[Jón Guðmundsson (Suðurgarði)|Jóni Guðmundssyni]] bónda.<br> | ||
I. Barnsmóðir Svavars var Hulda Guðmundsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 17. október 1927, d. 20. október 2015.<br> | |||
Barn þeirra:<br> | |||
1. Guðmundur Svavarsson viðskiptafræðingur í Svíþjóð, f. 3. mars 1949 á Þórkötlustöðum í Grindavík. Kona hans Sigríður Victoría Árnadóttir.<br> | |||
{{Heimildir| | |||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | |||
*[[Árni Árnason (símritari)|Árni Árnason]]. | |||
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012. | |||
*Garður.is. | |||
*Íslendingabók.is. | |||
*Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986. | |||
*Manntöl.}} | |||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
<center> Úr fórum Árna Árnasonar</center> | <center> Úr fórum Árna Árnasonar</center> | ||
Lína 72: | Lína 84: | ||
::::::::::: (Skrifað í febr., 11 degi 1954) ''Árni Árnason.'' | ::::::::::: (Skrifað í febr., 11 degi 1954) ''Árni Árnason.'' | ||
{{Árni Árnason}} | {{Árni Árnason}} | ||
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]] | [[Flokkur: Iðnaðarmenn]] | ||
[[Flokkur: Rafvirkjar]] | [[Flokkur: Rafvirkjar]] |
Núverandi breyting frá og með 1. október 2020 kl. 18:03
Kynning.
Svavar Þórarinsson rafvirkjameistari frá Suðurgarði fæddist 3. júní 1915 og lést 14. apríl 1951.
Faðir Svavars og barnsfaðir Guðlaugar var Þórarinn Böðvar (Þórarinsson) Guðmundsson verslunarmaður og ritstjóri, f. 13. febrúar 1882 í Kaupmannahöfn, d. 5. júní 1952, Þórarinsson (eldri) kaupmanns á Seyðisfirði, f. 1. mars 1844 í Árnessókn á Ströndum, d. 14. febrúar 1928, Guðmundssonar Salómonsens prests í Árnesi í Strandasýslu, f. 5. mars 1813, d. 5. nóvember 1848, Jónssonar kaupmanns í Reykjafirði um skeið, Salómonsen, og konu sr. Guðmundar, Guðrúnar Pálínu húsfreyju, f. 1820, d. 27. maí 1891, Böðvarsdóttur prests Þorvaldssonar.
Móðir Þórarins (yngri) og kona Þórarins kaupmanns var Sigríður húsfreyja í Thostrupsverslunarhúsi á Seyðisfirði 1890, f. 3. júlí 1861 í Reykjavík, d. 28. desember 1937, Jónsdóttir, f. 4. október 1838, d. 13. júní 1920, Guðmundssonar.
Sr. Guðmundur í Árnesi var bróðir Ragnheiðar Jónsdóttur, konu sr. Brynjólfs Jónssonar að Ofanleiti, móðurforeldra Árna kaupmanns, Brynjólfs tónlistarfrömuðar og kaupmanns og Leifs Sigfússonar tannlæknis.
Móðir Svavars í Suðurgarði var Guðlaug Oddgeirsdóttir, f. 20. janúar 1885, d. 21. desember 1966.
Svavar ólst upp í Suðurgarði hjá Ingibjörgu Jónsdóttur húsfreyju og Jóni Guðmundssyni bónda.
I. Barnsmóðir Svavars var Hulda Guðmundsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 17. október 1927, d. 20. október 2015.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Svavarsson viðskiptafræðingur í Svíþjóð, f. 3. mars 1949 á Þórkötlustöðum í Grindavík. Kona hans Sigríður Victoría Árnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Hljóðnaði Heimaey
- á heiðum morgni
- björt og himinhrein,
- er sungu sólfagrir
- strengir vorsins
- sorgarblandinn óð.
Eyjarnar glóðu í gullnu skyni morgunsólarinnar íklæddar sínu fegursta vorgróðrar skrúði. Hvar, sem augað leit, blasti eitthvað fagurt við. Hafið var skínandi bjart og spegilslétt og eyjaklasinn ljómaði eins og perludjásn á bylgjubandinu. Svartþrasta-, sólskríkju- og hinna fyrstu farfugla-söngur fyllti loftið, fagur og blíður, allskonar hvítfugl sveif fagurlega og friðsælt yfir höfninni, kringum Klifið, Heimaklett og Ystaklett. Hvarvetna ríkti gleði og ánægja vegna komandi sumars, sólarljóss og yls, gleði, fegurðar lífsins og friðsældar.
Allt í einu raufst þessi unaðsblíða og lífsgleði, og það var eins og andardráttur lífsins hefði snögglega stöðvast. Djúpir tónar klukkunnar Líkaböng kváðu við, titrandi hljómöldur hennar bárust sorgþrungnar og tregablandnar yfir byggðarlagið og fluttu þá váfregn, sem allir veigruðu sér við að trúa. Náttúran og lífið í byggðarlaginu lögðu hlustirnar við tónaregni Líkabangar.
- Fífill í túni,
- fagur móti himni
- brosti, þá vorsólin skein.
- Þótt hann til foldar
- fölnaður hverfi,
- hans minning lifir ljúf og hrein.
Fregnin var óljós og fannst Eyverjum fyrst, að um einhvern herfilegan misskilning væri að ræða, sem leiðréttur yrði innan fárra stunda. En þær liðu og urðu að dögum og vikum, en hin harmþrungna fregn varð ekki leiðrétt. Hún varð að staðreynd, sem ekki varð umflúin.
Svavar Þórarinsson frá Suðurgarði hafði farist á sviplegan hátt um borð í skipi, aðeins tæpra 34 ára gamall, farist, en hvernig vissi enginn framyfir það, að líklegt var talið, að hann hefði hrokkið fyrir borð og drukknað. Í skipinu sást hann síðast skömmu eftir að það lét úr Reykjavíkurhöfn. – Horfinn – Dáinn.
- Dagur er liðinn,
- og deyjandi hafölduniður
- dvínar við ströndu,
- um Heimaey kyrrð er og friður.
- Út yfir sæ
- ómar frá tregandi bæ
- sorgarþrunginn saknaðarkliður.
Ástvinir hans eiga um sárt að binda, og Eyjarnar og íbúar þeirra taka innilega þátt í sorg þeirra, og trega sinn góðvin og félaga.
- Hjartkæri Svavar
- harmskýin byrgja
- döpur og ömurleg dagsins ljós.
- Enn sannast orðin
- óðskáldsins góða,
- að fyrst deyr í haga rauðust rós...
Á örlagastundu sem þessari finnur maður sárt til þess, hve töluð orð eða rituð eru fátækleg og tóm, hversu lítið þau megna að lýsa tilfinningum okkar. Þá virðist sem þögnin verði vort hjartans mál, og menn flýja í einrúmi með hugsanir sínar og trega.
Svavar varð aðeins tæpra 34 ára gamall, fæddur 16. júní 1916, en talinn hafa látist 14. apríl 1950. Náin ættfærsla Svavars sál. er óþörf, en móðir hans var hin góðkunna Guðlaug dóttir séra Oddgeirs Guðmundsen að Ofanleiti og konu hans Önnu Guðmundsdóttur. Faðir Svavars var Þórarinn Böðvar (Þórarinsson) Guðmundsson frá Seyðisfirði.
Ungur fór Svavar að Suðurgarði til hinna valinkunnu hjóna og búenda þar Jóns Guðmundssonar og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur og ólst þar upp, en þau hjónin, börn þeirra og allt heimilislíf var í sannleika sagt rómað fyrir hjartahlýju, gleði og höfðingsskap á öllum sviðum. Í uppvextinum mótaðist Svavar því af þessum eftirsóttu mannkostum, enda bar hann þá í ríkum mæli.
- Þú sem varst allra yndi
- æskunnar glatt um svið
- allt, meðan lék í lyndi,
- lífsröðull brosti við.
- Frændur og vinir fundu
- falslausa þína tryggð,
- bræðralag við þig bundu
- best þeir, sem unnu dyggð.
Heimilishættir í Suðurgarði voru margbrotnir, búskaparstörf hverskonar, útræði, fuglatekja og bjargferðir ýmiss konar, sem voru samfara nytjun jarðarinnar að Suðurgarði og hlunnindum hennar í leigumálum.
Í þessum störfum lifði og hrærðist Svavar í náinni samvinnu við uppeldisbróður sinn, Sigurgeir sál. Jónsson, hinn landskunna bjargmann Vestmannaeyja.
Eðlileg afleiðing samvista þeirra varð hin snjalla bjargfimi Svavars sál., enda var hann sigmaður með ágætum og fjöll Eyjanna hans rétti vettvangur. Hefir hann ritað nafn sitt gullnum stöfum í sögu bjarggöngu og veiðimanna við hlið uppeldisbróður síns, Sigurgeirs í Suðurgarði. Fer því vel á því, að nöfn þeirra standi saman á minnismerkinu í Bjarnarey og verði merkið til minningar um þá báða, fjallagarpana, bræðurna, vinina – fjallasnillingana frá Suðurgarði.
Það má segja, að Svavar fæddist og þroskaðist andlega og líkamlega í háfjöllum Eyjanna. Blómskrúð þeirra urðu trúnaðarvinir hans, um leið og það glæddi fegurðarskyn hans og vakti ást hans á öllu, sem fagurt var og viðkvæmt.
Vængjaþytur og margraddaður fuglasöngur Eyjanna með undirleik brimsins voru honum hjartfólgnir tónar, sem vöktu viðkvæmni í brjósti hans og fagrar myndir í dreymandi hug hans um fagurt og friðsælt líf náttúrunnar, sem hann var svo órjúfanlega tengdur, ekki hvað síst lífi bjargveiðimanna í Bjarnarey. Þar átti hann margar unaðslegar samverustundir við vini sína, veiðimennina, blómaskrúðið og fugla loftsins – hjartahlýr og kátur.
- Hann minnti á vorblæ, er hlýlega Bjarnarey strýkur,
- hugljúfi allra, af snilli og atgjörvi ríkur,
- söngvinn og glaður, hver sveinn vildi vera honum líkur.
- Hann fór eins og unginn, sem flýgur í blindni á strenginn,
- þá förin er hafin að leita uppi sólgullnu vengin.
- Bjarnarey hljóðnar og tregast – það bætir víst enginn,
- bjarthærða vininn, trygglynda Suðurgarðs-drenginn.
- (Skrifað í febr., 11 degi 1954) Árni Árnason.