„Ragnheiður Jónsdóttir (Dal)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Ragnheiður Jónsdóttir. '''Ragnheiður Jónsdóttir''' frá Dal, hjúkrunarfræðingur, húsfreyja fæddist þar 2...) |
m (Verndaði „Ragnheiður Jónsdóttir (Dal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 5. desember 2019 kl. 14:28
Ragnheiður Jónsdóttir frá Dal, hjúkrunarfræðingur, húsfreyja fæddist þar 29. október 1917 og lést 22. mars 2004.
Foreldrar hennar voru Jón Guðnason járnsmiður, útgerðarmaður, síðar söðlasmiður á Selfossi, f. 13. júní 1889, d. 8. febrúar 1972, og kona hans Ingibjörg Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 24. janúar 1879, d. 2. september 1968.
Börn Ingibjargar og Jóns Guðnasonar:
1. Ragnheiður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 30. október 1917, d. 22. mars 2004, kona Vigfúsar Ólafssonar skólastjóra.
2. Bergþóra Guðleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1921, d. 25. júní 2005. Maður hennar var Björn Svanbergsson framkvæmdastjóri í Reykjavík.
Börn Ingibjargar og Magnúsar Þórðarsonar:
3. Bergþóra Magnúsdóttir verslunarkona, f. 4. apríl 1905, d. 19. október 1925 á Vífilsstöðum.
4. Kristján Magnússon málarameistari, f. 24. febrúar 1909, d. 16. nóvember 1979, kvæntur Júlíönu Kristmannsdóttur Þorkelssonar húsfreyju.
5. Steinunn Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1912, d. 24. júní 1960, gift Böðvari Jónssyni Sverrissonar í Háagarði.
6. Magnea Lovísa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1914, d. 22. júní 1991, gift Oddi Sigurðssyni skipstjóra.
Ragnheiður var með foreldrum sínum skamma stund, en þau skildu.
Hún lauk unglingaprófi í Gagnfræðaskólanum 1933, lauk námi í Hjúkrunarskólanum haustið 1944, stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun á Landspítalanum mars til október 1945, í hjúkrun geðveikra á Kleppsspítala frá nóvember 1945 til maí 1946.
Ragnheiður var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Akureyrar frá október 1944 til mars 1945, á Kleppsspítala maí 1945 til október sama ár, á lyflæknisdeild Landspítalans frá febrúar 1946 til maí sama ár.
Hún var deildarhjúkrunarkona á Sjúkrahúsinu í Eyjum frá 1. maí 1946 til nóvember 1948.
Þau Vigfús giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 61, en síðast á Birkigrund 72 í Kópavogi.
Vigfús lést árið 2000 og Ragnheiður 2004.
I. Maður Ragnheiðar, (14. ágúst 1948), var Vigfús Ólafsson skólastjóri, f. 13. apríl 1918, d. 25. október 2000.
Börn þeirra:
1. Ólafur Vigfússon rafmagnsverkfræðingur, f. 13. maí 1951.
2. Bergsteinn Vigfússon stýrimaður, smiður, bókmenntafræðingur, f. 2. mars 1954.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 2000. Minning Vigfúsar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.