Bergþóra Magnúsdóttir (Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bergþóra Magnúsdóttir frá Dal, verslunarmaður (,,verslunarmær“) fæddist 4. apríl 1905 og lést 19. október 1925 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Magnús Þórðarson formaður og útgerðarmaður, f. 19. september 1879, drukknaði 14. janúar 1915, er báturinn Fram fórst við Urðir, og kona hans Ingibjörg Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 24. janúar 1879, d. 2. september 1968.

Börn Ingibjargar og Magnúsar:
1. Bergþóra Magnúsdóttir verslunarmaður (,,verslunarmær“), f. 4. apríl 1905, d. 19. október 1925 á Vífilsstöðum.
2. Kristján Magnússon málarameistari, f. 24. febrúar 1909, d. 16. nóvember 1979, kvæntur Júlíönu Kristmannsdóttur Þorkelssonar húsfreyju.
3. Steinunn Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1912, d. 24. júní 1960, gift Böðvari Jónssyni Sverrissonar í Háagarði.
4. Magnea Lovísa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1914, d. 22. júní 1991, gift Oddi Sigurðssyni skipstjóra.

Börn Ingibjargar og Jóns Guðnasonar:
5. Ragnheiður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 30. október 1917, d. 22. mars 2004, kona Vigfúsar Ólafssonar skólastjóra.
6. Bergþóra Guðleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1921, d. 25. júní 2005. Maður hennar var Björn Svanbergsson framkvæmdastjóri í Reykjavík.

Bergþóra var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á tíunda árinu.
Hún vann afgreiðslustörf, varð berklaveik og lést 1925 á Vífilsstöðum, óg. og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.