„Eyrún Helgadóttir (Heiðarbýli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Einarína ''Eyrún'' Helgadóttir''' frá Kvíavöllum í Útskálasókn á Reykjanesi, húsfreyja, verkakona fæddist 16. maí 1891 og lést 31. maí 1980.<br> Foreldrar hennar vo...) |
m (Verndaði „Eyrún Helgadóttir (Heiðarbýli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 24. janúar 2019 kl. 20:14
Einarína Eyrún Helgadóttir frá Kvíavöllum í Útskálasókn á Reykjanesi, húsfreyja, verkakona fæddist 16. maí 1891 og lést 31. maí 1980.
Foreldrar hennar voru Sigurður Helgi Jónsson, f. 28. október 1863, d. 25. maí 1946 og kona hans Halldóra Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. júní 1853, d. 7. mars 1938
Eyrún var með foreldrum sínum á Kvíavöllum 1901 og á Laugavegi 71 1910.
Þau Helgi bjuggu á Grettisgötu 53B 1920 með þrem börnum sínum.
Fjölskyldan flutti til Eyja 1920, bjó í Birtingarholti, húsi Ágústs bróður Helga til 1923, er þau fluttu með Ágústi að Ásnesi. Þar fæddist þeim Ingi Ragnar 1924. Þau voru komin að Heiðarbýli við Brekastíg 6 1927, eignuðust tvíburana Huldu og Fjólu þar 1930 og fluttust til Reykjavíkur á árinu. Þar bjuggu þau á Klapparstíg 42 1930.
Helgi lést 1937 og Eyrún 1980.
I. Maður Einarínu Eyrúnar var Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937.
Börn þeirra voru:
1. Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1911, d. 13. febrúar 1999.
2. Guðlaug Helgadóttir verslunarmaður, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988.
3. Sigdór Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1917, d. 30. mars 2012.
4. Ingi Ragnar Helgason lögfræðingur, varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, forstjóri, f. 29. júlí 1924 í Ásnesi, d. 10. mars 2000.
5. Fjóla Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. júlí 2015..
6. Hulda Helgadóttir ritari í Reykjavík, f. 4. september 1930, d. 1. maí 1995, f. 4. september 1930 á Brekastíg 6.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.