„Helga Guðmundsdóttir (London)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Helga Guðmundsdóttir''' frá London, atvinnurekandi fæddist 19. mars 1873.<br> Foreldrar hennar voru Guðmundur Erlendsson formaður og l...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 8: | Lína 8: | ||
4. [[Þórdís Guðmundsdóttir (London)|Þórdís Guðmundsdóttir]] bústýra, vinnukona, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.<br> | 4. [[Þórdís Guðmundsdóttir (London)|Þórdís Guðmundsdóttir]] bústýra, vinnukona, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.<br> | ||
5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn. Var á lífi 1948. <br> | 5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn. Var á lífi 1948. <br> | ||
6. [[Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir]] húsfreyja í [[London]], f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1945.<br> | 6. [[Magnúsína Guðmundsdóttir (London)|Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir]] húsfreyja í [[London]], f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1945.<br> | ||
Hálfsystir Helgu, barn Unu og Ólafs Magnússonar var <br> | Hálfsystir Helgu, barn Unu og Ólafs Magnússonar var <br> |
Núverandi breyting frá og með 23. nóvember 2015 kl. 18:30
Helga Guðmundsdóttir frá London, atvinnurekandi fæddist 19. mars 1873.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Erlendsson formaður og lóðs í London, f. 27. júní 1839 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1875, og kona hans Una Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1939 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, d. 25. apríl 1930.
Börn Unu og Guðmundar í London voru:
1. Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 10. ágúst 1864, fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.
2. Helgi Guðmundsson, f. 18. maí 1866, d. 10. júní 1866, „dó úr uppdráttarveiki barna“.
3. Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinum, f. 19. desember 1867, d. 26. febrúar 1924.
4. Þórdís Guðmundsdóttir bústýra, vinnukona, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.
5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn. Var á lífi 1948.
6. Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1945.
Hálfsystir Helgu, barn Unu og Ólafs Magnússonar var
7. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956.
Stjúpsystkini Þórdísar, börn Ólafs frá fyrra hjónabandi hans, voru:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dóróthea Ólafsdóttir kaupkona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
4. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
5. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.
Faðir Helgu lést, er hún var á 3. árinu. Hún var með móður sinni til 1884, var vinnukona hjá Agnes Aagaard sýslumannskonu í Skólastræti í Reykjavík 1890 og mun hafa farið til Danmerkur fyrir áhrif frá þeim eftir að embættisferli sýslumannsins lauk í Eyjum 1892.
Í Kaupmannahöfn stofnaði hún og rak sitt eigið þvottahús um árabil, m.a. á stríðsárunum síðari.
Nína Sæmundsson myndlistarmaður og myndhöggvari og Helga voru systkinabörn, Una móðir Helgu og Sæmundur faðir Nínu voru systkini.
Helga styrkti Nínu frænku sína til náms í Tekniske Skole 1915-1916. Þegar Nína veiktist af berklum hjálpaði hún henni til að komast á heilsuhæli í Sviss, þar sem hún dvaldi í eitt ár, náði bærilegri heilsu. Þannig var hún komin til Rómar 1921 og gat haldið áfram listaferli sínum.
Helga var á lífi 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.