„Sigurður Magnússon (Vanangri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Magnússon''' bóndi í Vanangri fæddist 22. mars 1851 og lést 2. júní 1879.<br> Foreldrar hans voru [[Magnús Pálsson (Vilborgarstöðum)|Magnús Pál...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 18: Lína 18:
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 22. ágúst 2015 kl. 20:45

Sigurður Magnússon bóndi í Vanangri fæddist 22. mars 1851 og lést 2. júní 1879.
Foreldrar hans voru Magnús Pálsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 13. júlí 1816, d. 13. nóvember 1869, og kona hans Oddný Þórðardóttir húsfreyja, f. 1814, d. 1888.
Systur Sigurðar í Eyjum voru:
1. Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1850. Hún fluttist til Vesturheims.
2. Oddný Magnúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1853. Hún fluttist til Vesturheims.

Sigurður fluttist að Kirkjubæ 1852 og var tökubarn þar á því ári, var kominn til foreldra sinna að Vilborgarstöðum 1853 og var með þeim þar meðan faðir hans lifði, síðan með Oddnýju móður sinni til 1873 .
Hann fór með móður sinni og Jóhönnu systur sinni og fjölskyldu til Kaupmannahafnar 1874, en Oddný systir hans fór þangað ári síðar. Sigurður sneri til Eyja 1876.
Hann gerðist vinnumaður hjá Önnu ljósmóður, ekkju í Vanangri, og þar var einnig Pétur Pétursson vinnumaður 1876.
Þau Anna giftu sig 1877.
Sigurður lést 1879 úr brjóstveiki.

Kona Sigurðar, (5. október 1877), var Anna Benediktsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 24. janúar 1831, d. 11. september 1909.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.