Muggur Pálsson
Guðmundur Muggur Pálsson, bifvélavirkjameistari, hótelrekandi fæddist 20. júní 1954.
Foreldrar hans Páll Helgason, ferðamálafrömuður, f. 14. júní 1933, og kona hans Bryndís Karlsdóttir, húsfreyja, f. 12. maí 1935, d. 28. apríl 1987.
Muggur var með foreldrum sínum, á Hólagötu 16 1986.
Hann lærði bifvélavirkjun, öðlaðist meistararéttindi.
Þau Sigurbjörg ráku Bílaverkstæði Muggs frá 1983, unnu við ferðamennsku, ráku Hótel Bræðraborg með bræðrum Muggs 1987-1994.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1974, eignuðust eitt barn. Þau búa við Hólagötu 33.
I. Kona Guðmundar, (16. nóvember 1974). er Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, frá Burstafelli, húsfreyja, verkstæðisrekandi, hótelrekandi, f. 2. nóvember 1956.
Barn þeirra:
1. Bryndís Guðmundsdóttir, snyrtifræðingur, læknaritari, rekur nú netverslun, f. 25. júní 1975. Maður hennar Valgeir Arnórsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.