Vignir Guðnason (Fögruvöllum)
Kristinn Vignir Guðnason frá Fögruvöllum, forstöðumaður fæddist þar 30. júlí 1946.
Foreldrar hans voru Guðni Kristófersson frá Stóra-Dal u. Eyjafjöllum, verkamaður, smiður, f. 4. nóvember 1903, d. 5. maí 1996, og kona hans Svava Björnsdóttir frá Haga í Aðaldal, S.-Þing., húsfreyja, f. 29. nóvember 1904, d. 14. febrúar 1973.
Börn Svövu og Guðna:
1. Auðbjörg Guðnadóttir, f. 1. mars 1931, d. 17. maí 1933.
2. Börgvin Hilmar Guðnason, f. 11. nóvember 1935 á Fögruvöllum, d. 27. nóvember 1998.
3. Nína Kristín Guðnadóttir, f. 21. apríl 1944 á Fögruvöllum.
4. Kristinn Vignir Guðnason, f. 30. júlí 1946 á Fögruvöllum.
Vignir var með foreldrum sínum.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963.
Vignir vann í Gúanó á unglingsárum, var forstöðumaður sundlaugarinnar 1966-1973, vann við hreinsun hjá Viðlagasjóði 1973, vann við smíðar hjá Skæringi Georgssyni um skeið. Hann hafði eftirlit með byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum 1975 og varð síðan forstöðumaður hennar til 2016.
Þau Martea giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Presthúsum, byggðu Illugagötu 59, fluttu í húsið 1970 og hafa búið þar síðan.
I. Kona Vignis, (14. apríl 1968), er Martea Guðlaug Guðmundsdóttir frá Presthúsum, húsfreyja, þerna, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, fiskiðnaðarkona, f. 3. febrúar 1949.
Börn þeirra:
1. Elliði Vignisson sálfræðingur, bæjarstjóri, f. 28. apríl 1969. Kona hans Bertha Johansen.
2. Svavar Vignisson íþróttakennari, þjálfari, lögreglumaður, f. 2. maí 1973. Kona hans Ester Garðarsdóttir viðskiptafræðingur, bókari.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Vignir.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.