Vignir Guðnason (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Vignir Guðnason frá Fögruvöllum, forstöðumaður fæddist þar 30. júlí 1946.
Foreldrar hans voru Guðni Kristófersson frá Stóra-Dal u. Eyjafjöllum, verkamaður, smiður, f. 4. nóvember 1903, d. 5. maí 1996, og kona hans Svava Björnsdóttir frá Haga í Aðaldal, S.-Þing., húsfreyja, f. 29. nóvember 1904, d. 14. febrúar 1973.

Börn Svövu og Guðna:
1. Auðbjörg Guðnadóttir, f. 1. mars 1931, d. 17. maí 1933.
2. Börgvin Hilmar Guðnason, f. 11. nóvember 1935 á Fögruvöllum, d. 27. nóvember 1998.
3. Nína Kristín Guðnadóttir, f. 21. apríl 1944 á Fögruvöllum.
4. Kristinn Vignir Guðnason, f. 30. júlí 1946 á Fögruvöllum.

Vignir var með foreldrum sínum.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963.
Vignir vann í Gúanó á unglingsárum, var forstöðumaður sundlaugarinnar 1966-1973, vann við hreinsun hjá Viðlagasjóði 1973, vann við smíðar hjá Skæringi Georgssyni um skeið. Hann hafði eftirlit með byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum 1975 og varð síðan forstöðumaður hennar til 2016.
Þau Martea giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Presthúsum, byggðu Illugagötu 59, fluttu í húsið 1970 og hafa búið þar síðan.

I. Kona Vignis, (14. apríl 1968), er Martea Guðlaug Guðmundsdóttir frá Presthúsum, húsfreyja, þerna, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, fiskiðnaðarkona, f. 3. febrúar 1949.
Börn þeirra:
1. Elliði Vignisson sálfræðingur, bæjarstjóri, f. 28. apríl 1969. Kona hans Bertha Johansen.
2. Svavar Vignisson íþróttakennari, þjálfari, lögreglumaður, f. 2. maí 1973. Kona hans Ester Garðarsdóttir viðskiptafræðingur, bókari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.