Margrét Árnadóttir (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Árnadóttir húsfreyja í Brekkuhúsi fæddist 24. maí 1856 og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Árni Einarsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar á Búastöðum, f. 27. janúar 1827 og kona hans Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 1829.

Systkini Margrétar voru:
1. Katrín Árnadóttir, f. 1856, d. 21. mars 1938. Hún var húsfreyja á Ísólfsstöðum á Tjörnesi, S-Þing.
2. Einar Árnason, f. 1858. Hann var 2 ára barn í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1860.
3. Einar Árnason, f. 25. mars 1862, d. 24. ágúst 1902. Hann var bóndi í Ólabæ í Húsavík 1901.
4. Guðrún Árnadóttir, f. 1863.
5. Ingvar Árnason útvegsbóndi, sjómaður í Hólshúsi, f. 1. október 1865, d. 9. febrúar 1951.
6. Kristmundur Árnason, f. 2. júlí 1872, d. 19. desember 1935. Fór til Vesturheims 1905 frá Hólshúsi.

Margrét var með foreldrum sínum í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1860. Hún var niðursetningur í Drangshlíðardal 1870, vinnukona á Fagurhól í Landeyjum 1880.
Hún fluttist frá Skarðshlíð u. Eyjafjöllum að Búastöðum 1888, þá 32 ára. Hún var vinnukona í Garðhúsum 1890.
Margrét var vinnukona í Brekkuhúsi við fæðingu Árnýjar 1892, en þau Guðlaugur giftust 1894. Hún ól 4 börn í Brekkuhúsi, en yngsta barnið dó á fyrsta ári sínu.
Fjölskyldan fluttist til Vesturheims 1905. Þau munu hafa búið í Lundar.

Maður Margrétar, (11. júní 1894 ), var Guðlaugur Sigurðsson bóndi, f. 6. október 1864, d. 29. desember 1954.
Börn þeirra voru:
1. Árný Guðlaugsdóttir, f. 11. nóvember 1892.
2. Sigríður Helga Guðlaugsdóttir, f. 19. september 1894.
3. Sigurbjörg Guðlaugsdóttir, f. 20. janúar 1896.
4. Guðlaugur Guðlaugsson, f. 29. júní 1901, d. 7. júlí 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.