Valgerður M. Óskarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Magnúsína Óskarsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, fæddist þar 2. desember 1917 og lést 10. október 2006.
Foreldrar hennar voru Óskar Guðmundsson á Vesturhúsum, sjómaður, f. 8. apríl 1890 á Helgastöðum á Skeiðum, síðar bóndi í Kanada, og Magnúsína Eyjólfsdóttir frá Vesturhúsum, f. 16. september 1892, d. 9. febrúar 1968.

Börn Magnúsínu og Einars Markúsar Einarssonar:
1. Jón Einarsson kaupmaður í versluninni Vogue í Reykjavík, f. 21. júlí 1912 á Vesturhúsum, bjó síðast á Seltjarnarnesi, d. 26. maí 1968.
2. Einar Kristinn Einarsson, f. 16. desember 1913 á Vesturhúsum, d. 7. júlí 1929.
Barn Magnúsínu og Jóns Guðmundssonar:
3. Karl Jónsson, f. 28. janúar 1916, d. 12. maí 1916.
Börn Magnúsínu og Óskars Guðmundssonar:
4. Valgerður Magnúsína Óskarsdóttir, f. 2. desember 1917 á Vesturhúsum, d. 10. október 2006.
5. Andvana stúlka, f. 12. desember 1918.
6. Eyvör Guðbjörg Óskarsdóttir, f. 2. ágúst 1920 í Reykjavík.
7. Guðmundur Ragnar Óskarsson bóndi í Manitoba í Kanada, f. 25. september 1923 í Reykjavík.
8. Hulda Guðlaug Óskarsdóttir húsfreyja á Skriðuseli í Aðaldal, S-Þing., f. 7. apríl 1925 í Reykjavík, d. 31. mars 1984.

Valgerður var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1919. Faðir hennar fluttti til Kanada um 1926.
Hún ólst upp í Reykjavík, vann skrifstofustörf hjá Pósti og síma 1966-1975.
Hún flutti með Gissuri að Eiðum 1948, til Neskaupstaðar 1965, síðan til Seyðisfarðar, Akureyrar, Siglufjarðar og loks til Selfoss 1981-1989, þá í Garðabæ og Reykjavík.
Þau Gissur giftu sig 1944, eignuðust kjörbarn. Þau bjuggu síðast á Prestastíg 4 í Reykjavík.
Magnúsína lést 2006 og Gissur 2020.

I. Maður Valgerðar, (16. september 1944), var Gissur Ó. Erlingsson, f. 21. mars 1909 í Brúnavík í N-Múl., d. 18. mars 2013 á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Auður Harpa Gissurardóttir, f. 14. janúar 1951. Maður hennar Steingrímur Örn Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Dagblaðið-Vísir 2. desember 1997. Minning.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 27. maí 2013. Minning Gissurar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.