Óskar Guðmundsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Guðmundsson á Vesturhúsum, sjómaður, verkamaður, síðar bóndi í Kanada fæddist 8. apríl 1890 og lést 14. ágúst 1972.
Foreldrar hans Guðmundur Sigurðsson, f. 21. ágúst 1861, d. 22. nóvember 1914, og Eyvör Eiríksdóttir, f. 21. október 1859, d. í september 1933.

Þau Magnúsína hófu sambúð, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu á Vesturhúsum. Þau skildu.

I. Fyrrum sambúðarkona Óskars var Magnúsína Eyjólfsdóttir, frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. 16. september 1892, d. 9. febrúar 1968.
Börn þeirra hér:
4. Valgerður Magnúsína Óskarsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1917 á Vesturhúsum, d. 10. október 2006.
5. Andvana stúlka, f. 12. desember 1918.
6. Eyvör Guðbjörg Óskarsdóttir, f. 2. ágúst 1920, skírð 13. júní 1921.
7. Guðmundur Ragnar Óskarsson bóndi í Manitoba í Kanada, f. 25. september 1923.
8. Hulda Guðlaug Óskarsdóttir húsfreyja á Skriðuseli í Aðaldal, S-Þing., f. 7. apríl 1925, d. 31. mars 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Dagblaðið-Vísir 2. desember 1997. Minning Valgerðar Óskarsdóttur.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.