Tómas Sigurðsson (prestur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Tómas Sigurðsson prestur fæddist líklega 14. maí 1768 á Oddsstöðum og lést 13. október 1849.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson ,, skuggi“, sýslumaður, f. 1726, d. 18. ágúst 1798, og kona hans Ásta Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði Sigurðssonar, húsfreyja, f. um 1740, d. 11. mars 1770.

Börn Ástu og Sigurðar:
1. Valgerður Sigurðardóttir, f. 1766, d. 18. maí 1786 í Eyjum úr bólusótt.
2. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Hamraendum í Miðdölum, f. um 1766 að Mosvöllum í Önundarfirði, d. 1842. Maður hennar Ólafur Benediktsson bóndi, stúdent á Hamraendum, f. um 1780, d. 1. júlí 1820.
3. Tómas Sigurðsson prestur í Flatey, í Garpsdal í Barð. og í Holti í Önundarfirði, f. 14. maí 1769 á Oddsstöðum, d. 13. október 1849 í Holti. Kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Ökrum, húsfreyja, f. 1766 í Hítarnesi á Mýrum, d. 28. ágúst 1851 í Holti.
4. Elín Sigurðardóttir, f. um 1770, d. 1797, ógift, barnlaus.

Tómas var með foreldrum sínum skamma stund, en móðir hans lést er hann var nýfæddur.
Hann lærði fyrst hjá séra Þorvaldi Böðvarssyni skáldi og séra Sigurði Jónssyni í Hítarnesi, var tekinn í Reykjavíkurskóla eldri 1790, varð stúdent 1796.
Hann vígðist 1797 aðstoðarprestur séra Sigurðar Jónssonar tengdaföður síns í Hítarnesþingum, milliprestur eftir lát hans til vors 1800, fékk Dvergastein í Seyðisfirði 1801, en treystist ekki til að flytja þangað vegna fátæktar, fékk Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði 1804, en fór þangað ekki af sömu ástæðu.
Hann bjó í Einholtum í Hraunhreppi á Mýrum 1798-1805, á Hrísum í Helgafellssveit, Snæf. 1805-1807, varð 1807 aðstoðarprestur séra Þorkels Guðnasonar í Flatey, fékk prestakallið 10. janúar 1809, Garpsdal í A.Barð. 3. maí 1823, Holt í Önundarfirði 23. apríl 1836 og lét þar af prestskap 1848.

I. Kona Péturs, (17. júní 1799), var Guðrún Sigurðardóttir prests í Hítarnesþingum Jónssonar, d. 28. ágúst 1851 og síðari konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur.
Börn þeirra:
1. Guðný Tómasdóttir. Óviss barnsfaðir. Maður hennar Jón Laxdælingur Jónsson.
2. Sigurður Tómasson prestur í Grímsey, f. 20. júní 1804,, d. 1. febrúar 1867. Fyrri kona hans, (skildu), var Abígael Þórðardóttir Þorsteinssonar ljósmóðir, f. 1811, d. um 1870. Síðari kona hans Valgerður Einarsdóttir hreppstjóra að Hreðavatni Bjarnasonar.
3. Tómas Tómasson, drukknaði af þilskipi. 4. Fleiri börn, sem ekki komust upp.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.