Guðrún Sigurðardóttir (Oddsstöðum)
Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Hamraendum í Miðdölum fæddist um 1766 að Mosvöllum í Önundarfirði og lést 1842.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson ,, skuggi“ sýslumaður, f. 1726, d. 18. ágúst 1798, og kona hans Ásta Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði Sigurðssonar, húsfreyja, f. um 1740, d. 11. mars 1770.
Börn Ástu og Sigurðar:
1. Valgerður Sigurðardóttir, f. 1766, d. 18. maí 1786 í Eyjum úr bólusótt.
2. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Hamraendum í Miðdölum, f. um 1766 að Mosvöllum í Önundarfirði, d. 1842. Maður hennar Ólafur Benediktsson bóndi, stúdent á Hamraendum, f. um 1780, d. 1. júlí 1820.
3. Tómas Sigurðsson prestur í Flatey, í Garpsdal í A.-Barð. og í Holti í Önundarfirði, f. 14. maí 1769 á Oddsstöðum, d. 13. október 1849 í Holti. Kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Ökrum, húsfreyja, f. 1766 í Hítarnesi á Mýrum, d. 28. ágúst 1851 í Holti.
4. Elín Sigurðardóttir, f. um 1770, d. 1797, ógift, barnlaus.
Guðrún var líklega með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést, er Guðrún var um fjögurra ára gömul.
Þau Ólafur giftu sig 1814, eignuðust ekki börn.
Þau bjuggu að Hamraendum í Miðdölum, Dal.
Ólafur lést um 1820 og Guðrún 1842.
I. Maður Guðrúnar, (23. september 1814), var Ólafur Benediktsson stúdent, bóndi, f. um 1780, d. 1. júlí 1820. Foreldrar hans voru Benedikt Hannesson prestur í Miðdalaþingum, f. 1734, d. 4. júní 1816, og kona hans Þórunn Ólafsdóttir sýslumanns Árnasonar, húsfreyja, d. á Hamraendum 14. febrúar 1830.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.