Valgerður Sigurðardóttir (Stakkagerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Valgerður Sigurðardóttir heimasæta í Stakkagerði fæddist 1766 og lést 18. maí 1786 í Eyjum úr bólusótt.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson ,, skuggi“ sýslumaður, f. 1726, d. 18. ágúst 1797, og kona hans Ásta Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði Sigurðssonar, húsfreyja, f. um 1740, d. 11. maí 1770.

Börn Ástu og Sigurðar:
1. Valgerður Sigurðardóttir, f. 1766, d. 18. maí 1786 í Eyjum úr bólusótt.
2. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja á Hamraendum í Miðdölum, f. um 1766 að Mosvöllum í Önundarfirði, d. 1842. Maður hennar Ólafur Benediktsson bóndi, stúdent á Hamraendum, f. um 1780, d. 1. júlí 1820.
3. Tómas Sigurðsson prestur í Flatey, í Garpsdal í A.-Barð. og í Holti í Önundarfirði, f. 14. maí 1769 á Oddsstöðum, d. 13. október 1849 í Holti. Kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Ökrum, húsfreyja, f. 1766 í Hítarnesi á Mýrum, d. 28. ágúst 1851 í Holti.
4. Elín Sigurðardóttir, f. um 1770, d. 1797, ógift, barnlaus.

Valgerður var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Valgerður var fjögurra ára.
Hún lést í Stakkagerði 1786 úr bólusótt, ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.