Sveinbjörn Gíslason (Mið-Mörk)
Jóhann Sveinbjörn Gíslason frá Bifröst, bóndi í Mið-Mörk u. Eyjafjöllum fæddist 20. maí 1910 á Leirum þar og lést 1. nóvember 1990.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, verkamaður í Eyjum, f. 16. júlí 1854 í Heiði á Síðu í V.-Skaft., d. 17. október 1921 í Bifröst í Eyjum, og bústýra hans Guðrún Björnsdóttir, f. 4. nóvember 1862 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 31. maí 1922 í Bifröst.
Barn Guðrúnar og Jóns Stefánssonar:
1. Gíslína Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1889.
Börn Guðrúnar og Gísla:
2. Árni Gíslason, f. 17. maí 1894, d. 17. júlí 1970.
3. Guðmundur Gíslason gullsmiður í Reykjavík, f. 29. september 1900, d. 15. nóvember 1935.
4. Halldóra Gísladóttir, f. 11. janúar 1905, d. 28. ágúst 1915.
5. Jóhann Sveinbjörn Gíslason bóndi í Mið-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 20. maí 1910, d. 1. nóvember 1990.
Sveinbjörn var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1916, var með þeim á Bifröst 1920.
Hann varð bóndi í Mið-Mörk u. V.-Eyjafjöllum.
Þau Kristín giftu sig 1945, eignuðust níu börn, en misstu eitt þeirra á barnsaldri.
I. Kona Sveinbjörns, (16. júní 1945), var Kristín Sæmundsdóttir frá Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 23. apríl 1912, d. 6. júlí 1996. Foreldrar hennar voru Sæmundur Einarsson bóndi, hreppstjóri, skógarvörður, f. 19. júní 1872, d. 16. ágúst 1951, og kona hans Guðbjörg María Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. desember 1889, d. 30. júní 1961.
Börn þeirra:
1. Sæmundur Sveinbjörnsson, f. 5. mars 1945.
2. Sigurjón Sveinbjörnsson bóndi, f. 29. apríl 1946, d. 18. ágúst 2015.
3. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, f. 5. október 1947.
4. Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 7. september 1948.
5. Sigurbjörn Sveinbjörnsson, f. 17. ágúst 1949, d. 26. mars 1951.
6. Sigurbjörn Sveinbjörnsson, f. 13. desember 1950.
7. Guðmundur Sveinbjörnsson, f. 19. desember 1951, d. 28. september 2003.
8. Gísli Sveinbjörnsson, f. 23. júní 1953.
9. Ásta Sveinbjörnsdóttir, f. 3. febrúar 1956.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.