Guðmundur Gíslason (gullsmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Gíslason frá Berjanesi u. Eyjafjöllum, gullsmiður fæddist 29. september 1900 og lést 15. nóvember 1935.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason vinnumaður, bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 16. júlí 1854 í Heiði á Síðu í V.-Skaft., d. 17. október 1921 í Bifröst í Eyjum, og bústýra hans Guðrún Björnsdóttir, f. 4. nóvember 1862 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 31. maí 1922.

Barn Guðrúnar Björnsdóttur og Jóns Stefánssonar:
1. Gíslína Jónsdóttir, f. 21. nóvember 1889.
Börn Guðrúnar og Gísla:
2. Árni Gíslason, f. 17. maí 1894, d. 17. júlí 1970.
3. Guðmundur Gíslason gullsmiður í Reykjavík, f. 29. september 1900, d. 15. nóvember 1935.
4. Halldóra Gísladóttir, f. 11. janúar 1905, d. 28. ágúst 1915.
5. Jóhann Sveinbjörn Gíslason bóndi í Mið-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 20. maí 1910, d. 1. nóvember 1990.

Guðmundur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1916.
Hann var við nám í Reykjavík 1920, varð gullsmiður.
Guðmundur var gullsmiður á Óðinsgötu 28b í Rvk 1930, var síðar gullsmiður í Berjanesi u. Eyjafjöllum.
Hann lést 1935.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.