Jóhanna Sigríður Björnsdóttir (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Sigríður Björnsdóttir frá Nýjabæ, húsfreyja á Fáskrúðsfirði og á Höfn í Hornafirði, fæddist 16. september 1893 og lést 14. september 1977.
Foreldrar hennar voru Björn Jónsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1864, d. 26. febrúar 1894, og kona hans Þóra Einarsdóttir húsfreyja, f. 1855, d. 6. mars 1898.

Hálfsystir, sammædd, var Helga Kristmundsdóttir húsfreyja frá Hólshúsi, f. 19. desmber 1897, d. 3. maí 1977.

Faðir Jóhönnu Sigríðar dó, er hún var á fyrsta ári. Þóra móðir hennar var vinnukona í Nýjabæ í lok ársins og hafði Jóhönnu með sér þar. Þóra var þar vinnukona til dd. 1898.
Hjónin í Nýjabæ, Steinvör Jónsdóttir húsfreyja og Jónas Helgason bóndi, tóku hana að sér og hjá þeim var hún, uns hún fluttist til Fáskrúðsfjarðar 1914.
Ásmundur Ásmundsson hafði stundað sjó frá Eyjum, var í Draumbæ 1910.
Þau Ásmundur fluttust til Eyja 1915, hún ráðskona.
Þau fluttust til Fáskrúðsfjarðar 1920 með Björn Þórarinn tveggja ára.
Jóhanna Sigríður var húsfreyja í Baldurshaga í Búðahreppi í Fáskrúðsfirði 1920. Þau fluttust til Hafnar í Hornafirði 1923 og bjuggu þar 1930, voru síðar búsett í Fáskrúðsfirði og fluttust þaðan til Þórshamars á Höfn í Hornafirði með Þórarni syni sínum 1940.
Jóhanna Sigríður lést 1977, var jarðsett á Höfn.

Maður Jóhönnu Sigríðar, (18. maí 1916), var Ásmundur Ásmundsson bátsformaður frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, f. 27. mars 1887 í Fáskrúðsfirði, d. 29. mars 1966.
Börn þeirra hér:
1. Björn Þórarinn Ásmundsson skipstjóri, vélgæslumaður á Höfn, f. 7. janúar 1918 í Nýjabæ, d. 3. júní 2000.
2. Andvana drengur, f. 27. apríl 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.