Steinmóður Guðmundsson (Steinmóðshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Steinmóður Guðmundsson frá Steinmóðshúsi fæddist 15. maí 1860 og lést 4. ágúst 1912 í Framnesi.
Foreldrar hans voru Elín Steinmóðsdóttir vinnukona og barnsfaðir hennar Guðmundur Pétursson, f. 1836, d. 19. janúar 1900.

Systkini hans, öll hálfsystkini hans, voru m.a.:
1. Friðrikka Matthildur Jónsdóttir, f. 3. júní 1863.
2. Guðmundur Jesson, síðar verkamaður á Litlu-Grund, f. 13. nóvember 1867, d. 19. apríl 1931.
3. Kristján Sæmundsson, f. 20. mars 1875, d. 18. febrúar 1933.
4. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Framnesi, f. 31. ágúst 1858, á lífi 1920.
5. Jón Guðmundsson, f. 27. mars 1862, hrapaði til bana 28. júlí 1876.

Steinmóður var með móður sinni á heimili Elínar móðurmóður sinnar í Steinmóðshúsi frá fæðingu til 1867, var niðursetningur hjá Sesselju Arnoddsdóttur ekkju í Grímshjalli 1868-1872, á Ofanleiti 1873-1879, léttadrengur þar 1880, vinnumaður þar 1881, vinnudrengur þar 1882, vinnumaður 1883-1884.
Hann var vinnumaður í Boston 1885, í Draumbæ 1886-1887, á Kirkjubæ 1888-1889, í Uppsölum 1890, á Kirkjubæ hjá Guðbjörgu Guðmundsdóttur hálfsystur sinni 1891 og enn 1901.
Steinmóður fluttist til Austfjarða, var vinnumaður á Króki í Kolfreyjustaðarsókn 1910.
Hann fluttist til Eyja og lést 1912.
Steinmóður var ókv. og barnlaus í Eyjum. Hann var uppnefndur Steinmóður sterki.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.