Stefanía Markúsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stefanía Markúsdóttir í Götu, húsfreyja fæddist 28. ágúst 1884 á Þuríðarstöðum í Fljótsdal á Héraði, S.-Múl. og lést 10. apríl 1975.
Foreldrar hennar voru Markús Guðnason vinnumaður á Skriðuklaustri í Fljótsdal, S.-Múl., í Vesturheimi frá 1887, f. 30. apríl 1848, d. 15. október 1921, og Ingunn Einarsdóttir vinnukona á Þuríðarstöðum þar, f. 1846, d. 20. janúar 1888.

Stefanía var óg. hjú í Jórvík í Breiðdal 1901 og 1902, hjú á Flögu þar við giftingu 1903.
Þau Bjarni giftu sig 1903, eignuðust 10 börn, en misstu eitt þeirra tveggja ára og annað 14 ára. Þau voru á Norðfirði 1905 og 1906 við fæðingu Þórðar og Guðrúnar, á Hóli í Breiðdal 1909 við fæðingu Ágústs, vinnuhjú á Ásunnarstöðum þar 1910, voru í Víkurgerði á Fáskrúðsfirði við fæðingu Garðars 1911, bjuggu í Gerði þar 1920, síðar í Bjarnaborg þar.
Þau fluttu til Eyja 1937 með Þórð, Andrés, Oddnýju, Garðar og voru skamma stund á Mosfelli, en á Gunnarshólma við Vestmannabraut 37 1938 með Þórði, Andrési, Garðari og Alberti Sigurgeirssyni, syni Guðrúnar dóttur þeirra, og 1940 án Alberts, komin að Götu 1941 og bjuggu þar síðan.
Bjarni lést 1955.
Stefanía átti lögheimili á Staðarhóli við Kirkjuveg 57 1972, en dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík þá og síðar. Hún lést 1975.

I. Maður Stefaníu, (7. maí 1903), var Bjarni Austmann Bjarnason verkamaður, f. 16. ágúst 1876 á Gíslastöðum í Vallnahreppi á Héraði, d. 30. apríl 1955.
Börn þeirra:
1. Þórður Bjarnason sjómaður, skósmiður, f. 5. apríl 1905 á Norðfirði, d. 31. mars 1963.
2. Guðrún Björg Austmann húsfreyja á Djúpavogi, f. 28. maí 1906 á Norðfirði, d. 16. nóvember 1946.
3. Ágúst Austmann Bjarnason bóndi á Sauðanesi í Úlfsdölum, f. 10. september 1909 á Hóli í Breiðdal, d. 21. maí 1968.
4. Garðar Bjarnason, f. 30. nóvember 1911 í Víkurgerði á Fáskrúðsfirði, d. 1. janúar 1914.
5. Oddný Guðný Bjarnadóttir fiskverkakona, síðar húsfreyja og forstöðumaður, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
6. Andrea Bjarnadóttir, f. 1. júní 1917 í Fáskrúðsfirði, síðast í Reykjavík, d. 19. nóvember 1986.
7. Andrés Bjarnason gullsmiður í Reykjavík, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 28. apríl 2002.
8. Karl Bjarnason, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 12. júlí 1935.
9. Hansína Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, bjó síðast í Hveragerði, f. 21. febrúar 1921 í Fáskrúðsfirði, d. 26. september 2011.
10. Garðar Björgvin Bjarnason stýrimaður, f. 28. maí 1928 á Fáskrúðsfirði, síðast í Hafnarfirði, d. 29. desember 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.