Garðar Bjarnason (Götu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Garðar Björbvin Bjarnason frá Götu, sjómaður, stýrimaður fæddist 28. maí 1928 á Fáskrúðsfirði og lést 30. desember 1980.
Foreldrar hans voru Bjarni Austmann Bjarnason verkamaður í Bjarnaborg á Búðum í Fáskrúðsfirði, síðar í Götu, f. 19. ágúst 1876 á Gíslastöðum í Vallaneshreppi á Héraði, d. 30. apríl 1955, og kona hans Stefanía Markúsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1884 á Þuríðarstöðum í Fljótsdal á Héraði, d. 10. apríl 1975.

Börn Stefaníu og Bjarna Austmanns:
1. Þórður Bjarnason sjómaður, skósmiður, f. 5. apríl 1905 á Norðfirði, d. 31. mars 1963.
2. Guðrún Björg Austmann húsfreyja á Djúpavogi, f. 28. maí 1906 á Norðfirði, d. 16. nóvember 1946.
3. Ágúst Austmann Bjarnason bóndi á Sauðanesi í Úlfsdölum, f. 10. september 1909 á Hóli í Breiðdal, d. 21. maí 1968.
4. Garðar Bjarnason, f. 30. nóvember 1911 í Víkurgerði á Fáskrúðsfirði, d. 1. janúar 1914.
5. Oddný Guðný Bjarnadóttir fiskverkakona, síðar húsfreyja og forstöðumaður, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
6. Andrea Bjarnadóttir, f. 1. júní 1917 í Fáskrúðsfirði, síðast í Reykjavík, d. 19. nóvember 1986.
7. Andrés Bjarnason gullsmiður í Reykjavík, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 28. apríl 2002.
8. Karl Bjarnason, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 12. júlí 1935.
9. Hansína Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, bjó síðast í Hveragerði, f. 21. febrúar 1921 í Fáskrúðsfirði, d. 26. september 2011.
10. Garðar Björgvin Bjarnason, f. 28. maí 1928 á Fáskrúðsfirði, síðast í Hafnarfirði, d. 29. desember 1980.

Garðar var með foreldrum sínum í æsku, á Bjarnaborg í Fáskrúðsfirði, flutti með þeim til Eyja 1937.
Hann varð snemma sjómaður, byrjaði 1943 á síldveiðum við Norðurland og aftur 1944, síðan var hann á vetrarvertíðum í Eyjum.
Garðar réðst á Skeljung 1946 og var á honum í tvö ár. Þá réðst hann til Eimskipafélags Íslands, var aðstoðarmaður í vél á nýjum Goðafossi, síðan háseti. Hann varð síðar stýrimaður hjá félaginu meðan heilsa leyfði.
Þá fékkst hann við húsgagnaverslun um skeið, en fór af og til á fraktskip.
Þau Marta giftu sig, eignuðust tvö börn. Garðar Björgvin lést 1980. Marta býr í Barmahlíð 17.

I. Kona Garðars Björgvins, (1952), er Marta María Jónasdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 5. júní 1029, d. 28. desember 2023. Foreldrar hennar voru Jónas Böðvarsson skipstjóri í Reykjavík, f. 29. ágúst 1900, d. 30. september 1988, og Hulda Sólborg Haraldsdóttir, f. 30. desember 1902, d. 28. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Jónas Garðarsson sjómaður, fyrrum formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, f. 8. október 1955. Fyrrum kona hans Edda Björnsdóttir. Kona hans Guðjóna Harpa Helgadóttir.
2. Valgerður Garðarsdóttir menntaskólakennari, f. 27. október 1959. Maður hennar Þorkell Arnar Ásmundsson sölustjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.