Þórður Bjarnason (skósmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Austmann Bjarnason, sjómaður, skósmiður fæddist 5. apríl 1905 á Norðfirði og lést 31. mars 1963.
Foreldrar hans voru Bjarni Austmann Bjarnason, í Götu, verkamaður, f. 16. ágúst 1876 á Gíslastöðum í Vallaneshreppi á Héraði, S.-Múl, d. 30. apríl 1955, og kona hans Stefanía Markúsdóttir, frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal á Héraði, S.-Múl., f. 28. ágúst 1884, d. 10. apríl 1975.

Börn Stefaníu og Bjarna:
1. Þórður Bjarnason sjómaður, skósmiður, f. 5. apríl 1905 á Norðfirði, d. 31. mars 1963.
2. Guðrún Björg Austmann húsfreyja á Djúpavogi, f. 28. maí 1906 á Norðfirði, d. 16. nóvember 1946.
3. Ágúst Austmann Bjarnason bóndi á Sauðanesi í Úlfsdölum, f. 10. september 1909 á Hóli í Breiðdal, d. 21. maí 1968.
4. Garðar Bjarnason, f. 30. nóvember 1911 í Víkurgerði á Fáskrúðsfirði, d. 1. janúar 1914.
5. Oddný Guðný Bjarnadóttir fiskverkakona, síðar húsfreyja og forstöðumaður, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
6. Andrea Bjarnadóttir, f. 1. júní 1917 í Fáskrúðsfirði, síðast í Reykjavík, d. 19. nóvember 1986.
7. Andrés Bjarnason gullsmiður í Reykjavík, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 28. apríl 2002.
8. Karl Bjarnason, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 12. júlí 1935.
9. Hansína Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, bjó síðast í Hveragerði, f. 21. febrúar 1921 í Fáskrúðsfirði, d. 26. september 2011.
10. Garðar Björgvin Bjarnason stýrimaður, f. 28. maí 1928 á Fáskrúðsfirði, síðast í Hafnarfirði, d. 29. desember 1980.

Þórður var sjómaður, síðan skósmiður. Hann bjó með foreldrum sínum í Götu við Herjólfsgötu 12, bjó síðast við Bárustíg 2.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.